Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 3. maí 2003 39 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Tónlistarveisla Dead End Funk-Jazz Doctuz bjartasta vonin á Músíktilraunum Gleðilegt sumar! Í dag efnum við til fjölskylduhátíðar og tónlistarveislu við hverfaskrifstofurnar í Mjódd og Spönginni. Verið velkomin að njóta fjölbreyttra skemmtiatriða og góðra veitinga. Síminn á hverfaskrifstofunum er 533 4343. Fjölskylduhátíð í dag Mjódd Breiðholti frá kl. 15:00-16:30 Spöngin Grafarvogi frá kl. 13:00-14:30 LúðrasveitGrilluð svínarif Hljómsveit André Bachmann og félaga Fjölskyldan í fyrrirúmi Country Barbecue Fallhlífastökkvarar lenda við hverfaskrifstofurnar kl 14:45 í Spönginni og kl. 15:00 í Mjódd. (Háð veðri) FÓLK Hinn frægi tónleikastaður The Viper Room, sem er í eigu Johnny Depp, á á hættu að verða lokað. Fyrr- um viðskiptafélagi Depp sakaði leik- arann um fjársvik fyrir tveimur árum og kærði. Maðurinn heldur því fram að Depp hafi haldið frá honum vit- neskju um eignarhald í öðrum fyrir- tækjum og þannig svikið hann um milljónir dollara. Eftir að hafa lagt inn kæruna hvarf maðurinn sporlaust. Lögreglurannsókn í kjölfar kærunnar hefur nú leitt til þess að yf- irvöld eru að velta því fyrir sér að loka staðnum. Búist er við því að dóm- urinn í málinu verði ákæranda í hag. Dómur verður kveðinn upp í næstu viku. Verið er að rannsaka hið undar- lega hvarf samstarfsmanns Depp. The Viper Room hefur verið vin- sæll tónleikastaður í Los Angeles í áraraðir og margar heimsfrægar sveitir stigið þar á svið. Staðurinn er einnig þekktur fyrir það að leikarinn River Phoenix lést á gangstéttinni fyr- ir utan hann eftir að hafa tekið inn of stóran skammt eiturlyfja í gleðskap sem fram fór innandyra. ■ KELLY LYNCH Leikkonan Kelly Lynch mætir í opnunarteiti Tribeca Film Festival. Kvikmyndahátíðin, sem á að verða árlegur viðburður í New York, var sett í annað skiptið á fimmtudag. Johnny Depp: Berst við að halda næturklúbbi opnum JOHNNY DEPP Á á hættu að næturklúbbi hans, The Viper Room, verði lokað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.