Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 14
16 3. maí 2003 LAUGARDAGUR Þú slakar á og VIÐ SJÁUM UM HRINGDU Í OKKUR! Sími 520 9300 Elís 897 6007 Viggó 863 2822 Halldór 864 0108 Gunnar 690 9988 Birkir 659 2002 Elísabet 861 3361 Páll 896 0565 Guðrún 867 3629 Kristinn 897 2338 Pétur 893 9048 Hrafnhildur 899 1806 Suðurlandsbraut Þetta eru gífurlegir hagsmunirfyrir Ísland,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra um Kyoto samningana á fundi Fram- sóknarflokksins í Garðabæ. Siv sagði Kyoto-samningana vera einn stærsta pólitíska sigurinn á kjörtímabilinu. Ef hið séríslenska ákvæði í Kyoto-samningnum, sem fjallar um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda, hefði ekki náðst í gegn, sagði Siv, hefði ekk- ert getað orðið úr byggingu og stækkun álvera á Grundartanga, í Straumsvík og á Reiðarfirði. Hún sagði ákvæðið, sem felur í sér aukna heimild Íslendinga til losunar gróðurhúsalofttegunda, vegna sérstakra aðstæðna hér á landi – þar sem hlutur endurnýj- anlegrar orku er meiri en annars staðar– ekki hafa gengið í gegn þrautalaust. Það hafi kostað mikla baráttu. Hún gagnrýndi stjórnar- andstöðuna fyrir að hafa sýnt málinu lítinn stuðning. „Samfylkingin gerði grín að okkur þegar við reyndum að ná þessu ákvæði í höfn,“ sagði Siv. „Vinstri grænir hafa alltaf talað gegn því, þrátt fyrir að umhverf- isráðherrar annarra landa hafi sýnt þessu ákvæði skilning. Frjálslyndir hafa farið út og suður í þessu. Þessir flokkar hafa ekkert stutt við bakið á okkur í þessari baráttu og nú ætla þeir að nota svigrúmið, sem þetta ákvæði hef- ur í för með sér, því án þess yrði engin uppbygging stóriðju, til þess að lækka skatta. Það er mjög sérstakt að vera í þessum sporum. Nú ætla allir að nota það sem við höfum komið í höfn.“ ■ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Sagði sérákvæði um Ísland í Kyoto-samn- ingunum vera eitt stærsta hagsmunamál Íslendinga á síðari tímum. Líkti því við út- færslu landhelginnar. Siv Friðleifsdóttir ræddi um Kyoto-bókunina: Samfylkingin gerði grín Um Evrópusambandið: Þurfum að ræða Evr- ópumálin Menn verða að vera menn tilþess að fara í gegnum Evrópu- málin og það á ekki að vera að ásaka menn eins og mig, eins og stundum er gert, um það að ég vilji afsala fullveldi Íslands,“ sagði Hall- dór í svari við fyrirspurnum um Evrópumál á fundinum í Garðabæ. „Við höfum deilt fullveldinu með Evrópumönnum með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Halldór. „Við erum þegar að yfirtaka löggjöf frá Evrópu, sem við höfum engin áhrif á.“ Halldór lagði á það áherslu að það væri mikilvægt að skoða hvort fæli í sér meira fullveldisafsal, samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið eða hugsanleg aðild að Evrópusambandinu. „Þetta verðum við að fara almennilega í gegnum,“ sagði Halldór. „Það er þessi um- ræða sem Framsóknarflokkurinn hefur beitt sér fyrir.“ ■ Flokkurinn verður brátt níræð-ur,“ sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í ræðu sinni á opnum stjórnmála- fundi framsóknarmanna í Garða- bæ í vikunni. „En hann er samt ekkert sérstaklega gamall,“ hélt hann áfram. „Hann hefur reynst þjóðinni vel. Hann hefur aldrei skipt um nafn og hann hefur aldrei skipt um kennitölu. Hann kannast við sína fortíð. Mér finnst eins og Samfylkingin kannist ekki við Alþýðuflokkinn, kannist ekki við Kvennalistann og skammist sín fyrir Alþýðubandalagið. Þeir vita ekki í hvaða takti þeir eiga að ganga. Það er eitt í dag og annað á morgun.“ Hagvöxtur í tíð Framsóknar „Hvers vegna er mikilvægt að Framsóknarmenn verði í aðstöðu til að vera í ríkisstjórn?“ spurði Halldór. „Svarið við því er fyrst og fremst sá árangur sem við höf- um náð síðan við fórum í ríkis- stjórn. Við komum inn í ríkis- stjórn 1995 og hvernig var um- horfs þá? Það ríkti mikil stöðnun í íslensku samfélagi. Það hafði eng- inn hagvöxtur verið um margra ára skeið. Síðan 1995 hefur aftur á móti verið hagvöxtur að meðaltali á hverju einasta ári upp á 3,4%. Í nýútkominni þjóðhagsspá er því spáð að meðalhagvöxtur næstu fjögurra ára verði 3,5%. Það hef- ur aldrei komið fyrir áður í sögu okkar lýðveldis að slíkt hagvaxt- arskeið hafi komið í þjóðfélaginu. Okkur hefur tekist að auka kaup- mátt verulega og okkur hefur tek- ist að treysta velferðarkerfið. Okkur tókst líka að koma á þjóðar- sáttasamningum árið 1989, í ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar og þeir samningar urðu grund- völlur að stöðugleikanum þegar fram liðu stundir.“ Forysta í uppbyggingu stóriðju „Við höfum verið í forystu fyr- ir uppbyggingu stóriðju,“ hélt Halldór áfram. „Við höf- um verið í forystu fyr- ir uppbyggingu virkj- ana, og það hefur ekki alltaf verið auðvelt mál. En um það hefur skapast góð sátt í samfélag- inu þrátt fyrir allt.“ Hann sagði það alltaf vera umdeilanlegt þeg- ar ráðist væri í miklar framkvæmdir, en framsóknar- menn teldu það vera skyldu sína að nýta auðlindir landsins þjóð- inni til framdráttar, „til þess að skapa fleiri störf og til þess að treysta velferðarkerfið.“ Halldór sagði Framsóknar- flokkinn vilja halda áfram á þess- ari braut og beindi máli sínu að skattalækkunum í því sambandi. „Við viljum halda áfram að lækka skattana,“ sagði hann, „og við telj- um að það sé til þess svigrúm. En við teljum hins vegar að það sé ekki ótakmarkað svigrúm til þess. Útgjöld ríkisins hafa vaxið á und- anförnum árum af eðlilegum ástæðum. Þjóðin er að eldast, heil- brigðiskerfið er að eflast, mennta- kerfið er að eflast og þetta krefst allt saman fjármuna. Allt þetta krefst þess að við aukum tekjur samfélagsins og á þeirri braut viljum við halda áfram.“ Halldór ræddi um sölu á fjármálastofnunum ríkisins sem dæmi um slíka tekju- öflun, en lagði á það áherslu að Framsóknarflokkurinn vildi ekki ganga jafn langt í einkavæðingu og margir aðrir. Hann vildi til dæmis ekki einkavæð- ingu í heilbrigðis- kerfinu, né heldur einkavæða Íbúðar- lánasjóð eða Lána- sjóð íslenskra námsmanna. gs@frettabladid.is Við höfum reynst þjóðinni vel Sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, á kosningafundi flokksins í Garðabæ. Hann lagði áherslu á verðmætasköpun og stöðugleika í ræðu sinni. Ég geri mér ekki alveg greinfyrir því hvernig þetta dæmi á að ganga upp hjá þeim,“ sagði Halldór um skattatillögur Sjálf- stæðisflokksins. „Okkar tillögur gera ráð fyrir lækkunum á tekjuskatti upp á 14 milljarða, hækkun á barnabótum upp á 2,3 milljarða. Það eru 16,3 milljarð- ar.“ Hann sagði Framsóknar- flokkinn hafa verið gagnrýndan fyrir þessar tillögur þegar þær komu fyrst fram. „En eftir að hafa legið yfir málinu með nokkrum hagfræðingum,“ sagði Halldór, „þá taldi ég að hér væri um ábyrgar tillögur að ræða. Ég treysti mér ekki til þess að legg- ja til skattalækkanir upp á 30 milljarða. Ég sé ekki hvernig það er hægt án þess að reka rík- issjóð með verulegum halla, eða þá að beita niðurskurði í velferð- arkerfinu.“ ■ PÁLL MAGNÚSSON Fundarstjóri var Páll Magnússon, sem skip- ar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. KO SNINGA F U N D I R Halldór um skattatillögur Sjálfstæðisflokksins: Treysti mér ekki í slíkar tillögur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.