Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 15. maí 2003 KOSNINGAR Þrátt fyrir að reynt sé að tryggja að stjórnmálaflokk- arnir fái þing- mannafjölda í sem jöfnustu hlutfalli við fylgi þeirra í kosning- um munar tals- verðu á at- kvæðafjölda að baki hverjum þingmanni frá einum flokki til annars. Framsóknarflokkurinn nýtir atkvæði sín öðrum flokkum betur. 2.707 kjósendur standa á bak við hvern þingmann flokksins þegar atkvæðafjölda er deilt jafnt niður á þingmenn flokksins. Með sam- bærilegum hætti má segja að þingmenn Frjálslynda flokksins séu dýrastir. 3.380 kjósendur þurfti til að tryggja hverjum þingmanni flokksins sæti á Al- þingi. Munurinn er 673 atkvæði. Stóru flokkarnir eiga betra með að nýta atkvæði sín til þing- manna. Sjálfstæðisflokkur hefur 2.804 atkvæði á bak við hvern þingmann, Samfylking 2.835. 3.226 kjósendur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs standa að baki hverjum þingmanni flokksins. Fyrir fjórum árum stóðu 2.500 til 2.600 kjósendur á bak við hvern þingmann allra flokka nema Frjálslyndra, en nær 3.500 kjósendur þess flokks stóðu að baki hvorum þingmanni flokks- ins. ■ Miklu munar á atkvæðafjölda á bak við hvern þingmann flokkanna: Framsóknarþing- menn ódýrastir ATKVÆÐI AÐ BAKI HVERJUM ÞINGMANNI B 2,707 D 2.804 F 3.380 S 2.835 U 3.226 Palestínumenn saklausir: Breti lætur lífið á Gaza ÍSRAEL, AP Það voru Ísraelsmenn, en ekki Palestínumenn, sem skutu James Miller, 34 ára gaml- an breskan heimildarmynda- tökumann, til bana á Gaza-svæð- inu í síðustu viku. Talsmenn hers Ísraela héldu því fram að Miller hefði verið skotinn í bakið af leyniskyttum Palestínumanna. Krufning hefur hins vegar leitt í ljós að Miller var skotinn í hálsinn að framan, sem útilokar sekt Palestínu- manna. Ísraelsmenn hafa hingað til neitað að tjá sig um málið. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Flokkurinn hans nýtti atkvæði sín betur en aðrir. Um 2.700 atkvæði voru að baki hverjum þingmanni Framsóknarflokksins. RÚSSLAND, AP George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hittast í næsta mánuði til að ræða marg- vísleg málefni sem tengjast þjóðunum, m.a. áframhaldandi fækkun kjarnaodda ríkjanna. Líklegt er að Bush reyni aftur að fá Rússa til að hætta að selja Írönum tækni sem nýst getur þeim síðarnefndu í kjarnorkutil- raunum sínum en Rússar hafa hingað til sinnt þeim tillögum í engu. Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin telur að Íranar séu langt komnir í tilraunum sínum með kjarnavopn þrátt fyrir að stjórn Írana mótmæli því og segi að allar tilraunir með kjarnorku séu friðsamlegs eðlis. V o p n a - l e i t a r l i ð Sameinuðu þ j ó ð a n n a verða líka u m r æ ð u - efni, en Bush hefur ekki séð ástæðu til að nota þau meira og hefur sent sitt eigið vopnaleitarlið til Íraks. Pútín treystir SÞ betur til að ganga í slík verkefni. ■ PÚTÍN Ræðir ýmis málefni við Bush í næsta mánuði. Margvísleg mál á fundi forsetanna: Báðir vilja breytingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.