Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 8
3. maí 2003 LAUGARDAGUR Bráðabirgðauppgjör sveitarfélaga gefa tilefni til bjartsýni: Dregur úr skuldaaukningu SVEITARFÉLÖG „Það er greinilegt að það er að draga örlítið úr skulda- aukningu sveitarfélaga,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Skuldaaukningin gæti orðið um tveir milljarðar á þessu ári, jafn- vel minni.“ Skuldir sveitarfélaga námu 70 milljörðum í ársbyrjun. Þó skuldaaukning dragist sam- an hefur hún ekki verið stöðvuð. Vilhjálmur segir að farið verði í viðræður við stjórnvöld um heild- arendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga. Hann segir að það þurfi ekki að þýða meiri skatta. Það geti einfaldlega þýtt að sveit- arfélög fái hlutdeild í tekjustofn- um ríkisins á borð við fjármagns- tekjuskatt. Vegna breytinga á skattalögum hafa sveitarfélög tapað útsvarstekjum sem hafa að hluta skilað sér í auknum fjár- magnstekjuskatti. Samkvæmt úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á bráða- birgðauppgjörum ársreikninga sveitarfélaga var fjögurra millj- arða halli á rekstri þeirra á síð- asta ári. Dregið hefur úr fjárfest- ingum sveitarfélaga og er líklegt að enn dragi úr þeim í ár. Þær voru ellefu milljarðar á síðasta ári en gert er ráð fyrir að fjárfesting- ar sveitarfélaga nemi níu til tíu milljörðum í ár. ■ VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Skoða verður tekjustofna sveitarfélaga. Sum sveitarfélög verða líka að sníða sér þrengri stakk. 110 þúsund tonna kvóti Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa úr norsk- íslenska síldarstofninum byggir á ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. SJÁVARÚTVEGUR Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra gaf í gær út reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofn- inum árið 2003. Verður leyfilegur heildarafli íslenskra skipa í ár 110.344 lestir. Stjórnvöld þurftu nú í fyrsta skipti að ákveða einhliða stjórnunaraðgerðir fyrir íslensk skip úr þessum stofni. Á síðasta ári var heildarkvóti íslensku skipanna 132.000 tonn. Veiðarnar í ár má hefja frá og með fimmta maí. Forsaga málsins er að Norðmenn neituðu að framlengja samning milli Íslands, Færeyja, Rússlands, Evrópusambandsins og Noregs um heildstæða stjórnun á stofninum. Hafa Rússar, Fær- eyingar og Evrópusambandið und- irritað tvíhliða samning við Nor- ðmenn um veiðarnar sem felur í sér verulega yfirfærslu veiðiheim- ilda frá Færeyjum og Evrópusam- bandinu til Noregs. Árni Mathiesen sagði íslensk stjórnvöld ekki hafa verið tilbúin til að undirrita slíkt samkomulag þar sem forsendur samningsins frá 1996 hefðu í engu breyst. Byggir ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla á ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins um 710.000 tonna heildarafla og helst hlutdeild Íslands sú sama og ef samningurinn við Noreg hefði ver- ið framlengdur. Vegna ákvörðunar Noregs munu íslensk skip hvorki hafa heimildir til veiða innan lög- sögu Noregs né Jan Mayen. Að öðru leyti helst aðgangur til veiða óbreyttur. Íslensk skip náðu að veiða útgefinn kvóta í fyrra og var meirihluti hans veiddur innan lög- sögu Jan Mayen og Svalbarða. Árni sagðist bjartsýnn á að íslensku skipin næðu að veiða útgefinn kvóta, þrátt fyrir að mega ekki veiða innan lögsögu Jan Mayen og Noregs. hrs@frettabladid.is ÁRNI MATHIESEN Sjávarútvegsráðherra kynnti reglugerð um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. ■ Evrópa AÐDÁUN „Ingibjörgu Sólrúnu var skilað og fæ ég hana lánaða fram yfir kosningar,“ segir Guðmundur Þór Kristjánsson sem stjórnar kosningaskrifstofu Samfylkingar- innar á Ísafirði. Um síðustu helgi var stórri mynd af Ingibjörgu Sól- rúnu sem prýddi vegg skrifstof- unnar stolið. Guðmundur var ánægður með þessa aðdáun þjóf- anna og bauðst til að fá myndina áritaða fyrir viðkomandi. Tvær stúlkur gáfu sig fram. „Þetta er engin glæpamennska heldur óbilandi aðdáun stúlkn- anna á Ingibjörgu Sólrúnu. Þær ætla að lána mér myndina fram yfir kosningar, en að þeim loknum fá þær hana aftur áritaða í sínar hendur,“ segir Guðmundur Þór. ■ MYNDIN AF INGIBJÖRGU SÓLRÚNU Stúlkurnar skiluðu Guðmundir Þór mynd- inni af Ingibjörgu Sólrúnu, en fá hana aft- ur áritaða eftir kosningar. Ísafjörður: Skiluðu Ingibjörgu Sólrúnu SAUTJÁN SLASAST Sautján rúm- enskir ferðamenn slösuðust þegar lítil rúta lenti í árekstri við fólksbíl og valt á hraðbraut í suðurhluta Frakklands. Ökumaður og farþeg- ar í fólksbílnum sluppu ómeiddir. SKOTÁRÁS Fimm létust þegar ítalskur karlmaður hóf skothríð á bæjarskrifstofum í þorpinu Aci Castello skammt frá Catania á Sikiley. Maðurinn lagði á flótta og er hans nú ákaft leitað. Á meðal fórnarlambanna var bæjarstjórinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.