Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 27
að enda svona þegar ég hætti að vinna.“ Einar hefur nóg fyrir stafni auk þess að vinna í Kola- portinu, syngur í Gerðubergs- kórnum, spilar á munnhörpu í messum og er í hljómsveitinni Vinabandinu. „Ég ligg ekkert í bælinu. Nú vantar mig bara rúm- lega hálft ár í áttrætt. Það er ekk- ert hægt að vera hressari,“ segir hann. Ýmislegt þarf að laga Magnea Bergmann hefur selt antíkvörur í Kolaportinu frá opn- un þess, aðallega vörur frá Dan- mörku. Áður var hún með versl- un á Klapparstígnum. „Ég er hérna til að láta tímann líða og hafa eitthvað að gera, ég er orðin svo gömul. Það er gott fyrir full- orðið fólk að hafa eitthvað um að hugsa,“ segir hún og bætir við að það sé mjög gefandi að vera inn- an um annað fólk. „Ég hitti marga sem ég þekki og svo kynn- ist maður nýju fólki eins og gengur.“ Hún segir viðskiptavin- ina tala töluvert mikið um kosn- ingarnar en sjálf sé hún ekki búin að ákveða hvað hún ætli að kjósa. Magnea segir söluna ganga ákaflega misjafnlega. „Stundum er hún sæmileg og svo getur hún verið léleg. Mér finnst þetta alltaf vera að versna. Hér er komið svo mikið af verslunum sem eru með ódýrar vörur þan- nig að við erum ekki samkeppn- ishæf lengur held ég.“ Hún segir að ýmislegt þurfi að laga í Kola- portinu, svo sem mála og laga gólf: „Mér finnst það orðið ansi þreytt, það mætti breyta því töluvert.“ Dýrara en áður Theódór Helgason segir að það sé mjög gott að koma í Kolaport- ið en hann kaupi oftast ekki mik- ið, stundum eitthvað með kaffinu og harðfisk. „Það er mjög gott að koma hérna, ég kem yfirleitt aðra hverja helgi,“ segir hann og bendir á að verðlagið hafi breyst með árunum: „Það er allt of dýrt hérna. Það er rosalegt verð á þessu dóti sem er sumt bara drasl.“ Theódór segist oft rekast á fólk sem hann þekki, vini og gamla vinnufélaga. Hann er orð- inn þó nokkuð spenntur yfir komandi kosningum: „Ég vil bara koma þessum gaurum frá sem eru núna. Það er einn flokk- ur sem mér líst vel á sem ég er að vona að komist að.“ Kemur til að hitta fólk Pétur Jónsson segist oft koma í Kolaportið um helgar síðan hann fluttist til Reykjavíkur fyrir sjö árum síðan. Hann segist aðallega koma til að hitta fólk en stundum kaupi hann fisk og bækur. Hann hefur orðið var við vaxandi kosn- ingastemningu í þjóðfélaginu en segist sjálfur ekki vera búinn að gera upp hug sinn, það geri hann ekki fyrr en undir lok kosninga- baráttunnar. Góður vinnustaður Guðjóna Ásgrímsdóttir sem sér um kaffiteríuna í Kolaportinu er ánægð með vinnustaðinn sinn enda er hún búin að starfa þar í um það bil níu ár. „Það er allavega fólk sem kemur hingað, allt frá rónum upp í ráðherra, og maður kynnist svo mörgum. Þetta er al- veg stórkostlegur vinnustaður. Ég myndi hvergi annars staðar vilja vinna en hér,“ segir hún og bætir við að hún eigi mikið af föstum viðskipavinum, brottfluttir Vest- mannaeyingar séu til að mynda tryggur hópur. „KR-ingar hittast líka hérna mikið. Þetta fólk kemur til að fá sér kaffi og með því. Ég veit næstum því hvað hver kúnni vill fá, þeir vilja fá sína upprúll- uðu pönnuköku og kaffibolla. Ég þekki orðið hvern og einn.“ Guð- jóna segist hafa orðið vör við að kosningahugur sé kominn í fólk en segist sjálf ekki ákveða hvað hún ætlar að kjósa fyrr en hún mætir á kjörstað: „Ég er ein af þeim.“ ■ LAUGARDAGUR 3. maí 2003 29 Opið alla daga 8–24Lyfja Lágm úla og Lyfja Smáratorgi Flottur kaupauki fylgir hverjum sundbol eða bikiní Oroblu kynnir glæsilega nýja baðfatalínu! Gildir 3.–4. maí eða á meðan birgðir endast.                                                                             !! "" #  $  !" #" "   $ % &  &  $ ' %   $  &  JANET BAILE Minnir á flóamarkaði í heimalandinu, Bretlandi. SNORRI MARKÚSSON Vildi sjá meiri fjölbreytileika í verslun í Kolaportinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.