Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 18
Frosti Logason, gítarleikari Mín-us og dagskrástjóri X-sins 977, hefur alla tíð verið rokkari. Hann byrjaði ungur að hlusta á Iron Maiden, Metallica, Guns ´n´ Roses og Mötley Crüe. Eftir það fikraði hann sig áfram inn í dauðarokkið. „Ég var dauðarokkari stærstan hlutann af unglingsárunum,“ segir Frosti. „Var með sítt hár niður á bak í skóm með stáltá, grænni her- mannaúlpu og dauðarokksbol. Þarna var ég að hlusta á Deicide, Death, Napalm Death, Goreguts, Atheist, Boltthrower, Morbid Angel og Massacre.“ Með tilkomu Nirvana varð Frosti víðsýnni og tók aðrar stefnur í sátt. Hann segist hafa tekið kúvendingu í tónlist árið 1994 með tilkomu Korn og Deftones. „Þá fauk hárið og Adidas-rokkaramúnder- ingar tóku við. Ég missti svo trúna á númetal-stefnuna þegar Limp Bizkit og Incubus skaut upp á sjón- arsviðið. Þá færðist áhuginn meira út í harðkjarnarokk. Fyrsta harð- kjarnabandið sem ég heyrði var Earth Crisis sem er gefið út af Vict- ory Records. Ég varð alveg dolfall- inn af því og byrjaði að reyna að spila svoleiðis í bílskúrnum. Það er svolítið skemmtilegt í ljósi þess að Mínus gefur núna út hjá útgáfunni. Eftir það hefur tónlistarsmekkur- inn dreifst víða.“ Þessi rokkgrunnur varð vald- andi þess að geisladiskasafn Frosta, sem telur um 1000 diska, er mestmegnis samansett af þungarokksplötum. Á síðustu árum hefur smekkurinn svo víkk- að og er aukið jafnvægi byrjað að myndast á milli stefna. Hann hef- ur t.d. áhuga á djass og safnar plötum Stan Getz, Chet Baker og Miles Davis, svo eitthvað sé nefnt. Hann er mikill diskasafnari, vill engu henda, sem er erfitt í ljósi þess að hann fær mikið af tónlist gefins vegna vinnu sinnar. „Ég vil aldrei henda geisladisk. Ég bý bara til pláss.“ Þetta mun vera ástæðan fyrir því að hægt er að finna diska með Scooter og Buttercup í safninu. „Sem er merki um það að ég hendi ekki frá mér diskum þó að mér finnist þeir vera algjört rusl.“ biggi@frettabladid.is 20 3. maí 2003 LAUGARDAGUR Sú minning úr æsku minni sem égheld að hafi orðið mér mest að gagni er rifrildi við kæra frænku mína,“ segir Einar Oddur Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins frá Flateyri. „Á þessum tíma lék ég mér mik- ið við frænku mína sem var mér mjög kær og er jafnaldri minn. Einn daginn varð mér á sú skyssa að þræta við hana. Hún sagði að besti maturinn væri „riz a la mande“ en ég hélt því fram að „citron froma- ge“ væri betri. Ég geri þá reginvillu að halda áfram að rífast við hana og halda þessu fram, þar til að hún tók til sinna sjálfsögðu ráða, tók skóflu og barði mig í hausinn. Við það kom gat á hausinn á mér, en pabbi henn- ar sá svo um að sauma saman,“ seg- ir Einar Oddur, sem náði fullum bata og náði síðar á lífsleiðinni fram þjóðarsátt sem formaður Vinnuveit- endasambands Íslands. „Mér hefur alltaf verið þetta rifrildi við frænku minnistætt, og ég veit að það var mjög rangt af mér að þræta við frænku mína. Ég veit núna og hef alltaf vitað síðan að konur hafa alltaf rétt fyrir sér, enda þræti ég aldrei við þær.“ ■ ■ FYRSTA BERNSKUMINNINGIN■ NAFNIÐ MITT ■ PLÖTUKASSINN MINN FROSTI LOGASON Á væntanlegri plötu Mínus, „Halldór Laxness“, má heyra tilvitnanir í rokksveitir á borð við Guns ‘n’ Roses og Mötley Crüe í lögunum „Who’s Hobo“ og „Here Comes the Night“. Alinn upp af rokktónlist Konur hafa alltaf rétt fyrir sér EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Lærði ungur að umgangast konur. -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% -30% Nú getur þú eignast 3 gæðaverkfæri frá B&D á verði tveggja. Juðari, stingsög og borvél saman í pakka á aðeins 11.900 kr. Pakkanum fylgir einnig kennsludiskur frá Black & Decker sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Geisla- diskur fylgir! ti lvalið í sumarbústaðinn nú aðeins: 11.900 kr. verð: 16.900 kr. 3fyrir2tilboð Kynning í ByggtogBúið í Kringlunni í dag milli kl. 14-17 og í Smáralind á morgun milli kl. 14-17. Algengt í ættinni Ég heiti í höfuðið á pabba mín-um, sem heitir í höfuðið á afa sínum,“ segir Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari í Maus. „Þetta er frekar algengt nafn í ættinni minni. Þegar mamma kall- ar á „Palla“ í matarboðum þá svörum við feðgarnir stundum báðir. Þetta er oft skemmtilegir ruglingur.“ ■ PÁLL RAGNAR PÁLSSON Oft skemmtilegur nafnaruglingur í fjölskyldunni. Móðurást Auðbrekku 2, Kópavogi Meðganga og brjóstagjöf Mikið vöruúrval

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.