Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 34
2. maí 2003 FÖSTUDAGUR36 CONFESSIONS. bi 14 kl. 8 og 10.30 JUST MARRIED1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 ABRAFAX m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2 og 4 GULLPLANETAN m/ísl.tali kl. 2 THE HUNTED b.i. 16 kl. 6 JOHNNY ENGLISH 2, 4, 6, 8 og 10.10 KANGAROO JACK Forsýning kl.8Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 Sýnd í lúxus kl. 3. 6 og 9 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 8NÓI ALBINÓI kl. 68 FEMMES Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd í lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THUNDERPANTS kl. 4 DREAMCATCHER kl. 8 og 10.10 kl. 2, 4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTT...NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 2, 4 og 6 RECRUIT bi 16 kl. 8 og 10.30 hvað?hvar?hvenær? 30 1 2 3 4 5 6 MAÍ Laugardagur kl. 3 og 10THE PIANIST kl. 4 og 6JOHNNY ENGLISH Forsýning kl. 10.10 Ókeypis myndasögur ALÞJÓÐLEGUR DAGUR MYNDASÖGUNNAR Hugleikur Dagsson, Pétur Yamagata og Ómar Örn Hauksson standa fyrir myndasöguráðstefnu í Nexus og útgáfu myndasögublaðs í til- efni dagsins. Gestir eru hvattir til þess að mæta sem myndasögupersónur. „Við hvetjum fólk til þess að koma í strumpabúningum, sem Svalur & Valur eða sem eitthvað ofurmenni. Allir krakkar sem eiga búninga fá ókeypis myndasögur.“ STUTTMYNDASYRPA SÝND KL. 4 EUROPE IN SHORTS SÝND KL. 4 GAMLA BRÝNIÐ SÝND KL. 6 ÉG ER ARABI SÝND KL. 8 10 DANSMYNDIR SÝND KL. 8 STEVIE SÝND KL. 10 ALT OM MIN FAR SÝND KL. 10 HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍÐ ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Félag harmonikuunnenda heldur sitt árlega vorball í Básnum, Ölf- usi.  24.00 Hljómsveitin Papar spilar i Mekka Sport, Dugguvogi.  24.00 Hljómsveitin Á móti sól spil- ar á Champions Café við Gullinbrú.  Land og synir með ball á Gauki á Stöng.  Mannakornin Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson spila á Kringlu- kránni.  DJ Kári og Svartfuglarnir, Savsir og hljómsveitin DOD koma fram á Reggí- hátíðinni miklu á Grand Rokk.  Geirmundur spilar á Players í Kópa- vogi.  Eurovision-söngskemmtun í beinni á Broadway. Dansleikur á eftir með hljómsveitinni Hunang.  Le’ Sing á litla sviðinu í Broadway. Le’ Sing er leiksýning í anda leikhús- sportsins þar sem leikarar, söngvarar og grínistar skemmta og þjóna gestum.  Hljómsveitirnar Shango Band og Englishman frá Jamaíku leika reggítón- list eins og hún gerist best á Fjöru- kránni í Hafnarfirði.  Hljómsveitin 3some spilar á Celtic Cross.  Tvö dónaleg haust halda uppi fjör- inu á Dubliner.  Stórsveit Ásgeirs Páls á Gullöld- inni.  Sumarhátíð Gullfoss & Geysis verð- ur haldin í Leikhúskjallaranum í kvöld.  DJ Gay-Lord & DJ Skjöldur verða á Spotlight í kvöld.  Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir á Ara í Ögri.  DJ Biggi á miðhæðinni á 22.  Hljómsveitin Tvöföld áhrif skemmtir á Odd-vitanum, Akureyri. Á annari plötu Goldfrapp rærdúettinn inn á poppaðri mið. Minna fer fyrir rólegheitunum sem einkenndu fyrstu plötuna og hljóm- urinn blygðunarlaus óður til hljóð- gerflahafs níunda áratugarins. Búið er að skipta út dularfulla spæjarayfirbragðinu að mestu fyr- ir glaum og glamúr. Aukin áhersla er lögð á uppsveifluna og það er greinilega að koma föstudagskvöld hjá leyniþjónustustúlkunni Allison Goldfrapp, frábærri söngkonu dúettsins. Bjarkaráhrifin, sem voru sterk á frumrauninni, eru nánast horfin. Enn leynast þó áhrif frá Ennio Morricone og Angelo Badalamenti. Goldfrapp staðsetur sig tónlist- arlega með þessari plötu mitt á milli dreymandi tóna Portishead og núverandi stuðsveiflu Moloko. Það virðist vera að mótast rafpoppsena í Bretlandi sem er undir sterkum 80’s áhrifum og eru flestar í betri kantinum. Uppáhaldslög voru „Crystalline Green“, „Train“, „Hairy Trees“ og „Strict Machine“ sem minnir meira en lítið á Blondie. Þessar stuðtilraunir Goldfrapp heppnast ágætlega. Verandi sá dramafíkill sem ég er mun fyrri platan þó líklegast oftar verða fyr- ir valinu þegar kemur að því að gera upp á milli platnanna. Tvær fínar plötur í röð. Gold- frapp fær aukaprik í virðingar- kladdann með þessari útgáfu og gæti náð upp á meginstrauminn. Framtíðarafkvæmum verður svo tekið opnum örmum. Birgir Örn Steinarsson GOLDFRAPP: Black cherry Umfjölluntónlist Spæjarar í stuði Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Í dag geta áhugasamir fengið gefins myndasögur í versluninni Nexus við Hverfisgötu. Blásið verður til hátíðar og sýna íslenskir myndasöguhöfundar verk sín. Tilefnið er alþjóðlegur dagur myndasögunnar. MYNDASÖGUR Það verður líflegt í myndasöguheimum í dag. Mynda- söguverslunin Nexus ætlar nefni- lega að gefa 2300 myndasögur í kynningarskyni. Þannig gefst þeim sem hafa haldið sig fyrir utan ramma myndasagnanna af ein- hverjum ástæðum tækifæri til þess að kynna sér bókmenntagreinina. Í dag er nefnilega alþjóðlegur dagur myndasögunnar. „Þessi dagur var haldin í fyrsta skipti í fyrra í Bandaríkjunum,“ segir Pétur Yamagata, umsjónar- maður myndasögudeildar Nexus. „Þetta gengur út á það að útgef- endur og myndasögubúðarekend- ur taka sig saman og gefa bunka af myndasögum. Með þessu degi er verið að sýna breiddina sem er í myndasögum í dag. Þetta eru ekki bara ofurhetjusögur eða Andrés Önd heldur líka annað skemmti- legt sem er að koma út. Í okkar til- felli ætlum við líka að sýna hvað er að gerast í íslenskum mynda- sögum.“ Öll erlendu blöðin sem gefin verða eru nýleg. Um 30 titlar verða í boði og má þar nefna fyrsta tölu- blaðið af „Ultimate X-Men“ eftir Mark Millar, hið gegnsýrða „Milk & Cheese“, sem Hugleikur Dagsson lýsir sem árás á skynfærin, fyrsta blaðið í nýrri bandarískri seríu af ævintýrum Andrésar Andar og nýtt blað eftir Jhonen Vasquez auk fjölda vísindaskáldsagna og ofurhetju- sagna. Í tilefni dagsins ætlar Nexus að standa fyrir fyrstu myndasöguráð- stefnu landsins í húsakynnum sín- um á Hverfisgötu 103. Þar kynnir nýtt fyrirtæki, Teiknimyndastúdíó Íslands, starfsemi sína og gestum verður veitt innsýn í íslenska myndasögugerð. „Ungir og eldri myndasöguhöf- undar ætla að sýna síður sem verða hengdar upp á veggi salarins. Þar ætlar t.d. Megas að sýna myndasögu sem hann gerði árið 1953. Ómar og Hugleikur ætla svo að gera stóra myndasögu í glugga Nexus ef veður leyfir.“ Ómar og Hugleikur söfnuðu svo saman íslenskum höfundum í blað sem gefið verður á staðnum. Sjálfir eiga þeir sögur í blaðinu. Ómar safn- aði saman seríu sinni „Two Tubby Bitches“ sem fjallar um tvo kunnug- lega myndasögubúðarmenn. Hug- leikur á tvær sögur. Önnur þeirra heitir „American Baby“ og segir Pétur hana vera „algjört meistara- stykki“. Hugleikur vinnur nú að bókinni „Drepið okkur“ sem mun vera sjálfstætt framhald bókarinn- ar „Elskið okkur“ frá því í fyrra. Myndasöguráðstefnan hefst kl. 15 og stendur til kl. 20 í kvöld. biggi@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T MONEY COMES EASY... when you don’t have limiting money-beliefs. Workshop May 10-11 Identify your money beliefs - Challenge them - Open to abundance Gitte Lassen, s: 861-3174

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.