Fréttablaðið - 03.05.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 03.05.2003, Síða 24
26 3. maí 2003 LAUGARDAGUR Vorinu fylgja útskriftarpróf ítónlistarskólunum. Í Söng- skóla Reykjavíkur eru fimmtán verðandi söngvarar að klára átt- unda stigið í námi sínu, sem er lokastig í hefðbundnu söngnámi. Þau halda öll tónleika á næstu vikum, yfirleitt tvö og tvö saman, og fá gjarnan til liðs við sig úr- vals hljóðfæraleikara. Lára Bryndís Eggertsdóttir er ein þessara fimmtán söngnema. Hún er ekki nema 23 ára, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún auk söngsins lokið áttunda stigi í bæði píanóleik og orgelleik, auk þess að hafa klárað fjórða stigið í fiðluleik. „Það má því segja að ég sé að klára 28. stigið í vor ef þetta er allt tekið saman,“ segir hún með bros á vör. Lára Bryndís byrjaði sex ára að læra á píanó í Tónlistarskóla Kópavogs. „Ég tók fiðluna líka með og tókst að klára fjórða stig- ið en gafst þá upp. Þetta var frek- ar erfitt samband milli mín og fiðlunnar.“ Betur gekk hins vegar með píanóið. Hún var hins vegar ekki fyrr búin með áttunda stigið þar en hún skráði sig í Tónskóla þjóð- kirkjunnar í orgelnám, sem hún kláraði líka. „Svo lauk ég einleikaraprófi á orgelið í fyrra og kantorspróf tók ég í hittifyrra.“ Í góðum gír í orgelinu Á sumrin hefur Lára leikið á orgel í messum bæði í Hallgríms- kirkju og Langholtskirkju. Einnig hefur hún leikið á tónleikum, með- al annars á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Á síðasta ári hélt Lára til Sví- þjóðar þar sem hún sótti tíma í orgelnámi við tónlistarháskóla þar. Hún komst að í konsert- organistadeild í þeim skóla og hóf nám þar síðastliðið haust. „Ég var í ofsalega góðum gír í orgelinu. Venjulega eru gerðar kröfur um þriggja ára nám í kirkjutónlist áður en maður kemst inn í konsertdeildina, en ég fékk að sleppa því. Síðan var ég búin að fá styrk til framhalds- náms en varð síðan bara að sitja heima og spila ekki neitt.“ En þá dundi ógæfan yfir. Þegar hendurnar bregðast „Ég þurfti að bila í höndunum og hef verið óspilafær í allan vet- ur. Olnboginn er búin að vera í einhverri vitleysu. Það er tennis- olnbogi og golfolnbogi og ég veit ekki hvað. Þetta byrjaði síðasta vor og var svo að malla í mér yfir sumarið. Um vorið var ég að spila stykki eftir Cesar Franck sem gerir ráð fyrir einhverjum ofur- höndum. Ég er hins vegar ekki með stærstu hendur í heimi þannig að þetta var vont álag. Orgelið er heldur ekki heppileg- asta hljóðfæri í heimi, maður er alltaf að teygja hendurnar eitt- hvað upp fyrir sig. Síðan var ég sennilega allt of dugleg að æfa mig. Þar á ofan var ég að gera ým- islegt óskynsamlegt, fór í flúða- siglingar og þvíumlíkt.“ Hellti sér í söngnámið „Í vetur hef ég því ekkert get- að gert nema að syngja. Þetta er samt hægt og rólega að koma, ég er aðeins farin að byrja að spila aftur. Planið er að halda áfram með orgelið ef þetta lagast, ég ætla að reyna að fara aftur út í haust.“ Lára Bryndís hefur hins vegar notað tímann vel í vetur til þess að klára söngnámið, sem hún byrjaði á fyrir aðeins fjórum árum. „Ég var reyndar búin að fara í nokkra einkatíma áður en ég byrj- aði á söngnáminu fyrir alvöru,“ segir hún. „Svo er ég búin að syngja í kórum síðan ég veit ekki hvenær. Söngnámið gengur líka hraðar af því ég er með þennan tónlistarlega bakgrunn úr hljóð- færanáminu.“ Fyrsti kórinn var barnakór Hjallasóknar, sem Friðrik Krist- insson stjórnaði. Að því búnu lá leiðin í Gradualekórinn í Lang- holtskirkju. „Ég söng með honum frá því ég var ellefu ára, og er ennþá í þrem- ur kórum í Langholtskirkju. Ólöf Kolbrún Harðardóttir var radd- þjálfari í öllum kórunum og hún hefur verið kennari minn hér í Söngskólanum. Hún er alveg þrusugóð.“ Fyrir utan allt annað er Lára í kvartett sem kallast Djúsí. „Við erum fjórar stelpur sem vorum í Gradualekórnum og fór- um allar í MR. Það var reyndar pabbi einnar okkar sem ýtti okkur af stað. Við tókum þrisvar þátt í söngkeppni MR, fyrst þegar við vorum í þriðja bekk, sextán ára mýslur í jakkafötum með hatt. Síð- an unnum við loks í síðasta sinnið sem við tókum þátt í keppninni.“ Lára segir kvartettinn Djúsí ennþá í fullu fjöri, þótt starfsemin liggi reyndar niður í augnablikinu vegna þess að ein þeirra er stödd í Danmörku. En þær hafa verið að syngja í saumaklúbbum, afmælum og fleiri samkomum. Árið 2001 tóku þær líka upp geisladisk. „Hann fór að vísu ekkert á topp tíu, hann er meira bara gerður fyr- ir okkur sjálfar og okkar nánustu. Við vorum fengnar til þess að kynna á söngkeppninni í MR eftir að við vorum hættar, og þá sung- um við líka aðeins með hljómsveit. Við fengum þessa stráka síðan til þess að spila með okkur inn á þennan disk.“ Barokkið heillar Útskriftartónleikar Láru verða 25. maí. „Við verðum tvær saman með tónleika hér í skólanum. Það er búið að hóa í klarinettuleikara, fiðluleikara og sellóleikara.“ Lára er í þremur kórum með- fram söngnáminu, svo væntan- lega kemst fátt annað að hjá henni. „Þetta er bara einhver tegund af ofvirkni sem beinist í þessa átt frekar en eitthvert annað. Ég hef verið hrikalega dugleg að æfa mig.“ Í söngnum segist hún sér- staklega hafa gaman af því að syngja barokktónlist. Hún við- urkennir að reynslan af kirkju- tónlistinni eigi væntanlega drjúgan þátt í þeim áhuga. „Ég spila náttúrlega mikið af barokktónlist á orgelið. Ég er heilmikið inni í þeirri tónlist og barokkið er bara svo stór hluti af þessum orgeltónbókmenntum að maður kemst varla hjá því að fá áhuga á því. Það er engin sér- þekking hér innan skólans á barokktónlist. Annars hef ég gaman af að syngja svo til hvað sem er sem hentar minni rödd.“ Til útskýringar segist hún vera með létta sópranrödd, sem „passar í allt sem er með ein- hvers konar kóleratúr og ekkert voðalega dramatískt. Ég er að minnsta kosti ekki með rödd í að syngja Wagner.“ gudsteinn@frettabladid.is Einhver tegund af ofvirkni Lára Bryndís Eggertsdóttir er ein fimmtán nemenda sem ljúka lokastigi, eða því áttunda, í söng nú í vor. Lára hefur einnig lokið áttunda stigi bæði í píanó- og orgelleik, auk þess sem hún hefur tekið fjórða stig á fiðlu. Á BÓLAKAFI Í TÓNLIST Fátt kemst að í lífi Láru annað en tónlistin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LÁRA BRYNDÍS EGGERTSDÓTTIR Hefur notað tímann í vetur til að klára söngnám, en stefnir á framhaldsnám í org- elleik.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.