Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 26
Fréttablaðið leit við í Kolaport-inu um hádegisbilið einn vor- daginn. Þá var enn lítið að gera en fisksali nokkur fullvissaði blaða- mann um að þegar liði á daginn ætti eftir að fjölga verulega og dró svo upp munnhörpuna sína og spilaði. Í Kolaportinu, sem er í Toll- húsinu á Tryggvagötu 19, eru um fimmtíu sölubásar. Þar er selt allt milli himins og jarðar, svo sem eld- gamalt dót úr geymslum, tískufatn- aður, harðfiskur og austurlenskar styttur. Margir koma reyndar í öðrum erindagjörðum en að kaupa, til að skoða fjölbreytt mannlífið og hitta vini og kunningja. Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins, segir oft myndast sérstakt samband oft myndast á milli kaupmanna og viðskipta- vina enda séu það gjarnan fram- leiðendurnir sjálfir sem selja sína vöru. Kaupir gamalt dót úr geymslum Unnur Guðjónsdóttir kemur oft í Kolaportið og hefur gert í mörg ár: „Um hverja helgi og finnst það vera skemmtilegt,“ segir hún. „Ég er alltaf að kaupa dót sem ég þarf ekkert að nota, fylli allt hjá mér af smádóti. Þetta er mjög gaman.“ Hún segir stemninguna svipa til þess sem gerist á flóamörkuðum í útlöndum, í Svíþjóð og í Kína þó að það hafi aðeins breyst. Í byrjun hafi verið mikið um fólk sem var að selja úr eigin búi en nú sé orð- ið meira af verslunarfólki sem selur á sama verði og í búðunum: „En það er samt alltaf við og við fólk sem er að selja úr geymslum og það er aðallega hjá því sem ég versla og finnst gaman að kaupa,“ segir hún. Unnur segist fyrir löngu vera búin að ákveða hvaða flokk hún ætli að kjósa og finnst vera kominn nokkur kosningahiti í fólk. „En ég er nú líka orðin leið á þessum stjórnmálamönnum. Þeir eru alltaf að segja það sama.“ „Þá bara slekkur maður á útvarp- inu og fer út, í Kolaportið.“ Utanbæjarfólk er iðið við að kaupa skó Snorri Markússon er búinn að selja skó í Kolaportinu frá árinu 1997. Hann segir það hafa gengið upp og ofan en yfirleitt hafi salan verið þokkaleg. „Það eru margir sem koma hingað og kaupa sér kartöflur, fá sér kaffi og setjast niður. Það fólk er ekkert endilega að versla en fólkið utan af landi er hins vegar góðir kúnnar.“ Snorra finnst að það mætti vera meiri fjöl- breytileiki í versluninni: „Mér finnst orðið fullmikið af stórum söluplássum, það mætti vera meiri gróska hjá minni aðilum.“ Hann segir sumarið vera góðan árstíma í Kolaportinu en að hann hafi ekki orðið var við mikla kosninga- stemningu. Sjálfur er hann ekki heldur búinn að ákveða hvaða flokkur fær hans atkvæði. Líkist enskum flóamörkuðum Janet Baile, sem er ferðalangur frá Bretlandi, segir að sér lítist nokkuð vel á Kolaportið þótt hún hafi ekki keypt neitt enn sem kom- ið er. Henni finnst vöruúrvalið nokkuð gott, það sé ágætis samtín- ingur úr öllum áttum. Hún segir Kolaportinu svipa til flóamarkaða í Englandi þótt ef til vill sé venjan þar að selja meira af fatnaði. Útlendingarnir kaupa Guðrún Anna Óskarsdóttir hefur unnið í Kolaportinu frá því í ágúst á síðasta ári og segist líka það ágætlega. Hún selur harðfisk, reyktan lax og hrossakjöt en sam- kvæmt henni eru viðskiptavinirn- ir oft frekar í eldri kantinum. „Ég veit alveg hverjir koma á laugar- dögum og hverjir á sunnudögum, það eru fastakúnnar.“ Hún býst við að það verði nóg að gera í sum- ar: „Þá eru útlendingarnir mikið í laxinum.“ Viðskiptavinir Guðrún- ar Önnu eru að hennar sögn að komast í kosningagír en sjálf seg- ist hún vera óákveðin um hvað hún ætlar að kjósa. Eldhress að selja fisk Einar Magnússon hefur unnið í Kolaportinu í níu ár við að selja fisk, eða allt frá því að hann komst á eftirlaunaaldur og hætti að vinna í Granda. Hann segist stundum þegar hann var ungur hafa spjallað við eldri karla sem þótti allt ómögulegt í lífinu: „Þeg- ar ég talaði við þá hugsaði ég með mér, nei andskotinn, ég ætla ekki 28 3. maí 2003 LAUGARDAGUR EINAR MAGNÚSSON Hefur unnið í Kolaportinu frá því hann komst á eftirlaunaldurinn og hætti að vinna í Granda. Almanakið sýnir að það er komið sumar og Kolaportið iðar yfirleitt af mannlífi á þessum árstíma. Forvitnilegar konur ganga um með hatta, KR-ingar sitja á kaffiteríunni og spjalla og erlendir ferðamenn bragða á þjóðlegum réttum. Allt frá rónum í ráðherra FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Kemur í Kolaportið um hverja helgi. Tökum vel á móti sumrinu og bjóðum 25% afslátt af öllum gallapilsum í dag B æ j a r l i n d 6 K ó p a v o g i • E d d a u f e l l i 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.