Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 4
DAGBLÖÐ Ný fjölmiðlakönnun Gallup sýnir miklar sveiflur á dagblaðamarkaði. Meðallestur Fréttablaðsins mælist nú 61,7 prósent og hefur hækkað um 9,9 prósentustig frá október á síð- asta ári. Meðallestur Morgun- blaðsins fellur á sama tíma úr 57,3 prósentum í 52,3 prósent eða um 5 prósentustig. Munurinn á lestri þessara blaða er nú 9,4 pró- sentustig. Munurinn á fjölda les- enda hjá Fréttablaðinu og Morg- unblaðinu er um 22 þúsund manns. Mjög hefur dregið úr lestri á DV. Meðallestur þess var 31,5 prósent í október en mælist nú 22,1 prósent. Mismunur- inn er 9,4 prósentustig. Lesendahópur DV hefur samkvæmt þessu minnk- að um rétt tæp 30 pró- sent á fimm mánuðum. Lesendur blaðsins eru aðeins 42 prósent af les- endahóp Morgunblaðsins og 36 prósent af lesenda- hóp Fréttablaðsins. „Þetta eru miklar breytingar – nánast um- pólun,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. „Á þess- um fimm mánuðum hef- ur lesendum Frétta- blaðsins fjölgað um hart- nær 20 prósent. Hingað til hefur vöxtur Frétta- blaðsins fremur aukið dagblaðalestur almennt en að hann hafi dregið úr lestri áskriftarblaðanna. Nú gerist það hins vegar í fyrsta skipti að nokkuð dregur úr samanlögðum lestri dagblaðanna. Hin mikla aukning á lestri Fréttablaðsins nær ekki að vega upp samdráttinn hjá hin- um. Mér segir svo hugur að þessi niðurstaða muni bera með sér meiri breytingar og feli í sér stærri tímamót en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði.“ Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið á öllum markaðssvæð- um. Á höfuðborgarsvæðinu er meðallestur þess 72,6 prósent en 61,5 prósent hjá Morgunblaðinu og 19,6 prósent hjá DV. Ef Suð- vesturhornið er tekið saman er meðallestur á Fréttablaðinu 69,7 prósent en 58,6 prósent hjá Morgunblaðinu og 21,0 prósent hjá DV. Á landsbyggðinni, það er öll svæði utan Suðvesturhorns- ins, er meðallestur Fréttablaðs- ins 43,8 prósent en 37,1 prósent hjá Morgunblaðinu og 26,2 pró- sent hjá DV. Fréttablaðið er einnig mest lesið alla útgáfudaga þess. Laug- ardagsblað Fréttablaðsins var mest lesna dagblaðið í könnunar- vikunni og mældist lestur þess 66,5 prósent. Mest lesna blað Morgunblaðsins var laugardags- útgáfan og mældist lestur hennar 57,2 prósent. Það er bæði minni lestur en á lakasta útgáfudegi Fréttablaðsins og um 9,3 pró- sentustigum minni en lestur Fréttablaðsins sama dag. „Við á Fréttablaðinu erum ákaflega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur en við skynjum jafnframt vel þær kröfur sem þessi staða setur á okkur,“ segir Gunnar Smári. „Það fylgir mikil ábyrgð því að gefa út mest lesna dagblað landsins og því fylgja kröfur um sífellt betra og öflugra blað. Eina leiðin sem við kunnum til að mæta þeim kröfum er auð- mýkt og virðing fyrir lesendun- um. Þótt við höfum búið til blaðið eru það lesendurnir sem hafa gætt það lífi og byggt upp þessa sterku stöðu Fréttablaðsins.“ ■ 4 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR Hverjir verða Íslandsmeistarar í handbolta karla? Spurning dagsins í dag: Fórstu í kröfugöngu á verkalýðsdegin- um? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 42,3% 57,7% ÍR 0%Veit ekki Haukar Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is DAGBLÖÐ Samkvæmt niðurstöðum endurskoðaðs ársreiknings Fréttar ehf., útgáfufélags Frétta- blaðsins, var 10,6 milljón króna halli á rekstri félagsins í fyrra. Þann halla má rekja til reksturs fyrstu þriggja mánaða útgáfunn- ar. Hagnaður hefur verið á rekstri félagsins síðan í október á síðasta ári og fyrstu þrjá mán- uði þessa árs nam hagnaðurinn 12 milljónum króna. „Áætlanir gerðu ráð fyrir að rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins væri í jafnvægi og myndi skila tæplega 2 milljón króna hagnaði. Sala á auglýsingum hef- ur hins vegar farið fram úr áætl- unum og tekjur af sölu inn í dreifingarkerfið hafa einnig orð- ið meiri en við gerðum ráð fyr- ir,“ segir Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Fréttar. Samkvæmt ársreikningi Fréttar var eigið fé félagsins 52 milljónir króna um áramót. Eiginfjárhlutfallið var 31 pró- sent og veltufjárhutfall félagsins var 1,3. Nettóskuldir voru engar. „Efnahagur Fréttar ehf. er traustur og samkvæmt áætlun- um,“ segir Gunnar Smári. Að baki Fréttar standa félög í eigu Árna Haukssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, Ingibjargar S. Pálmadóttur innanhússhönnuðar, Jóhannesar Jónssonar í Bónus, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, Pálma Haraldsson- ar, forstjóra Fengs, og Ragnars Tómassonar lögmanns. Eigna- hlutir skiptast nokkuð jafnt milli félagana. Auk þess að gefa út Frétta- blaðið í 92 þúsund eintökum gef- ur Frétt út Birtu, vikulegt tíma- rit í jafn stóru upplagi. Félagið rekur dreifikerfi með hátt í 600 blaðberum sem bera út blöð á fleiri en 80 þúsund heimili sex daga vikunnar á höfuðborgar- svæðinu, Suðurnesjum og Akur- eyri. Aðrir starfsmenn Fréttar eru nú 55. „Góð markaðsstaða og góður rekstur mun gefa okkur tæki- færi til að efla enn starfsemi fé- lagsins á þessu ári. Við munum bæði reyna að auka tekjur okkar af núverandi starfsemi og sækja fram á ný mið,“ segir Gunnar Smári. ■ DAGBLÖÐ Samkvæmt fjölmiðla- könnun Gallup lesa um 78 þúsund manns smáauglýsingar Frétta- blaðsins á laugardögum. Sama dag lesa tæplega 37 þúsund manns smáauglýsingar DV. Smáauglýs- ingar Fréttablaðsins eru því lesnar af meira en tvöfalt stærri hópi en smáauglýsingar DV – 113 prósent fleiri nánar tiltekið. „Það að 78 þúsund manns lesi smáauglýsingar Fréttablaðsins og séu þar af leiðandi tilbúnir að kaupa eða selja vöru og þjónustu gerir smáauglýsingar Frétta- blaðins að öflugasta markaðs- torgi landsins. Stærstu verslun- armiðstöðvar á Norðurlöndum myndu fagna því að fá svona marga viðskiptavini á Þorláks- messu,“ segir Ásmundur Helga- son, sölustjóri flokkaðra auglýs- inga hjá Fréttablaðinu. Ásmundur vill benda á að þrátt fyrir þá miklu athygli sem smáauglýsingar Fréttablaðsins nái kosti aðeins frá 995 krónum að auglýsa í blaðinu. „Það er í raun hlægilegt verð,“ bætir hann við. ■ Birta: Mest lesna tímaritið TÍMARIT Birta, tímarit sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum, er mest lesna tímarit á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölmiðla- könnunar Gallup „Þetta er ótrúlegt,“ segir Þrá- inn Bertelsson, nýráðinn ritstjóri Birtu. „Þegar könnunin var gerð höfðu aðeins þrjú tölublöð af Birtu komið út. Eins og á við um öll blöð mun það taka Birtu lengri tíma að byggja upp sinn lesenda- hóp. En það er óneitanlega glæsi- legt að byrja í toppsætinu.“ Á eftir Birtu koma tvö önnur fríblöð á listanum yfir vinsælustu tímaritin; Magasín og Myndbönd mánaðarins. Af fylgiritum dag- blaðanna nær Viðskiptablað Morgunblaðsins mestum lestri en Séð & heyrt er vinsælasta sölu- tímaritið. ■ Frétt ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins: Hagnaður af rekstri og traustur efnahagur VINSÆLUSTU TÍMARITIN 1. Birta 2. Magasín 3. Myndbönd mánaðarins 4. Viðskiptablað Morgunblaðsins 5. Séð & heyrt 6. Gestgjafinn 7. Hús & híbýli 8. Fókus 9. Nýtt líf 10. Lifun 11. Mannlíf 12. Vikan 13. Bleikt & blátt LESTUR Á TÍMARITUM Birta er mest lesna tímarit landsins. Þitt eintak Viku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu birta 2. TIL 8. MAÍ 2003 hversu vel þekkjast bubbi og brynja? hvaða árstíð er þú? undir stjörnu- björtum himni sundfata- tískan bréf frá bryndísi 7dagskrásjónvarpsins þórirhið góða í manninum Fréttablaðið er mest lesið alla útgáfudag- ana og það blað Fréttablaðsins sem minnst er lesið er meira lesið en mest lesnu blöð hinna blaðanna. Fréttablaðið mest lesna dagblaðið á Íslandi Lestur á Fréttablaðinu eykst mikið frá síðustu fjölmiðlakönnun Gallup á sama tíma og dregur úr lestri á hinum dagblöðunum. Fréttablaðið hefur yfirburði á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni, meðal karla og kvenna og meðal yngra fólks jafnt sem eldra fólks. 0 10 20 30 40 50 60 70 OKT ‘02 MARS ‘03 OKT ‘02 MARS ‘03 OKT ‘02 MARS ‘03 31,5% 22,1% 57,3% 52,3%51,8% 61,7% +9,9 -5,0 -9,4 MIKLAR SVEIFLUR Meðallestur Fréttablaðsins óx um rétt tæp 10 prósentustig á sama tíma og meðallestur Morgunblaðs- ins féll um 5 prósentustig og DV um rúm 9 prósentustig. Fréttablaðið á laugardögum 67%1 Fréttablaðið á mánudögum 62%2 Fréttablaðið á þriðjudögum 62%3 Fréttablaðið á miðvikud. 61%4 Fréttablaðið á fimmtud. 60%5 Fréttablaðið á föstud. 59%6 Morgunblaðið á laugard. 57%7 Morgunblaðið á sunnud. 55%8 Morgunblaðið á föstud. 54%9 Morgunblaðið á mánud. 52%10 VINSÆLUSTU BLÖÐIN 78.000 lesendur 36.700 lesendur Fjöldi þeirra sem lesa allar smáauglýsingar eða að hluta á laugardögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ D V ÞÓREY EDDA FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ STEKKUR Á STÖNG Þórey Edda mætir með stöngina, fimleikasýning, tónlist, andlitsmálning, grillaðar pylsur, sykurfrauð, kaffi. Frambjóðendur U - listans verða á svæðinu. á Þórsplani við kosningamiðstöð VG í Hafnarfirði 2. maí frá kl. 16 - 18 Fréttablaðið: Mest lesnu smáauglýsingarnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.