Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 6
6 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.96 0,19% Sterlingspund 117.78 0,69% Dönsk króna 11.29 0,00% Evra 83.83 0,00% Gengisvístala krónu 118,68 0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 239 Velta 4.305 milljónir ICEX-15 1.416 0,02% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 129.564.999 Búnaðarbanki Íslands hf. 105.977.760 Eimskipafélag Íslands hf. 70.063.423 Mesta hækkun Tryggingamiðstöðin hf. 4,00% Flugleiðir hf. 3,37% Íslenskir aðalverktakar hf. 2,49% Mesta lækkun Eskja hf. -3,13% Samherji hf. -2,25% Grandi hf. -0,85% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8644,0-0,4% Nasdaq*: 1531,8-0,5% FTSE: 3975,0-0,6% DAX: 2922,7 0,4% NIKKEI: 8244,9 0,7% S&P: 939,1 -0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Í hvaða á fyrirhugar Landsvirkjunvirkjanaframkvæmdir samfara stækk- un álversins í Straumsvík? 2Íslensk fönk- og soulsveit sem átti sittblómaskeið um miðjan 8. áratuginn heldur tónleika um næstu helgi. Hvað heitir sveitin? 3Hvað heitir nýja bókin um galdra-strákinn Harry Potter sem kemur út á ensku 21. júní næstkomandi? Svörin eru á bls. 44 Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 2003. 1. flokki 1991 – 46. útdráttur 3. flokki 1991 – 43. útdráttur 1. flokki 1992 – 42. útdráttur 2. flokki 1992 – 41. útdráttur 1. flokki 1993 – 37. útdráttur 3. flokki 1993 – 35. útdráttur 1. flokki 1994 – 34. útdráttur 1. flokki 1995 – 31. útdráttur 1. flokki 1996 – 28. útdráttur 3. flokki 1996 – 28. útdráttur DÝRALÍF „Allir farfuglarnir eru komnir, nema þórshaninn hefur ekki sést ennþá,“ segir Guðmund- ur A. Guðmundsson dýravist- fræðingur. Að hans sögn er fugla- lífið með eðlilegum hætti miðað við árstíma. Talsvert hefur verið um flækinga í vor og er það eink- um vegna veðurs. „Lægðir koma með þessa fugla ýmist frá Evrópu eða Ameríku,“ segir Guðmundur. Af sjaldgæfum flækingum sem sést hafa má nefna mandarínönd sem sást í Bolungarvík. „Mandar- ínönd var flutt frá Asíu fyrir mörgum áratugum síðan í anda- garða í Evrópu. Þaðan hefur hún síðan sloppið út,“ segir Guðmund- ur. Vatnagleða sást einnig við Vík í Mýrdal en það er þriðja vatnagleðan sem hefur sést hér á landi. Að sögn Guðmundar hafa ekki orðið miklar breytingar á þeim tegundum sem hafa vetursetu hér á landi. Þó eyddi hér vetrinum óvenjulega mikill fjöldi gráhegra, en gráhegrar koma hingað til lands á hverju hausti. ■ Bílslysið í Eyjum: Komin úr öndunarvél SLYS Stúlkan sem slasaðist alvar- lega í bílslysi í Vestmannaeyjum um síðustu helgi hefur ekki enn náð meðvitund en er komin úr öndunarvél, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Önnur stúlka var minna slösuð og er komin af gjörgæsludeild. Stúlkurnar voru þrjár í bílnum og var ein þeirra úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyj- um. Hinar voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykja- víkur. ■ ALSÍR, AP Sautján evrópskum ferðamönnum var bjargað úr klóm alsírskra hryðjuverkasam- taka sem átt hafa í samstarfi við al Kaída, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá alsírska hernum. Ferðamennirnir, sem hurfu í Sa- hara-eyðimörkinni fyrir rúmum tveimur mánuðum, reyndust allir vera heilir á húfi. Fram að þessu höfðu alsírsk yfirvöld ekki viljað staðfesta að fólkið hefði verið tekið í gíslingu. Að sögn alsírska dagblaðsins El Watan létust níu mannræn- ingjar þegar herinn gerði áhlaup á búðir þeirra í suðurhluta lands- ins til þess að bjarga gíslunum. Harður skotbardagi braust út og stóð hann yfir í margar klukku- stundir. Gíslarnir sautján, tíu Austurríkismenn, sex Þjóðverjar og einn Svíi, sluppu allir ómeidd- ir. Fimmtán annarra evrópskra ferðamanna er enn saknað en að sögn innanríkisráðherra Þýska- lands eru vonir bundnar við það að takast muni að frelsa tíu þeir- ra áður en langt um líður. Ekkert er vitað um afdrif hinna fimm. GSPC, alsírski hryðjuverka- hópurinn sem grunaður er um að standa á bak við mannránin, hef- ur um árabil barist gegn ríkis- stjórn landsins með það að mark- miði að steypa henni af stóli og stofna íslamskt ríki. ■ FRAKKLAND Þar fer fram næsti fundur helstu iðnríkja heims. Næsti fundur iðnríkja í nánd: Ekkert mál óviðkomandi FRAKKLAND, AP Leiðtogar helstu iðnríkja heims, svokallaður G8 hópur, koma saman í Frakklandi innan tíðar. Ætlunin í þetta sinn er að ræða helstu málefni sem snerta heiminn þessa dagana: bar- áttuna við HABL, hryðjuverka- starfsemi, kjarnorkutilraunir N. Kóreumanna og leiðir til að örva alþjóðlegan vöxt. „Það verður rætt um allt og ekkert,“ sagði aðstoðarmaður Chirac Frakklandsforseta. „Ekk- ert umræðuefni verður óviðkom- andi.“ Ákveðið hefur verið að bjóða fjórtán öðrum þjóðum til að taka þátt í umræðum fyrsta daginn, þar á meðal Kína, Mexíkó og Ind- landi, sem þýðir að á þeim tíma verða leiðtogar 80 prósenta mann- kyns staddir á fundinum. ■ ÞÝSKA SENDIRÁÐIÐ Þýsku ferðamennirnir sex sem bjargað var úr klóm mannræningja munu dvelja í þýska sendiráðinu í Algeirsborg þar til þeir snúa heim. Ferðamönnum bjargað úr klóm mannræningja: Í haldi íslamskra hryðjuverkamanna LÓAN ER KOMIN Farfuglarnir hópast nú til landsins. Talsvert um flækinga í vor: Farfuglarnir komnir til landsins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Brunasjúklingar olnbogabörn Lýtalækningadeild Landspítalans hefur ekki þróast í takt við tímann. Jens Kjartansson yfirlækn- ir segir brunasjúklinga viðkvæma og þarfnast sérhæfðrar meðferðar. HEILBRIGÐISMÁL „Lýtalækningadeild- in er hálfgert olnbogabarn á Land- spítalanum,“ segir Jens Kjartans- son, yfirlæknir deildarinnar. Jens segir brunasjúklinga vera falinn hóp í samfélaginu sem fái litla umræðu enda eigi þeir ekki neinn talsmann né þrýstihóp. Þrátt fyrir það séu þeir oft meðal veik- ustu sjúklinganna á spítalanum. „Lýtalækningadeildinni er jafnan lokað á sumrin og mjög oft yfir jól og áramót. Í sumar verður hún opin en svo hefur ekki verið í mörg ár. Það er afar slæmt, einkum þar sem brunasjúklingar þurfa mikla sér- hæfða umönnun sem þeir fá ekki á öðrum deildum,“ segir Jens. Hann bendir á að Íslendingum sé að fjölga og atvinnu- hættir hafi breyst mikið á þeim þrjátíu árum sem deildin hefur starfað. „Í sameiningarferli spítalans hefur deildin verið svelt fjárhagslega og hef- ur ekki þróast í takt við breytt þjóðfélag. Til okkar koma mjög alvarlega brenndir sjúklingar sem tengja má beinlínis við breytta atvinnuhætti. Ef vel á að vera þarf deildin að vera mjög vel mönnuð, stærri og opin allt árið.“ Jens segir að eftir því sem þjóðin eldist, því fleiri brunatil- fellum geti spítalinn átt von á. „Það segir sig sjálft að fullorðið fólk á erfiðara með að forða sér og það er ekki fréttamatur ef einhver brennir sig í sturtu. Dæmin sanna að slíkir brunar geta verið mjög alvarlegir.“ Jens segir að eftir að brunasjúk- lingar útskrifist af spítalanum séu þeir alls ekki grónir að fullu. Eftir standi að margir eigi við sálræna erfiðleika að stríða vegna lýtisins sem þeir beri auk þess sem þeir eigi eftir að koma inn að nýju í áfram- haldandi meðferð. „Brunasjúkling- ar þarfnast sárlega umræðu um sín mein. Ekki síst til að hægt sé að koma á framfæri nýjungum í grein- inni og þrýsta á um bætta aðstöðu. Við höfum reynt að kalla saman ný- legustu sjúklingana til að þeir fái stuðning hver af öðrum, geti fylgst með og byggt upp þá sem nýlega hafa slasast. Við höfum hins vegar ekki neina aðstöðu til að hittast,“ segir Jens. Hann bendir á þetta sé erfitt viðureignar því enginn vilji vera brunasjúklingur og þeir forðist að tala um það. „Forgangsverkefnið hjá okkur er að fá nýja deild. Ég tel það mjög brýnt að við fáum deild sem opin verður allt árið og getur annast alla brunasjúklinga, þar með talin börn.“ bergljot@frettabladid.is BRUNASJÚKLINGAR ERU FALINN HÓPUR Í SAMFÉLAGINU Það eru ekki aðeins sárin á líkamanum sem sitja eftir. Í sálinni eru sár sem erfitt er að græða. ■ Brunasjúklingar þarfnast sár- lega umræðu um sín mein. Ekki síst til að hægt sé að koma á fram- færi nýjungum í greininni og þrýsta á um bætta aðstöðu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.