Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 46
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Kjarkur Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Þetta er ótrúlegt. Maímánuður réttað byrja, kafaldsslydda í fyrra- dag og samt er maður strax kominn með samviskubit yfir því að vera ekki búinn að slá blettinn. Engin ungmenni sjást á götum úti því að þau sitja nú yfir samræmdum próflestri. Enn ein kynslóð sem er dæmd til að fara á mis við vorið. Skyldi þetta verða gott sumar? UM SVIPAÐ LEYTI og fíflarnir fara að springa út fáum við vonandi nýja stjórn. Kannski endurfæðist gamla stjórnin og hrókerar á stólum og kippir inn á einhverjum vara- mönnum sem lengi hafa vermt bekk- inn. Kannski kemur vinstri stjórn og það verður rauð hönd sem leiðir okk- ur næstu árin í staðinn fyrir þá bláu. ÞAÐ ER SKRÝTIÐ hvernig einn brandari smýgur um allt þjóðfélagið á örfáum dögum og fær mann til að hugsa um gömlu austantjaldsríkin þar sem enginn þorði að gagnrýna valdhafana – nema með gamansög- um. Í gær hitti ég þrjá aðila sem all- ir spurðu mig að því, hvort ég vissi hvað væri sérstakt við Bláu höndina. Og enginn gat gefið sér tíma til að bíða eftir svari heldur sögðu allir eiginlega samstundis: Það vantar á hana Baugfingurinn. KANNSKI verður það Rauða hönd- in eða Rauðhetta sem heldur um þræði valdsins eftir kosningar. Skrýtið hvað margir á þessu frið- sama landi okkar óttast valdið. Skuggalegast er þó þegar óttinn við valdhafana er svo mikill að fólk fer að gera eitthvað sem það ímyndar sér að sé valdhöfunum þóknanlegt – án þess að valdhafarnir hafi hreyft legg né lið, eða yfirleitt gefið vilja sinn til kynna. Það er vitanlega ekki valdhöfunum að kenna þótt einhverj- ir geri einhver asnastrik til að reyna að komast í mjúkinn hjá þeim – til dæmis með því að úthluta peningum sem þeir eiga klárlega ekki ráðstöf- unarrétt á. En það segir sína sögu um andrúmsloftið kringum valdið í þjóðfélaginu. Brandarinn um Baug- fingur gerir það líka. Þess vegna er ónotalegt að heyra hann endurtekinn svona oft. ■ Brandarinn um Baugfingur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.