Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 10
10 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR Ferðaþjónusta | Fjármál | Markaðsfræði | Stjórnun Rekstrar- og viðskiptadeild Spennandi verkefni framundan í ferðaþjónustu Ferðaþjónusta hefur fest sig í sessi sem ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Því er spáð að mikill vöxtur undanfarinna ára í ferðaþjónustu muni halda áfram. Þessi þróun kallar á sérþekkingu í greininni, markvissar rannsóknir og einstaklinga sem hafa að baki metnaðarfullt háskólanám í rekstrar- og viðskiptafræðum með áherslu ferðaþjónustu. Arnar Már Ólafsson (arnar@unak.is), lektor og forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands Umsóknarfrestur er til 5. júní 2003 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í afgreiðslu háskólans á Sólborg (sími 463 0900) og á heimasíðunni, www.unak.is Náminu lýkur með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði SKÁK „Skákáhugamenn hafa nú möguleika á að tefla við stórmeist- ara og alþjóðameistara,“ segir Sig- urður Sigurbjörnsson en hann og bróðir hans Ívar Örn standa fyrir hraðskákmótum á þriðjudögum og var það fyrsta í gærkvöld klukkan átta. Mótin eru haldin í húsi Tafl- félags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og eru opin öllum áhugamönnum um skák. Stefnt er að því að einn stór- meistari og tveir alþjóðameistar- ar verði með í hverju móti. Hver þátttakandi teflir sjö skákir og mun hver skákmaður hafa fimm mínútna umhugsunartíma. Teflt verður eftir Monrad-kerfi og eru líkurnar á að tefla við stórmeist- ara töluverðar. Á fyrsta mótið mætti stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson og bar hann sigur úr býtum með 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Næsta þriðjudag mætir svo Hannes Hlífar Stefáns- son stórmeistari. ■ TEFLT VAR EFTIR MONRAD-KERFI Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson bar sigur úr býtum á fyrsta hraðskákmótinu. Óbreyttir tefla við stórmeistara: Þröstur varð hlutskarpastur LANDHELGISMÖRKIN Fimmtíu og átta erlend skip hafa verið á veiðum á mörkum tvö hundruð mílna fiskveiðilögsögunnar á Reykjaneshrygg síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Fjörutíu og fimm skipanna eru frá aðildar- löndum Norðaustur-Atlants- h a f s f i s k v e i ð i n e f n d a r i n n a r (NEAFC). Flest þeirra eru frá Rússlandi eða tuttugu og fjögur. Einnig eru þar skip frá Spáni, Noregi, Þýskalandi, Færeyjum, Portúgal og Grænlandi. Þrettán af erlendu veiðiskip- unum eru ekki aðilar að Norðaustur-Atlantshafsveiði- nefndinni og eru þar af leiðandi að veiða fyrir utan kvóta. Þar af voru fimm frá Litháen, fimm frá Dóminíska lýðveldinu, tvö frá Belís og eitt frá Lettlandi. ■ FRÁ REYKJANESHRYGG Nú eru um þrettán erlend skip að veiða utan kvóta við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg. Reykjaneshryggur: Fjöldi skipa við lögsögumörkin Kosningaáróður með ýmsu móti: Býður afslátt af hótelher- bergi SPÁNN, EL MUNDO Frambjóðandi Græna flokksins, sem er lítill eins manns stjórnmálaflokkur í fátæk- asta héraði Spánar, Andalúsíu, fer óhefðbundnar leiðir í loforðum sín- um. Frambjóðandinn, Francisco Garrido, lofar að gefa öllum undir 25 ára aldri „kynlífsafslátt“, þ.e. helmings afslátt af hótelherbergi, ef hann nær kjöri þann 25. maí. Ungt fólk á Spáni dvelur að jafnaði lengur heima hjá foreldr- um en jafnaldrar þeirra norðar í álfunni. „Ég vil fremur að ungu pörin fái sér herbergi á hóteli en að hanga í almenningsgörðum langt fram eftir nóttu,“ sagði Garrido. „Þetta snýst allt um hamingjuna.“ ■ RÁÐIST Á HJÁLPARSTARFSMENN Þrír hjálparstarfsmenn biðu bana þegar uppreisnarmenn í Kongó sátu um bifreið samtakanna. Starfsmennirnir voru á leið með mat og lyf til smábæjarins Kitg- um þegar árásin átti sér stað. Kaþólsku hjálparsamtökin, Flóttamannahjálp Jesúíta, ætla ekki að hætta hjálparstarfi þrátt fyrir þetta. ■ Afríka STJÓRNMÁL „Menn höfðu ekki gott af velgengninni á síðasta kjör- tímabili,“ segir áberandi einstak- lingur í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um stöðu flokks- ins að loknum kosningum. Þar er vísað til þess að flokkurinn mæld- ist margsinnis með rúmlega 20% fylgi um mitt síðasta kjörtímabil en mátti þola að tapa einum þing- manni í kosningunum. Lærdómur- inn sé sá að flokksmenn hafi orðið ánægðir með sig og meðal annars komið í veg fyrir að nýir, efnileg- ir frambjóðendur væru búnir undir kosningarnar, enda hafi ekki verið offramboð á kandídöt- um þegar til kom að raða í efstu sæti á lista. Uppskera Vinstri grænna er rýr. Flokkurinn stóð í stað í Reykjavíkurkjördæmunum þrátt fyrir að öflugir þingmenn leiddu listana. Svipað var uppi á tening- unum í Suðvesturkjördæmi þar sem deilur við uppröðun spilltu fyrir flokknum og oddvitinn þótti furðu veikur. Flokkurinn er enn langt frá því að ná fótfestu í Suð- urkjördæmi þar sem flokkurinn á hvorki fulltrúa á þingi né í sveit- arstjórn. Sterkasta vígi flokksins er sem fyrr á norðaustanverðu landinu. Úrslitin þar færa mönnum þó blendna ánægju. Það var vitað fyrir að virkjanaandstaðan skað- aði flokkinn á Austfjörðum. Fimm prósenta tap í kjördæminu er þó meira en flokksmenn geta verið sáttir við. Ekki síst í ljósi þess að þarna var flokkurinn fyrst á ferð- inni, hvort tveggja með framboðs- lista og kosningastjóra auk þess sem um vígi formannsins er að ræða. Menn hafa frekar ástæðu til að brosa í Norðvesturkjördæminu. Hafi flokkurinn einhvers staðar sótt í sig veðrið er það þar. Fylgi flokksins eykst reyndar aðeins um tvö prósent milli kosninga. Í ljósi þess að þarna var við fram- sókn Frjálslyndra og einn vinstri- sinnaðasta framboðslista Sam- fylkingar að etja má það teljast góður árangur. Margir Vinstri grænir vilja kenna auglýsingaflóði Framsókn- ar um niðurstöðuna. Flokkurinn hafi auglýst til vinstri og það virk- að þó hann vinni til hægri. Hvort sem það á við eða ekki er viðbúið að Vinstri grænir skoði vinnu- brögð sín á næstunni. brynjolfur@frettabladid.is STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Úrslitin hljóta að vera vonbrigði fyrir formanninn, sem neitaði að taka þátt í persónu- stjórnmálunum sem hinir flokkarnir stunduðu. FYLGI VINSTRIHREYFINGAR- INNAR – GRÆNS FRAMBOÐS EFTIR KJÖRDÆMUM 2003 1999 Reykjavík norður 9,8% 9,4% Reykjavík suður 9,3% 9,4% Suðvesturkjördæmi 6,2% 5,9% Norðvesturkjördæmi 10,6% 8,6% Norðausturkjördæmi 14,1% 18,6% Suðurkjördæmi 4,7% 4,1% Nótt hinna brostnu vona Fyrir tveimur árum virtist sem Vinstri grænir yrðu stóri flokkurinn á vinstri vængnum. Niður- staða kosninganætur varð allt önnur. Það viðhorf heyrist að velgengni í könnunum hafi grafið undan flokknum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Búnaðarbankinn: Í takt við áætlanir UPPGJÖR Hagnaður Búnaðarbank- ans fyrstu fjóra mánuði ársins er í takt við þær áætlanir sem fyrir- tækið hafði gert. Hagnaðurinn nam 581 milljón króna eftir skatta. Vaxtatekjur námu 1.923 milljón- um. Vaxtamunur var 3.02%. Árið áður var hann 2,88%. Hækkunin er skýrð með hærri verðbólgu. Gert er ráð fyrir því að hagnað- ur eftir skatta verði 2.300 milljón- ir á árinu, þar af 603 milljónir fyrstu mánuði ársins, 22 milljón- um meira en niðurstaðan varð. Ánægju er lýst með starfsemi Búnaðarbankans í Lúxemborg og Lýsingar. ■ Svonaerum við AFLI Í APRÍL Í TONNUM Þorskur 15.898 Ýsa 4.651 Ufsi 4.127 Karfi 11.078 Annar botnfiskafli 8.181 Flatfiskafli 3.427 Síld 3.671 Loðna 0 Kolmunni 15.822 Skelfiskur 3.959 Annar afli 15 Heimild: Hagstofan MEIRI AFLI Heildarafli íslenskra skipa var 1.500 tonn- um meiri í apríl á þessu ári en í apríl á síð- asta ári. Alls bárust 70.829 tonn á land samkvæmt bráðabirgðatölum. Botnfiskafli dróst saman um 3.000 tonn milli ára, þorskur um nær 4.000 tonn. Kolmunna- veiði jókst litlu minna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.