Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 36
3. maí 2003 LAUGARDAGUR Var heilmikið hugsi eftir kanad-íska sjónvarpsmynd á RÚV síð- astliðið sunnudagskvöld. Myndin fjallaði um athafnir nokkurra jarðar- búa á „heimsenda“-kvöldi, en ragna- rök voru sumsé yfirvofandi sama kvöld klukkan 12 á miðnætti. Þar kom glögglega í ljós að misjafnt haf- ast mennirnir að. Ég sat svo eftir með ónotatilfinn- ingu í maganum og velti því fyrir mér hvað ég myndi gera á svona kvöldi. Það er auðvitað engin spurn- ing að síðustu klukkustundunum vildi maður eyða með þeim sem mað- ur elskar. En hvað myndi maður gera? Elda uppáhaldsmat allra við- staddra? Spila trivial eða eitthvað annað skemmtilegt? Tala? Vildi mað- ur vera sofandi eða vakandi þegar ósköpin dynja yfir? Fullur eða edrú? Ég veit svei mér ekki. Í kanadísku myndinni safnaðist múgurinn saman á torgum og hagaði sér eins og um gamlárskvöld væri að ræða. Einn lét gamlan draum rætast og hélt einleikstónleika, reyndar fyr- ir nánast tómum sal. Annar ákvað að „lifa“ kynlífsdraumana og fékk vændiskonur af öllum tegundum í heimsókn, eins og á færibandi. Það vakti þó athygli mína að menn voru almennt ekki sérlega góðir eða hjálp- legir hver við annan og margir bein- línis ofbeldisfullir og reiðir. En fyrst og fremst var mannfólkið skelfingu lostið og óttaðist það sem koma skyldi. Merkilegt hvað dauðinn er okkur dauðlegum framandi og skelfilegur, jafn óumflýjanlegur og hann er. En best er auðvitað að vita ekkert hvenær hann kveður dyra og reyna að hunskast til að verja því sem manni er úthlutað í sátt við guð og menn. ■ Sjónvarp EDDA JÓHANNSDÓTTIR ■ veltir því fyrir sér hvernig hún myndi verja lokakvöldinu á plánetunni jörð. Heimsendaþankar 20.00 Billy Graham 21.00 Praise the Lord 23.00 Robert Schuller 0.00 Miðnæturhróp C. Parker Thom- as 0.30 Nætursjónvarp – blönduð inn- lend og erlend dagskrá Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 10.15 4-4-2 (Snorri Már og Þorsteinn J.) 11.15 Enski boltinn (Man. Utd. - Charlton) 13.25 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) 13.50 Enski boltinn (Liverpool - Man. City) 16.00 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) 16.25 Enski boltinn (Southampton - Bolton). 18.30 Fastrax 2002 (Vélasport) 18.55 Lottó 19.00 Nash Bridges IV (10:24) (Lögregluforinginn Nash Bridges) 20.00 MAD TV (MAD-rásin) Geggjað- ur grínþáttur þar sem allir fá það óþveg- ið. Þátturinn dregur nafn sitt af sam- nefndu skopmyndablaði sem notið hefur mikilla vinsælda. 21.00 Joshua Then and Now (Joshua þá og nú) Kanadísk kvikmynd, byggð á bók eftir Mordecai Richler. Hér segir af óvenjulegu lífshlaupi Joshua Shapiro, rit- höfundar af gyðingaættum. Faðir hans er smáglæpamaður sem kvænist stúlku úr voldugri fjölskyldu. Fylgst er með ævi Joshua frá barnsaldri og fram á fullorð- insár. Leikstjóri myndarinnar var tilnefnd- ur til Gullpálmans. Aðalhlutverk: James Woods, Alan Arkin og Gabrielle Lazure. Leikstjóri: Ted Kotcheff. 1985. 23.00 Floyd Mayweather Jr - V. Sosa Útsending frá hnefaleikakeppni í Kali- forníu. Á meðal þeirra sem mættust voru Floyd Mayweather Jr. og Victoriano Sosa en í húfi var heimsmeistaratitill WBC-sambandsins í léttvigt. Áður á dag- skrá 19. apríl sl. 1.00 Oscar de la Hoya - Campas Bein útsending frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mætast eru gulldrengurinn Oscar de la Hoya og Yory Boy Campas en í húfi er heims- meistaratitill WBA- og WBC-samband- anna í veltivigt (súper). 4.00 Thrills (Nautnaseggir) Erótísk kvikmynd. Stranglega bönnuð börnum. 5.25 Dagskrárlok og skjáleikur 6.00 Me, Myself and Irene 8.00 For Love or Mummy 10.00 For Love or Country: The Arturo Sandoval 12.00 Digimon 14.00 For Love or Mummy 16.00 For Love or Country: The Arturo Sandoval 18.00 Digimon 20.00 Me, Myself and Irene 22.00 The Watcher 0.00 The Crossing Guard 2.00 About Adam (Meiri kallinn) 4.00 The Watcher 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 14.00 X-TV 15.00 Trailer 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík 12.30 Listin að lifa (e) 13.30 Mótor (e) 14.00 Jay Leno (e) 15.00 Yes, Dear (e) 15.30 Everybody Loves Raymond (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor Amazon (e) Hulunni var svipt af því hverjir munu keppa í þáttaröðinni Survivor; Amazon. Í henni munu 16 Bandaríkjamenn búa við Rio Negro, afskekkta á í miðjum Amazon- frumskóginum í upphafi rigningartíma- bilsins. Hitinn er geypilegur, þeim er ógnað af flóðum og mannætufiskum, villiköttum, bakkadrekum og risaslöngum og Mark Brunett en hann mun kynna nýjar reglur til sögunnar. Karlar munu nú berjast gegn konum. 18.00 Fólk með Sirrý (e) 19.00 Cybernet (e) 19.30 Life with Bonnie (e) Skemmti- legur gamanþáttur um spjallþáttastjórn- andann og skörunginn Bonnie Malloy sem berst við að halda jafnvæginu milli erfiðs frama og viðburðaríks fjölskyldu- lífs. Mennirnir í lífi hennar eiga svo fullt í fangi með að lifa af samveruna og samvinnuna við hana! Frábærir þættir sem fróðlegt verður að fylgjast með. 20.00 MDs 21.00 Leap Years 21.30 Dead Zone 22.00 Law & Order SVU (e) 22.50 Philly (e) 23.40 Tvöfaldur Jay Leno (e) 1.10 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Sjónvarpið 21.55 Skjár 1 21.30 Framhald af síðasta þætti. Walt liggur í dái og Johnny reynir að ná sambandi við hann. Hann kemst að því að Walt álítur sig þriðja hjól á vagni og að Sarah og Johnny eigi að vera saman. Sýnir þeirra reyna að drepa þá og þeir berjast á móti þeim en lenda síðan líka í baráttu við hvor annan. DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS 3. MAÍ 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (18:65) 9.08 Stjarnan hennar Láru 9.19 Engilbert (11:26) 9.30 Albertína ballerína (14:26) 9.45 Hænsnakofinn (4:4) 9.55 Babar (7:65) 10.18 Gulla grallari (28:52) 10.50 Viltu læra íslensku? 11.10 Kastljósið 11.50 Heimsmeistaramótið í ísknatt- leik Sýndur verður leikur Finna og Slóvaka í riðlakeppni heimsmeistara- mótsins sem nú stendur sem hæst. Slóvakar hafa unnið leiki sína á mótinu til þessa en Finnar töpuðu stórleik við Tékka 1-2 á miðvikudag og verða að ná sigri til að geta komist áfram í verðlauna- baráttuna. 13.25 Þýski fótboltinn 15.25 Snjókross (10:10) 15.50 Íslandsmótið í handbolta Bein útsending frá fjórða leik Hauka og ÍBV í úrslitum kvenna. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Smart spæjari (29:30) 18.25 Flugvöllurinn (14:16) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 20.25 Ást á ýmsum tímum (For All Time) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 2000 um mann sem ferðast í tíma og finnur ástina. En er hann tilbúinn að fórna öllu fyrir hana? Aðalhlutverk: Mark Harmon, David Lereaney, Mary McDonnell 21.55 Góðkunningjar lögreglunnar (The Usual Suspects) Spennumynd frá 1995. Lögreglan í New York tekur fimm bófa fasta vegna glæps. Eftir að þeim er sleppt ætla þeir að hefna sín en einhver annar heldur um stjórntaumana. Kvik- myndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Stephen Baldwin, Chazz Palminteri. 23.40 Barnaby ræður gátuna: Morðin í Badgers Drift Aðalhlutverk: John Nett- les, Daniel Casey, Jane Wymark, Laura Howard, Elizabeth Spriggs, Jonathan Firth og Richard Grant. e. 1.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 38 Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Stephen Baldwin, Chazz Palm- interi, Pete Postlethwaite, Kevin Pollak og Benicio Del Toro, heil breiðsíða af stjörnum kemur við sögu í spennumyndinni Góðkunningjar lögreglunnar (The Usual Suspects) sem er frá 1995. Lögreglan í New York tek- ur fimm þekkta smábófa fasta vegna bílráns. Eftir að þeim er sleppt ætla þeir að hefna sín en einhver annar heldur um stjórn- taumana. Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára. Leikstjóri er Bryan Singer. 8.00 Í Erilborg 8.25 Dagbókin hans Dúa 8.50 Tiddi 9.00 Með Afa 9.55 Litla risaeðlan 6 11.10 Finnur og Fróði 11.25 Kalli kanína 11.35 Yu Gi Oh (15:48) 12.00 Bold and the Beautiful 13.20 Alltaf í boltanum 13.45 Enski boltinn 16.10 Viltu vinna milljón? (e) 17.10 Sjálfstætt fólk (e) 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.50 Two Ninas (Tvær Nínur) Bráð- skemmtileg gamanmynd um óheppnasta náunga í heimi. Honum virðast allar bjargir bannaðar en þá gerist kraftaverk- ið. Tvær gullfallegar stúlkur falla fyrir óheillakrákunni og lífið blasir við honum. En í nýjum aðstæðum fylgja bæði kostir og gallar. Getur það samt virkilega verið að hann sé verr settur en áður þegar á allt er litið? Aðalhlutverk: Bray Poor, Cara Buono, Amanda Peet 2000. 21.25 The New Guy (Nýi gæinn) Bráð- skemmtileg kvikmynd um ungan mann sem gjörbreytir um stíl í þeirri von að öðlast viðurkenningu annarra nemenda. Dizzy verður seint talinn svalasti strákur- inn í miðskólanum sínum. En daginn sem hann er rekinn úr skólanum ákveð- ur Dizzy að taka málin í sínar hendur. Hann er staðráðinn í að verða mesti og besti töffarinn, hvað sem það kostar. Dizzy veit hvað til þarf en hans vegna skulum við vona að enginn komist að áformum hans. Aðalhlutverk: DJ Qualls, Eliza Dushku og Zooey Deschanel. 2002. 22.55 The Thomas Crown Affair (Thomas Crown-málið) Lífið leikur við Thomas Crown. Hann veit ekki aura sinna tal og er umvafinn kvenfólki. Samt er Thomas ekki fullkomlega ánægður. Hann sækist sífellt eftir nýrri áskorun. Þegar ómetanlegu málverki er stolið í New York bendlar enginn Thomas við málið nema lögreglukonan Catherine Banning. Það er eitthvað í fari auð- mannsins sem hún ein fær séð. Getur verið að Catherine hafi rétt fyrir sér? Að- alhlutverk: Pierce Brosnan, Rene Russo, Denis Leary og Ben Gazzara. Leikstjóri: John McTiernan. 1999. 0.45 Eye Of the Beholder (Eins og skugginn) Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Ashley Judd, Patrick Bergin og Genevieve Bujold. Leikstjóri: Stephan Elliott. 1999. Stranglega bönnuð börnum. 2.25 The Hunley Aðalhlutverk: Arm- and Assante, Donald Sutherland, Alex Jennings og Christopher Bauer. 1999. Bönnuð börnum. 3.55 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí Góðkunningjar lögreglunnar Dead Zone Búlúlala Abbessiníukeisari heitir Negus Negusi, og Negus Negusi segir: Búlúlala. Öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins, finnst unun að heyra Negus Negusi tala. Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins, sem ekki hlusta á Negus Negusi tala. Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi, ég er Negus Negusi. Búlúlala. Steinn Steinarr SJÖ DAGAR TIL STEFNU Heimir Már Pétursson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.