Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 28
Hver verður niðurstaðan? „Það er erfitt að spá í niður- stöður væntanlegra kosninga, því staðan er flókin og tvísýn, og því má allt eins búast við stjórnarkreppu og pattstöðu sem tekur töluverðan tíma að leysa úr,“ segir Gunn- laugur um horf- urnar eftir kosn- ingar. „Segja má að tvær ólíkar fylkingar séu að berjast um völd- in, þeir sem vilja stöðugleika og óbreytt ástand (Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn) og þeir sem vilja breytingar og nýjar áhersl- ur (Samfylking- in, Vinstri grænir, Frjálslyndir og Nýtt afl).“ Að mati Gunnlaugs eru að- stæður þær að þjóðin er frekar jarðbundin og raunsæ þessa dagana og peningar það sem öllu skiptir. „Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna er skuldum vafinn, enda efnishyggja mikil og kröf- ur háar, meðal annars hvað varðar húsnæði, bíla, frístundir og svo framvegis. Fjármálin, meðal annars skattamál, eru því mál málanna.“ Stöðugleikakenningin Gunnlaugur telur að tveir möguleikar séu helstir í stöð- unni. „Í fyrsta lagi má tala um „stöðugleikakenningu“ sem byggir á því hversu miklir efnis- hyggjumenn við Íslendingar erum. Hún gengur út á það að í ljósi þess að fjármálin eru aðal- atriði megi búast við að baráttan á milli „stöðugleika“ og „breyt- inga“ leiði til sigurs þeirra sem vilja stöðugleika. Margir sem vilja breytingar óttast óstöðug- leika vegna persónulegrar skuldastöðu og munu því þegar á hólminn er komið taka „styrka stjórn efnahagsmála“ fram yfir jafnréttismál, velferðarmál, há- lendismál og breytingar á kvóta- kerfi. Samkvæmt því heldur stjórnin velli (ef svo verður tel ég eigi að síður að um töluverða endurskoðun verði að ræða á stjórnkerfi landsins á næstu árum). Breytingakenningin Í öðru lagi má tala um „breyt- ingakenningu“, sem byggir á því að mikillar þreytu sé tekið að gæta í þjóðfélaginu með núver- andi ástand. Ef slíkt verður ofan á og stjórnin fær minnihluta at- kvæða liggur beint við að álykta að Samfylkingin, Vinstri grænir og Frjálslyndir reyni að mynda ríkisstjórn. Það er hins vegar ekki víst að slík stjórnarmyndun gangi greiðlega, né að slík stjórn reynist stöðug eða langlíf. Mögulegt afbrigði við breyting- arkenninguna er að Halldór verði jókerinn í spilastokknum.“ Gunnlaugur segir að ef ætti að neyða hann til að velja einn af nokkrum erfiðum og tvísýn- um valkostum, þá myndi hann helst giska á að stjórnin haldi velli vegna áðurnefndrar efnis- hyggu og ótta við óstöðugleika, en það sé alls ekki gefið mál. „Ástæðan er þá sú að ég tel Íslendinga mikla efnishyggju- menn, þjóðin og heimilin eru skuldsett langt úr hófi fram og því held ég að óttinn við óstöð- ugleika verði yfirsterkari þegar á hólminn er komið. En þetta er alls ekki gefið mál. Það sem er víst er að kosningar verða tví- sýnar og að í kjölfarið munu taka við erfiðar samningavið- ræður sem væntanlega leiða til breytinga, endurnýjunar og upp- stokkunar á stjórnkerfi lands- ins.“ 30 3. maí 2003 LAUGARDAGUR STEINGEIT Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hver er hún: Fædd 31. desem- ber 1954 í Reykjavík. Maki er Hjörleifur Sveinbjörnsson. Tvö börn. Býr á Nesvegi. Sagnfræð- ingur. Þingmaður Kvennalistans frá 1991. Borgarstjóri í Reykjavík 1994 til 2003. Forsætisráðherra- efni Samfylkingarinnar. Persónuleiki: Ingibjörg er jarð- bundin, ákveðin og fylgin sér. Hún er skynsöm og öguð í hugsun, beinskeytt og vel máli farin. Hún á auðvelt með að komast að kjarna þeirra mála sem vekja at- hygli hennar. Hún er meiri tilfinn- ingavera en flestir gera sér grein fyrir, er næm, samúðarfull og við- kvæm, en er um leið töluverð prívatmanneskja og felur því þennan þátt persónuleika síns, og getur fyrir vikið virst harðari en hún í raun er. Ingibjörg er mikil baráttukona og setur félagslegt réttlæti á oddinn. Fyrir hvað stendur hún: Ingi- björg berst fyrir jöfnuði og rétt- læti. Hún vill stuðla að jafnrétti kynjanna og leggur aukna áherslu á velferðarmál, meðal annars nýja sókn í menntamálum. Hún er á móti óheftri frjálshyggju og vill jafnari skiptingu auðs og tekna, meðal annars í formi hækkunar skattleysismarka. Ingibjörg er fylgjandi Evrópusamstarfi og vill fyrningarleið í fiskveiðistjórn. Hverjir græða á að kjósa hana: Þeir sem vilja breytingar og auk- inn jöfnuð í þjóðfélaginu. Félags- hyggjufólk og konur sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu. Þeir sem vilja að þjóðfélagið tryggi þegnum sínum sterkt og ör- uggt velferðarkerfi, meðal annars hvað varðar menntamál (gott fyrir námsmenn) og heilbrigðismál. Hverjir tapa: Þeir sem vilja óbreytt ástand og núverandi valdahlutföll, meðal annars frjáls- hyggjumenn og kvótaeigendur. Hvað er fram undan: Ingibjörg er augljóslega að ganga í gegnum mikið breytingatímabil, tímabil endurnýjunar og uppstokkunar, en veturinn 2003-04 tekur við tölu- vert annað ástand, tími aga, al- vöru og ábyrgðar (Satúrnus). Hún verður þá undir töluverðu álagi. MEYJA Halldór Ásgrímsson Hver er hann: Fæddur 8. sept- ember 1947 á Vopnafirði. Maki er Sigurjóna Sigurðardóttir. Þrjú börn. Býr í Seljahverfi. Löggiltur endurskoðandi. Þingmaður frá 1974. Sjávarútvegsráðherra 1983- 91, utanríkisráðherra 1995-2003. Formaður Framsóknarflokksins. Persónuleiki: Halldór er jarð- bundinn í grunneðli sínu. Hann er varkár og íhaldssamur í fram- kvæmdum, en fær um að takast á við óvænt verkefni. Hann er ná- kvæmur og frekar hægur í vinnu, en seiglast áfram og kemst þang- að sem hann ætlar sér. Hann leyn- ir á sér. Í fyrsta lagi er hann létt- ur tilfinningalega, stríðinn og töluverður húmoristi. Hann er jafnlyndur og geðgóður. Í öðru lagi er hann frjálslyndari og eirð- arlausari en hann virðist við fyrstu sýn og því tilbúinn að vera í forystu nýrra stefnumála, ef þörf krefur. Fyrir hvað stendur hann: Stöð- ugleika og þróun. Uppbyggingu atvinnulífs. Segja má að Halldór sé bæði ‘umsjónarmaður’ hinnar gömlu samvinnustefnu og þeirra hagsmuna sem hún stendur fyrir og einnig forgöngumaður í því verkefni að finna Samvinnuhreyf- ingunni og Framsóknarflokknum sess í nútímanum. Hverjir græða á að kjósa hann: Þeir sem vilja stöðugleika og hægfara umbætur. Kvótaeigend- ur, sjávarútvegsfyrirtæki, fram- kvæmdamenn í virkjanamálum og vegagerð. Venjulegir borgarar sem vilja framfarir, án of mikils umróts, og frjálsræði án kaldrar frjálshyggju. Hverjir tapa: Þeir sem vilja róttækar og skjótar breytingar á íslensku þjóðfélagi. Hvað er fram undan: Eftir erf- ið ár er að birta til. Þetta getur þýtt ýmislegt. Í fyrsta lagi að Halldór verði í lykilstöðu í stjórn- málum næstu ára. Í öðru lagi að hann fari út úr stjórnmálum og taki að sér þægilegt og vel borgað embætti. Báðir valkostir leiða til léttara lífs fyrir Halldór sjálfan. Í þriðja lagi gæti pattstaða í lok kosninga leitt til þess að á endan- um verði leitað til Halldórs, því hann er maður sem getur bæði varið óbreytt ástand og haldið inn á nýjar brautir. KRABBI Guðjón A. Kristjánsson Hver er hann: Fæddur 5. júlí 1944 á Ísafirði. Maki er Maríanna Barbara Kristjánsson. Sjö börn. Býr á Ísafirði. Skipstjóri 1967-97. Forseti farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands 1983-99. Vara- þingmaður 1991-95 (D). Þingmað- ur síðan 1999 (F). Formaður Frjálslynda flokksins. Persónuleiki: Guðjón A. er krabbi og náttúrubarn, alinn upp við sjósókn og hetjuskap. Hann er feiminn og hlédrægur í grunneðli sínu, en eins og algengt er um slíka karlmenn setur hann upp skel sem bæði getur verið hrjúf og hressileg, eftir aðstæðum. En bak við skelina slær hjarta manns sem hefur sterkar tilfinningar og hvatir. Í framkvæmdum á hann bæði til að vera varkár, þver og íhaldssamur og stórtækur, hvat- vís og drífandi. Þar skiptir máli hvort viðkomandi mál vekja áhuga hans eða ekki. Fyrir hvað stendur hann: Fyrst og fremst baráttumaður fyrir breytingum á kvótakerfinu. Vill að þegnum landsins verði skilað aftur auðlindum til lands og sjáv- ar. Berst gegn frjálshyggju, en að- hyllist frjálst markaðskerfi og hafnar ríkisforsjá. Hverjir græða á að kjósa hann: Íbúar minni byggðarlaga og landsbyggðarfólk. Þeir sem vilja breyta kvótakerfinu. Sjómenn. Einnig þeir sem vilja hrista upp í þjóðfélaginu og koma á breyting- um. Hverjir tapa: Kvótaeigendur og þeir sem vilja stöðugleika og óbreytt ástand. Hvað er fram undan: Satúrnus er á leið inn í Krabbamerkið og því er töluvert álag og vinna fram undan á næstu 2-3 árum. Það mun töluvert reyna á Guðjón, annars vegar þarf hann að treysta flokk sinni í sessi, og hins vegar að axla ábyrgð vegna mála sem hugsan- lega hafa ekki vakið áhuga hans áður. Ekki er ólíklegt að hann komi til með að gegna lykilhlut- verki á komandi árum, en hann mun ekki fá hlutina upp í hend- urnar án vinnu og baráttu. GUNNLAUGUR GUÐMUNDS- SON STJÖRNU- SPEKINGUR Gunnlaugur spáir í framtíð leiðtoga stjórnmálaflikk- anna út frá stjörnuspeki. Margir halda því fram að kosningar eigi aðsnúast um málefni og að horfa eigi fram- hjá þeim persónum sem taka þátt í kosninga- baráttunni. Spurning er hins vegar hvort hægt sé að aðskilja málefni frá þeim mönnum sem eiga að framfylgja þeim. Að mati Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings er það ekki hægt, því málefni er eitt, en kraftur til að fram- fylgja málinu eftir er annað. Einnig skiptir máli hvort leiðtoginn býr yfir persónulegri stað- festu. Stendur hann við það sem hann segir? Og er „samhljómur“ á milli persónuleika leið- togans og þess málefnis sem hann boðar? Til að varpa ljósi á persónuleika leiðtoga sex stærstu flokkanna hefur Fréttablaðið beðið Gunnlaug að skoða málið. Hvernig eru leiðtogarnir í raun veru?& Jarðbundin, ákveðin og fylgin sér Náttúrubarn með sterkar tilfinningar og hvatir Varkár og íhaldssamur húmoristi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.