Fréttablaðið - 03.05.2003, Síða 44
Íslendingar eiga næstbestakaffibarþjón í heimi. Hún heitir
Ása Jelena Petterson og við eig-
um hana ekki ein. Hún er fædd í
Svíþjóð, en alin upp í norður Nor-
egi. Ása fékk silfurverðlaun á
heimsmeistaramóti kaffibarþjóna
sem haldið var í Boston. „Þetta
var ótrúlega gaman,“ segir Ása og
brosir út að eyrum. „Það voru
keppendur frá 27 löndum í þess-
ari keppni. Það var Ástrali sem
vann, en hann keppti í fyrra og
komst þá ekki í úrslit.“ Íslending-
ar náðu ágætum árangri í fyrra og
voru meðal tíu efstu. Næsta ár er
Ása staðráðin í að taka gullið.
„Ekki spurning. Ég lærði mjög
margt í þessari keppni. Því sam-
hliða henni er kaupstefna og
fræðsla.“ Ása hefur verið kaffi-
barþjónn í rúm tvö ár. Kom til Ís-
lands að loknu námið í klæðskera-
iðn. „Ég ákvað að taka mér hlé
áður en í færi í verklega hlutann.“
Hún flutti á Selfoss og fór að
vinna hjá Sjóklæðagerðinni.
Þaðan fór hún að vinna hjá
Kaffitári. „Þá opnaðist mér nýr
heimur. Ég hafði áhuga á víni og
það gildir það sama um kaffið að
mismunandi jarðvegur og skil-
yrði í hverju landi hafa áhrif á
eiginleika kaffisins.“ Hún viður-
kennir að ríkt sé í henni að hella
sér út í það sem hún hefur áhuga
á. „Já, ég er þannig manneskja.
Mér finnst áskorun alltaf
skemmtileg. Reyna að gera betur
allan tímann.“ Íslenskunni hefur
hún tekið sem áskorun. Hún talar
fallega og blæbrigðaríka ís-
lensku. „Ég tók nú ekkert sér-
staklega á henni. Fór ekki í hefð-
bundið nám. Lærði hana bara á
götunni,“ segir hún og hlær, tek-
ur af borðunum og snýr sér síðan
að því að brugga heimsmeistara-
kaffi handa næsta kúnna.
haflidi@frettabladid.is
46 3. maí 2003 LAUGARDAGUR
Ég hef fengist við margbreytilegverkefni um ævina. Þegar mér
er réttur matseðill á veitingastað
rifjast oft upp fyrir mér sumarið
sem ég starfaði sem fararstjóri og
leiðsögumaður í gömlu Júgóslavíu.
Það sumar var það fyrsta verk mitt
á hverjum morgni að þýða matseðla
dagsins á hverju hóteli sem farþeg-
arnir dvöldu á. Matseðlarnir voru á
serbókróatísku og þýsku og svo
kom íslensk þýðing mín. Yfirleitt
aðstoðuðu yfirþjónar eða yfirkokk-
ar á hótelunum mig við þýðingar.
Þegar á sumarið leið var ég orð-
in nokkuð sleip í algengustu réttum
sem veitingastaðir hótelanna buðu
upp á. Föstudagsmorgun einn, þeg-
ar ég þurfti að fara snemma af stað
og yfir landamærin til Ítalíu til að
fara með farþega í flug og sækja
nýja, var ég óvenju snemma á ferð-
inni við að þýða matseðlana. Á einu
lúxushótelinu þar sem alla föstu-
daga var viðhafnarkvöldverður,
svokallaður „gala“-kvöldverður,
var enginn mættur í eldhúsið nema
kokkur, sem talaði ekkert nema
serbókróatísku. Ég fékk matseðil-
inn hjá honum á því tungumáli,
kannaðist við flesta réttina og snar-
aði á okkar ylhýra. Forréttinn hafði
ég þó aldrei heyrt nefndan, en sá að
þarna var eitthvað steikt á ferðinni.
Ég bað serbneska matsveininn með
handapati og þeim fáu orðum sem
ég kunni í móðurmáli hans að lýsa
fyrir mér hvað hann hygðist steikja
í forrétt. Hann lýsti með látbragði
kvikindinu sem hann ætlaði að
bjóða gestum; - sló á læri sér og gaf
frá sér hljóð sem líktust helst bra,
bra eða kvak, kvak - og ég vissi
strax hvað hann meinti. Ég skellti á
blað: Forréttur: Steikt andalæri.
Ég kom til baka um kvöldmatar-
leytið. Þegar ég kom á Hótel
Metropol stóð hátíðarkvöldverður-
inn yfir og ég sá strax að það var
skrýtinn svipur á landanum sem
var að byrja að borða. „Ásta mín“,
kallaði einn á mig, „ósköp er nú rýr
öndin hér í Júgóslavíu.“ Mér var lit-
ið á diskinn hjá honum og sá strax
herfileg þýðingarmistök mín.
Þarna lágu fjögur steikt froska-
læri! Ekki kláruðu margir af okkar
fólki af forréttadiski sínum þetta
kvöld. ■
Sagan
■ Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismað-
ur, segir sögu af herfilegri þýðingarvillu
og skorar á Kristrúnu Heimisdóttur að
segja næstu sögu.
Persónan
■ Ása Jelena Petterson er silfurverð-
launahafi í keppni kaffibarþjóna. Hún er í
fremstu röð eftir aðeins rúmlega tveggja
ára starf á Kaffitári.
Öndin var ósköp rýr
Samnorrænn
kaffimeistari
NÆSTBEST Í
HEIMI
Íslendingar eiga
silfurverðlaunahafa
kaffibarþjóna. Við
eigum hann ekki
einir því Ása er
fædd í Svíþjóð og
alin upp í norður
Noregi.
Áfjölsóttum fundi Samfylk-ingar á Ísafirði í vikunni
bar kvótamál á góma. Lýður
Árnason héraðslæknir lét þar
gamminn
geisa og lýsti
því að hann
hefði afnot
af hús, bíl og
heilsugæslu
á Flateyri
sem allt væri
í eigu ríkis-
ins. Hann
bar saman
sín kjör við
kvótakerfi í
sjávarútvegi þar sem útgerðar-
menn leigja og selja óveiddan
fisk úr eigu þjóðarinnar. Lýður
sagði að þessi iðja sægreifanna
jafnaðist á við það að hann
myndi selja jeppann, leigja ein-
býlishúsið og flytja heilsugæsl-
una austur á Hornafjörð.
Þrumuræða læknisins vakti
mikla athygli og óspart var
klappað. Lýður mun skemmta
Sjálfstæðismönnum í Krúsinni á
Ísafirði á mikilli kosningahátíð
um helgina. Sjálfstæðimenn
bíða þess með öndina í hálsinum
hvort Lýður haldi áfram að tala
um framsalið á læknabústaðn-
um og jeppanum...
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Davíð
Oddsson er ekki höfundur handrits að Opin-
berun Hannesar eftir Hrafn Gunnlaugsson.
Davíð er Höfundur stafrófsins.
Fréttiraf fólki
ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR
„Hann lýsti með látbragði kvikindinu sem
hann ætlaði að bjóða gestum.“
O p i ð h ú s – O p i ð h ú s
Að Gvendageisla 20–28 Grafarholti.
Eingöngu er um 4ra herbergja 127 fm íbúðir að ræða
ásamt stæði í bílageymslu. Möguleiki er að taka ódýrari
íbúðir upp í. Sölumaður frá Lyngvík fasteignasölu tekur
vel á móti gestum á milli kl. 14.00 og 16.00
sunnudaginn 4. maí. nk.
Lyngvík fasteignasala
Síðumúla 33
Sími: 588-9490
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T