Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 33
 Steingrímur Eyfjörð myndlistar- maður er með sýninguna “of nam hjá fiðurfé og van“ í Gallerí Hlemmi. Sýningin er innsetningar- verk sem byggir á 50 ára gamalli frá- sögn af íslenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt að hún væri fugl. Titill sýningar- innar er kominn frá Megasi.  Ríkharður Valtingojer og Helgi Snær Sigurðsson halda sýningu, sem þeir nefna Tvíraddað, í sýningarsal fé- lagsins Íslenskrar grafíkur í Hafnarhús- inu. Sýningin stendur til 25. maí.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga- dóttur.  Sýning Þorbjargar Höskuldsdóttur í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 stendur til 14. maí.  Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Pétur Magnússon eru með sýningu í Gallerí Skugga þar sem gefur að líta 100% nælon og lakk. Einnig vínylvegg- fóður með blómamótífum og ljósmynd- um af þeim ásamt öðrum ljósmyndum og stáli.  Ella Magg sýnir ný og „öðruvísi“ olíumálverk í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Sýning hennar stendur til 18 maí og er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-18 og sunnudaga frá kl. 15-18.  Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.  Fimmta alþingiskosningasýning Kristjáns Guðmundssonar hófst í Slunkaríki á Ísafirði á laugardaginn. Að þessu sinni er Kristján með grafíkmyndir í farteski sínu.  Tolli sýnir um 30 verk, bæði vatns- litamyndir og olíumálverk, í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun - áfangar í korta- gerð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. FIMMTUDAGUR 15. maí 2003 ÞORVAR HAFSTEINSSON Þarna var skrýtið erindi,“ seg-ir Þorvar Hafsteinsson, fyrr- um poppstjarna úr Jonee-Jonee og margmiðlunarmeistari, að- spurður um þá skemmtistaði sem hann tengir ákveðnum tímabilum lífs síns. Hann er fæddur árið 1961 og var ekkert að tvínóna við það heldur fór sem leið lá beint í mekka pönksins. Borgin Þar byrjaði ballið með Hljóm- sveit Ellu Magg. Ég var tryggur gestur ásamt með öðrum rokkur- um lengi vel, fimmtudag, föstu- dag og laugardag. Eða allt þar til ég fer út til New York árið 1982. Columbia Street Pub í Brooklyn Ég tengi þennan stað við New York-árin. Hann var aðallega op- inn að næturlagi. Vertinn þar gekk undir nafninu China Doll, aðalskvísan og sannkölluð nætur- drottning. Hún sá um mig og þá sem voru með mér í New York. Passaði upp á að maður færi heim á skikkanlegum tíma og enginn yrði nú til að meiða okkur. Gaukurinn Eitthvað kom Gaukurinn við sögu á þessu tímabili, 1984-1989, og þá sem eins konar millilend- ing en það var ekkert af viti. Þetta var leiðindatímabil, Duran Duran og Wham... Korona í Köben Á árunum 1989 til 1994 var ég að flækjast í henni Skandinavíu og við tóku ýmsar búllur bæði í Nor- egi og Danmörku. Ég nefni Korona í Kaupmannahöfn til að segja eitthvað. Þetta er svona staður sem menn mættu á milli fimm og átta. Þar var algjör þverskurður – allur skalinn við eitt og sama borðið. Þarna sátu menn meðan „happy-hour“ var og hurfu um leið og því lauk. Þetta var skemmtilegur tími og fínn staður. Grand Rokk Eftir Skandinavíu fór ég til Vegas um tíma og þar var bara enginn staður. Árið 1996 kem ég heim aftur og þá sótti ég einna helst Grand Rokk. Reyndar kom Pét- urspöbb uppi á Höfða við sögu. Hann hét Feiti dvergurinn um tíma. Þangað trítlaði maður ef teygðist á vinnu í Marel og fékk sér einn Miller. Vitabar Frá 1997 hefur Vitabar verið svona minn helsti fasti punktur – kannski ekki fastur punktur í líf- inu – heldur á þessari skemmti- reisu. Fyrirtaks hverfispöbb. Og ef ég fer í fínu fötin um helgar og niður í bæ, þá er það helst Næsti bar sem er viðkomustaður. Stiklur úrskemmtireisu 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BÆKURNAR ALMENNS EÐLIS Á AMAZON.COM James McManus POSITIVELY FIFTH STREET Robert Patterson DERELICTION OF DUTY Gore Vidal DREAMING WAR Eric Schlosser REEFER MADNESS Gore Vidal PERPETUAL WAR FOR... Tammy Bruce THE DEATH OF RIGHT AND... Fareed Zakaria THE FUTURE OF FREEDOM Michael Moore STUPID WHITE MEN Eric Schlosser FAST FOOD NATION Bernard Lewis THE CRISIS OF ISLAM Mest seldubækurnar Tassara notar Skin Like farða; Beige Natural No.4. www.NIVEA.com SK I N L IKE Fyrsti endingargóði farðinn með eiginleikum húðarinnar! Inniheldur líffræðileg efni, lík þeim sem eru á yfirborði húðarinnar, sem bindast óaðfinnanlega við húð þína og gefa henni fullkomnað náttúrulegt yfirbragð. Útkoman: Farði sem þú verður ekki vör við en veitir mjúkt, jafnt og fallegt yfirbragð. FULLKOMINN FARDI Í 12 KLUKKUSTUNDIR. NYTT! SKIN LIKE FARDI Metsölulistinn: Bröltið í Bandaríkjunum Mest selda bókin hjá vefsölunniAmazon.com þessa vikuna, þegar skáldskapur er frátalinn, nefnist Postively Fifth Street og er eftir skáldið þekkta James McManus. Þar lýsir hann heims- meistarakeppninni í póker af fjálglegri snilld, svo undarlega sem það kann nú að hljóma. Í öðru sæti er bók um Clinton Bandaríkjaforseta eftir Robert Patterson, sem var einn nánasti hernaðarráðgjafi Clintons í nokk- ur ár. Tvær bækur á listanum eru eftir rithöfundinn Gore Vidal og fjalla þær báðar um ævarandi stríðsbrölt Bandaríkjamanna. Eric Schlosser á einnig tvær bækur um undarlegt brölt á Bandaríkjamönnum á þessum lista, en þær fjalla annars vegar um skyndibitamenninguna, hins vegar um neðanjarðarhagkerfið. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.