Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 2
2 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR „Já, í öllum þjóðþingum er raðað eftir stærð þingflokka.“ Þingflokksherbergi Samfylkingarinnar er orðið of lítið. Framsóknarflokkurinn situr hins vegar í næst- stærsta herberginu í Alþingishúsinu. Jóhann Ár- sælsson er varaformaður þingflokks Samfylkingar- innar. Spurningdagsins Jóhann, viljið þið herbergi Framsóknarflokksins? Launaþróun síðustu fjögurra ára: Ráðamenn hækka umfram almenning KJARAMÁL Laun ráðherra og al- þingismanna hafa hækkað um nærri 50% frá árinu 1999. Á sama tíma hafa laun á al- mennum vinnumarkaði hækkað um 27%. Laun opinberra starfs- manna og starfsfólks í bönkum hafa hins vegar hækkað talsvert meira, eða um 38%. Kjaradómur gerði nokkrar breytingar til að einfalda upp- byggingu launa þingmanna í maí 1999. Eftir það námu laun al- þingismanna 295 þúsund krón- um. Eftir nýjustu hækkun Kjaradóms frá því á kjördag eru launin komin upp í 438 þúsund krónur. Á sama tíma hafa laun forsætis- ráðherra hækkað úr 584 þúsundum í 871 þúsund. Laun annarra ráðherra voru 531 þúsund krónur eftir hækkunina í maí 1999. Nú eru mánaðarlaun þeirra 786 þúsund krónur. Af þessu sést að laun til ráða- manna hafa hækkað um nærri helming á sama tíma og laun á al- mennum vinnumarkaði hækkuðu um fjórðung. Forvígismenn laun- þega hafa sagt að þeir telji eðlilegt að miða við nýjustu hækkanir Kjaradóms til handa ráðamönnum við gerð kjarasamninga um næstu áramót. Hækkunin nam tæpum 20%. ■ Heimildir til Flugmálastjórnar endurspegluðu ekki raunkostnað: Ráðuneyti vanræktu skyldur sínar í fjárlagasmíð STJÓRNSÝSLA Samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið eru átalin af Ríkisendurskoðun fyrir að hafa ekki tryggt að beiðnir um fjár- veitingar til Flugmálastjórnar gæfu rétta mynd af kostnaði við þau verkefni sem nefnd voru til sögunnar hverju sinni. Ofangreint kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Flugmálastjórn. Bent er á að bók- hald Flugmálastjórnar á árinu 2001 endurspegli ekki framsetn- ingu fjárlaga og að ársreikningar hafi ekki verið í samræmi við þá framsetningu. Á sama tíma og 626 milljónir hafi verið á ónotuðum fjárheim- ildum Flugmálastjórnar hafi gjöld vegna flugvalla stofnunarinnar verið 660 milljónum hærri en fjárheimildir. Alþingi verði að ákveða hvernig eigi að greiða úr þessu. Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við fram- kvæmdir á Reykjavíkurflugvelli; skýra þurfi hvaða fjárheimildir hafi legið að baki meiriháttar við- gerðum á flugturninum á Reykja- víkurflugvelli á árunum 2001 og 2002. ■ Ríkið hafni kröfum flugumferðarstjóra Ríkisendurskoðun vill að ríkið hætti að verða við ósanngjörnum launa- kröfum flugumferðarstjóra og láti sverfa til stáls hóti þeir verkfalli. STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun vill að ríkið láta á það reyna næst þeg- ar flugumferðarstjórar hóta verk- falli hvort þeir séu tilbúnir að fórna verðmætum alþjóðasamn- ingi sem greiðir stærstan hluta launa þeirra. Í nýrri stjórnsýsluskoðun Rík- isendurskoðunar á Flugmálastjórn segir að flugumferðarstjórar fái mun betri laun en aðrir starfs- menn Flugmálastjórnar. Eins hafi þeir fengið mun meiri launahækk- anir á síðustu árum en aðrir ríkis- starfsmenn. Ríkisendurskoðun bendir á að erlend flugfélög og alþjóðasamfé- lagið greiði 84% af launum flug- umferðarstjóranna samkvæmt samningi um þjónustu á íslenska flugumsjónarsvæðinu. Samning- urinn sé hins vegar í hættu komi til verkfalls flugumferðarstjóra. Erlendir aðilar geti annað þjónust- unni og því sé fyrirsjáanlegt að hún komist í þeirra hendur kjósi íslenskir flugumferðarstjórar verkfallsvopnið. „Sætti flugumferðarstjórar sig ekki við sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn verður ríkisvald- ið að gera það upp við sig hvort slíkt er eðlilegt eða sanngjarnt. Komist ríkisvaldið að því að svo sé ekki verður það að láta á það reyna hvort flugumferðarstjórar eru tilbúnir til þess að ná fram kröfum sínum með vinnudeilum. Ef flugumferðarstjórar eru tilbún- ir í slíkar aðgerðir verða þeir hins vegar að axla ábyrgð á því hvort þessi þjónusta verður veitt héðan í framtíðinni,“ segir Ríkisendur- skoðun. Meðallaun 81 flugumferðar- stjóra voru 610 þúsund krónur í júní í fyrra. Á sama tíma voru meðallaun 114 félaga í Félagi flug- málastarfsmanna 264 þúsund krónur. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segir launasamanburð Rík- isendurskoðunar óraunhæfan. Í júní vinni flugumferðarstjórar mjög mikla yfirvinnu. Það eigi ekki við um flesta aðra starfs- menn Flugmálastjórnar. „Því er ekki að neita að okkur hefur gengið betur í samningum en flestum öðrum. En okkar kröfur hafa byggst á niðurstöðu sem náð- ist í samvinnu við ríkið árið 1997. Aðal inntakið í því var að flugum- ferðarstjórar yrðu bornir saman við flugmenn,“ segir Loftur. gar@frettabladid.is FUNDUR HJÁ SÞ Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af smygli á fólki. Texas: Átján deyja úr hita BANDARÍKIN, AP Lögreglumenn fundu 18 lík í tengivagni flutn- ingabíls sem lagt hafði verið utan vegar í Suður-Texas. Talið var að um ólöglega innflytjendur væri að ræða, líklega frá Mexíkó. Einhverjir lögðu á flótta þegar lögregla kom að og því ljóst að tekist hafði að opna hurð tengi- vagnsins en þó ekki fyrr en 18 höfðu látið lífið, úr hita, að því er talið. Tólf manns í viðbót voru sendir á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Ekki er langt síðan starfsmenn fyrirtækis í Iowa fundu ellefu illa farin lík í tengivagni fullum af hveitikorni. Höfðu þau verið föst þar í fjóra mánuði. Sameinuðu þjóðirnar standa nú fyrir fundi í Austurríki þar sem ræða á hina miklu aukningu sem orðið hefur á smygli á fólki und- anfarin ár. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Ríkissaksóknara bárust í aprílmánuði fimm dómar þar sem ákært var fyrir kynferðis- brot. Var sakfellt í þeim öllum. Þar af voru fjórir vegna vörslu á barnaklámi og einn vegna brots á blygðunarsemi. Ríkissaksóknari: Hátt í 170 manns sakfelldir DÓMSTÓLAR Ríkissaksóknara bár- ust í aprílmánuði 174 dómar og viðurlagaákvarðanir frá héraðs- dómstólum þar sem 189 einstak- lingar voru ákærðir. Af þeim voru fimm alfarið sýknaðir en 169 sak- felldir að öllu leyti eða hluta. Þyngsta refsingin sem var ákveðin var sex mánaða fangelsi. Um var að ræða tvítugan karl- mann sem réðist á annan mann og sló hann í andlitið með bjórglasi. Við höggið brotnaði glasið og hlaut fórnarlambið nokkur skurðsár. Hafði árásaraðilinn með þessu broti rofið skilorð og ákvarðaðist dómurinn í samræmi við það. Sextán einstaklingar voru dæmdir í óskilorðsbundið fang- elsi en þrjátíu og fimm í skilorðs- bundið fangelsi að öllu leyti eða hluta. Hinir voru dæmdir til að greiða sekt og námu heildarsektir tæplega 16,5 milljónum króna. ■ REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR „Því er ekki að neita að okkur hefur gengið betur í samningum en flestum öðrum. En okkar kröfur hafa byggst á niðurstöðu sem náðist í samvinnu við ríkið árið 1997,“ segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. LAUN ALÞINGISMANNA OG RÁÐHERRA Maí 1999 Maí 2003 Hækkun Forsætisráðherra 584 þúsund 871 þúsund 49,2% Aðrir ráðherrar 531 þúsund 786 þúsund 48,0% Alþingismenn 295 þúsund 438 þúsund 48,4% SAMGÖNGURÁÐHERRA Ríkisendurskoðun átelur bæði samgöngu- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið í nýrri skýrslu sinni um Flugmálastjórn. Íslenska lögreglan: Smyglhringur upprættur LÖGREGLA Þýska lögreglan handtók í fyrradag í Hamborg fimm menn sem grunaðir eru um stórfellda fíkniefnasölu og smygl hingað til lands. Samkvæmt Ríkisútvarpinu handtók þýska lögreglan mennina eftir samvinnu við íslensku lög- regluna. Þýskur karlmaður var handtekinn í tengslum við málið á Keflavíkurflugvelli síðastliðið haust eftir að hafa reynt að smygla hassi og amfetamíni til landsins. Í framhaldinu voru tveir Íslendingar handteknir. Annar Ís- lendingana og Þjóðverjinn eru enn í gæsluvarðhaldi hérlendis. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.