Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 10
12 3. maí 2003 LAUGARDAGUR SUÐUR-AFRÍKA Stuðningsmaður suður-afríska landsliðsins hvetur sitt lið í leik gegn Jamaíka á mið- vikudag. Leikurinn markaði upphafið að baráttu Suður-Afríku fyrir að fá að halda lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í fótbolta árið 2010. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 30 1 2 3 4 5 6 MAÍ Laugardagur hvað?hvar?hvenær? 1 2 3 4 5 6 7 MAÍ Sunnudagur FÓTBOLTI Næstsíðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Níu af tíu leikjum umferðarinnar verða í dag en Arsenal fær Leeds í heimsókn á morgun. Allir leikj- anna skipta máli því enn er margt óútkljáð í baráttunni um titilinn, sæti í Evrópukeppnum og í fallslagnum. Í Lundúnum mætast félög með ólík markmið. Í dag leikur West Ham á heimavelli gegn Chelsea. Heimaliðið berst fyrir lífi sínu í deildinni en gestirnir keppa að sæti í Meistaradeild- inni. Á morgun fær Arsenal Leeds í heimsókn. Arsenal berst við Manchester United um meistaratitilinn en Leeds er ekki laust úr fallbaráttunni. Tapi West Ham hins vegar fyrir Chelsea í dag er Leeds hólpið. Keppni í 1. deild lýkur á morgun. Stoke og Reading keppa að því að halda sæti sínu í deild- inni. Stoke leikur við Reading, sem er meðal efstu liða, en Brighton heimsækir Grimsby, sem er þegar fallið í 2. deild. ■ WEST HAM - CHELSEA Frank Lampard (Chelsea) lék með West Ham í átta ár. Chelsea keppir að sæti í Meistaradeildinni og þarf sigur gegn West Ham í dag. West Ham þarf stigin þrjú engu síður en Chelsea því félagið stendur tæpt í fallbaráttunni. Enski boltinn um helgina: Hart barist á toppi sem botni US Open: 7.820 kepp- endur GOLF Opna bandaríska meistara- mótið verður haldið á Olympia Fields Country Club skammt utan Cicago 12. til 15. júní. Keppendur verða 7.820 og taka flestir þeirra þátt í undankeppni víðs vegar um Bandaríkin í næstu viku og aftur í byrjun júní. Mu Su, 13 ára gamall Flórídabúi, er yngstur keppenda en elstur er George Bellino frá Ohio, 68 ára. Níu fyrrum meistarar eru meðal keppenda, Ernie Els, Retief Goosen, Hale Irwin, Lee Janzen, Steve Jones, Tom Kite, Corey Pavin, Tom Watson og Tiger Woods. ■  13.00 Fífan Valsstúlkur og KR-stúlkur eigast við í undanúrslitum deildarbikarkeppni kvenna í fótbolta.  11.15 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Man. United og Charlton Athletic.  11.50 RÚV Formúla 1. Bein útsending frá tímatöku fyrir kappaksturinn á Spáni.  13.25 RÚV Þýski fótboltinn. Bein útsending frá leik í þýsku úrvalsdeildinni.  13.45 Stöð 2 Enski boltinn. Bein útsending frá leik West Ham United og Chelsea.  13.50 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Liverpool og Manchester City.  16.25 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Southampton og Bolton Wanderers.  1.00 Sýn Bein útsending frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mætast eru gulldrengurinn Oscar de la Hoya og Yory Boy Campas.  16.00 Egilshöll Keflvíkingar og Grindvíkingar eigast við í undanúrslitum deildabikar- keppni karla í fótbolta.  16.30 Fífan ÍBV mætir Breiðabliki í undanúrslit- um deildabikarkeppni kvenna í fót- bolta.  18.00 Akranesvöllur KR-ingar mæta Skagamönnum í undanúrslitum deildabikarkeppni karla í fótbolta.  11.30 RÚV Formúla 1. Bein útsending frá kapp- akstrinum á Spáni.  12.15 Sýn Enski boltinn, 1. deild. Bein útsend- ing frá leik Stoke City og Reading.  14.30 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Arsenal og Leeds United.  17.00 Sýn NBA. Bein útsending frá leik í úrslita- keppninni.  19.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Fréttaþáttur.  20.30 Sýn Sýnt frá evrópsku PGA-mótaröðinni í golfi.  21.30 Sýn Sýnt frá bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi.  22.00 RÚV Helgarsportið. Deildabikar KSÍ: Fyrsti leikur Sharpe á sunnudag? FÓTBOLTI Lee Sharpe hefur fengið leikheimild með Grindavík og leikur að öllum líkindum gegn Keflavík í undanúrslitum Deilda- bikarsins á sunnudag. Lee Sharpe kom til Grindavíkur fyrir tveimur mánuðum og fékk leikheimild á fimmtudag. Hann lék með Grind- víkingum í Canela-bik- arkeppninni, sem fram fór á Spáni fyrri hluta apríl, og þótti standa sig vel. Sigurvegarinn í leik Suður- nesjaliðanna mætir KR eða ÍA í úrslitaleik um næstu helgi. Undanúrslit deildabikarkeppni kvenna fara einnig fram um helgi- na. Valur og KR leika í dag og ÍBV og Breiðablik á morgun. Liðin sem sigra leika til úrslita eftir viku. ■ FÓTBOLTI Thierry Henry, leikmaður Arsenal, hefur verið valinn leik- maður ársins af samtökum breskra íþróttafréttamanna. Þetta eru önnur verðlaunin sem Henry hlýtur í vikunni, því sl. sunnudag var hann kjörinn leik- maður ársins af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Í öðru sæti, skammt á eftir Henry, varð Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy, leikmaður Manchester United. Í þriðja sæti varð Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, og í því fjórða lenti Gianfranco Zola, leikmaður Chelsea. Henry er fjórði Frakkinn sem hlýtur þessi verðlaun. Áður hafa þeir Eric Cantona, David Ginola og Robert Pires, samherji Henry, orðið heiðursins aðnjótandi. Thierry Henry hefur átt frábæra leiktíð með Arsenal. Hann er ellefti leikmaðurinn á Englandi sem er valinn leikmaður ársins bæði af leikmönnum og fréttamönnum sama árið. Verðlaunin voru fyrst afhent 1948 og þá bar goðsögnin Stanley Matthews sigur úr býtum. ■ HENRY Henry hefur átt frábæra leiktíð og hefur nú verið valinn leikmaður ársins bæði af íþróttafréttamönnum og starfsbræðrum sínum. Leikmaður ársins: Fréttamenn völdu Thierry HenryLEE SHARPE Sharpe er kominn með leikheimild.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.