Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 16
Eins og flest annað í samfélag-inu hafa fjölmiðlar á Íslandi breyst mikið á undanförnum árum. Fyrir tuttugu árum voru hér sex dagblöð, ein útvarpsstöð, ein sjónvarpsstöð og fáein tíma- rit. Fjögur af sex dagblöðum voru nátengd ákveðnum stjórnmála- flokkum og útvarps- og sjón- varpsstöðin voru reknar af ríkinu með fulltrúa flokkanna sem æðstu stjórn. Eitt vikulegt fréttablað kom út en tímaritin voru jaðar- miðlar – mig minnir að Samúel hafi drottnað yfir öðrum tímarit- um í útbreiðslu. Í dag eru dagblöðin þrjú en sjónvarpsstöðvarnar hins vegar minnst sex og útvarpsstöðvarnar líklega fleiri. Það er ekki einfalt að ákveða hvað er fullburða sjón- varps- eða útvarpsstöð. Er hægt að flokka Bíórásina sem sjón- varpsstöð á sama hátt og Skjá einn? Eða eru útvarpsrásir sem senda aðeins út sígilda tónlist eða fréttir frá einu fótboltafélagi sams konar miðlar og Bylgjan? Auk þessa hefur Netið bæst við með í það minnsta tveimur frétta- vefjum, fjölmörgum skoðana- svæðum og ógrynni af svæðum sem einskorða sig við ýmiss konar séráhuga. Í dag fjallar vikulega fréttablaðið fyrst og fremst um viðskipti en tímaritin eru einnig orðin miklu fleiri og þótt gengi þeirra sveiflist mjög eftir getu auglýsingamarkaðarins eru þau almennt bæði burðugri að efni og í meiri útbreiðslu en fyrir tuttugu árum eða svo. Ef aðeins er horft til frétta- miðla höfðum við áður sex dag- blöð með sjálfstæðar fréttastofur og sitthvora sjónvarps- og út- varpsstöðina. Í dag eru þrjár fréttadeildir á dagblöðum, þrjár í útvarpi og sjónvarpi og tvær á Netinu. Þetta er akkúrat sami fjöl- di og fyrir tuttugu árum og eins og þá eru þetta misburðugar fréttastofur. Þær á Netinu eru veikastar eins og fréttadeildir minnstu flokksblaðanna voru áður. Miðað við þetta hafa fleiri fjöl- miðlar fyrst og fremst leitt til aukins framboðs af afþreyingu og skemmtun. Framboð á fréttum er viðlíka. Hins vegar standa þeir miðlar sem bjóða upp á fréttir mun traustari fótum. Að því leyt- inu hefur vægi fréttanna ekki minnkað. Þær eru sem fyrr kjöl- festa þeirra miðla sem eru stofn- inn í fjölmiðlanotkun landsmanna. Hvað hefur þá breyst? Áður var nánast öll fjölmiðlun í landinu undir stjórnmálaflokkunum með beinum eða óbeinum hætti. Í dag er það aðeins Ríkissjónvarpið og - útvarpið og söguleg hefð hjá ein- stökum fjölmiðli öðrum. Þeir fjöl- miðlar sem heyra ekki undir stjórnmálamenn hafa vaxið úr því að vera jaðarmiðlar í að verða ríkjandi. Og það hefur sannast að Íslendingar eru hæfir til að halda úti öflugum fjölmiðlum án af- skipta stjórnmálaflokkanna. Áður voru næstum allir fjölmiðlar styrktir af opinberu fé; dagblöðin gegnum blaðastyrki og magnkaup ríkisins og útvarps- og sjónvarps- stöðvar með skylduáskrift og beinum framlögum úr ríkissjóði. Í dag greiða fjölmiðlar virðisauka- skatt sem þeir gerðu ekki áður og engir miðlar nema Ríkisjónvarpið og -útvarpið njóta styrkja af skattpeningum. Þessi tilraun – að einkavæða fjölmiðlamarkaðinn – hefur gengið það vel að eðlilegt er að stjórnmálamenn undirbúi hið fyrsta næstu skref. Í raun er að- eins eitt skref eftir: að einkavæða Ríkisútvarpið, leggja það niður eða búa því þannig rekstrar- grundvöll að ávinningur af rekstri þess sé minni fyrir þjóðina en skaðinn gagnvart öðrum miðlum. Frjálsir miðlar sem keppa á markaði um hylli lesenda og áhorfenda annars vegar og aug- lýsenda hins vegar eru forsenda þess að fjölmiðlar nái að þróast hér og dafna. Inngrip ríkisvalds- ins í markaðsstöðu miðlanna eða tilraunir stjórnmálamanna í að ná þeim undir sín áhrif eru skað- leg. Miðlar sem leiðast til þess að þjóna ákveðnum stjórnmála- hreyfingum eða -mönnum fjar- lægjast lesendur sína og niður- greiddar fréttastofur ríkisins standa í vegi fyrir vexti frjálsra fréttastofa annarra miðla. Í þessu sem öðru eru afskipti stjórnmálamanna og ríkisvalds- ins aðeins til skaða – aldrei til bóta. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um tengsl ríkis og fjölmiðla. 16 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þeir geta ekki kvartað undanþví, að þeir hafi ekki verið varaðir við. Í þrjá áratugi óslitið hafa hag- fræðingar og aðrir útmálað fyrir fólkinu í landinu nauðsyn þess að stjórna fiskveiðum með hagfelld- um og réttlátum hætti. Mörgum okkar var það að vísu ljóst, að hagkvæmt búskaparlag hefur ekki átt upp á pallborðið á Íslandi, sumpart vegna rammskakkrar kjördæmaskiptingar, sem hlóð – og hleður enn! – undir markaðs- firringu og meðfylgjandi óhag- kvæmni í ýmsum greinum, eink- um í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum, og sumpart vegna stríðsgróðans, sem streymdi inn yfir landið eftir 1940 og byrgði sumum sýn og blindaði af þeim hagskynið, svo sem algengt er um óverðskuldaðar himnasendingar, t.d. olíufundi Arabaþjóðanna. Við vorum þó aldrei í vafa um það, að fólkið í landinu myndi ekki láta bjóða sér freklegt ranglæti til lengdar. Þetta var spurning um tíma. Vitlaust gefið Þetta gekk hægt framan af, það verður að segjast eins og er. Þegar ljóst varð, að róttækra um- bóta á fiskveiðistjórninni var þörf árið 1983, þá afréðu þáverandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, að selja útvegsmönnum sjálfdæmi, eða því sem næst, um setningu nýrra fiskveiðistjórnarlaga. Út- vegsmenn gripu tækifærið fegins hendi og féllust á hagkvæmari fiskveiðistjórn gegn því, að rétt- lætissjónarmið væru látin sigla lönd og leið. Þeir féllust m.ö.o. á það viðhorf, að eftirleiðis skyldi reynt að ná leyfilegum hámarks- afla úr sjó með sem minnstum til- kostnaði, en þá gegn því, að þeir fengju sjálfir að hirða allan ávinn- inginn af hagræðingunni – alla fiskveiðirentuna, sem svo er köll- uð. Þeir gengu jafnvel svo langt sumir að leggja það til, að í fisk- veiðistjórnarlögin yrði sett ákvæði þess efnis, að nytjastofnar á Íslandsmiðum væru séreign út- vegsmanna. Þessi yfirgangur hlaut að koma þeim í koll og helztu erindrekum þeirra á vett- vangi stjórnmálanna. Að nokkrum tíma liðnum varð niðurstaðan sú, að fiskstofnarnir voru skilgreind- ir að lögum sem sameign þjóðar- innar eins og t.a.m. olían í Noregi. Án þessa lykilákvæðis hefðu fisk- veiðistjórnarlögin trúlega ekki lifað af. Samt fengu útvegsmenn því ráðið, að sameignarákvæðið hefur verið óvirkt frá öndverðu. Óbilgirnin breiddi úr sér. Harðdrægir sérhagsmunaseggir virtust líta svo á, að þeim væru allir vegir færir. Þeir kenndu mót- mæli gegn ranglætinu í kvóta- kerfinu við öfund – og byrjuðu að þræta fyrir það, að fátækt væri til á Íslandi og annað eftir því, sömu mennirnir. Eignarréttarvernd varð vígorð í stjórnmálasamræð- um í fyrsta skipti, en slíkur mál- flutningur hljómar ekki vel úr munni þeirra, sem standa vörð um illa fenginn auð. Andrúmsloftið, sem umlukti sérþjónustu ríkis- valdsins við sjávarútveginn, hægði á frívæðingu viðskiptalífs- ins. Nú geldur flokkur afhroð En þetta hafðist smám saman. Þar munaði talsvert um liðveizlu dagblaðanna, ekki sízt Morgun- blaðsins, þótt blaðið slægi að vísu úr og í, og einnig alþjóðastofnana. Síðan slógust stjórnmálaflokkarn- ir í hópinn einn af öðrum, sumir hikandi, aðrir beinlínis bölvandi og ragnandi, svo að nú eru þeir allir orðnir veiðigjaldsflokkar, a.m.k. að nafninu til, fullt hús þar. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins skelltu þó skollaeyrum við ít- rekuðum viðvörunum um yfirvof- andi fylgishrun af völdum óhag- kvæmrar og ranglátrar fiskveiði- stefnu og sitja nú eftir með sárt ennið. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Eftirvænting réttlátra end- ar í gleði. Kjósendur hafa nú veitt Sjálf- stæðisflokknum rækilega ráðn- ingu. Undir eðlilegum kringum- stæðum lægi það beint við, að höf- uðsigurvegari kosninganna, Sam- fylkingin, og Framsóknarflokkur- inn reyndu nú að mynda nýja rík- isstjórn, enda hafa framsóknar- menn ljáð máls á breyttri skipan fiskveiðistjórnarinnar. Fari svo, þá ríður á því, að nýr þingmeiri- hluti endurtaki ekki mistökin frá 1983, með öfugum formerkjum. Þá var réttlætissjónarmiðum kastað fyrir róða með illum afleið- ingum. Uppsöfnuð gremja má ekki verða til þess, að hagkvæmni í útgerð verði nú látin sitja á hak- anum í nafni réttlætis. Hag- kvæmni og réttlæti geta haldizt í hendur við veiðigjald, t.d. með vel útfærðu uppboði nýrra og fyrndra aflaheimilda. Nýrrar ríkisstjórn- ar bíður einnig annað verk: að sækja um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu. Í því máli er Sjálfstæðisflokkurinn einskis nýt- ur eins og sakir standa. En samt gerist e.t.v. ekkert af þessu í bráð, eftir svohljóðandi reglu: Nú geldur flokkur afhroð, og myndar hann þá ríkisstjórn. Það væri þá ekki í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins. ■ Launahækkun ráðamanna Margrét Hafsteinsdóttir skrifar: Í morgunþætti Stöðvar 2 á mið-vikudagsmorgun var fjallað um launahækkun ráðamanna. Meðan á þættinum stóð hringdi hjá mér dyrabjallan. Þar stóð gerðarlegur maður um þrítugt og spurði hvort ég væri aflögufær á gosdósir. Ég spurði fyrir hvaða félag hann væri að safna, gekk út frá því að svo væri. Svarið sem maðurinn gaf kom mér óþægilega á óvart. Hann sagðist vera að safna fyrir sjálfan sig, um væri að ræða sjálfsbjargarviðleitni. Ég hleypti manninum inn því mér lék for- vitni á að vita hvað ylli þessari fá- tækt. Sagðist hann hafa lent í erf- iðleikum og þyrfti á þessu að halda til að eiga í sig og á. Sagðist hann fara að vinna að nýju um næstu mánaðamót, þangað til væri þessi söfnun nauðsynleg. Ég get ekki annað en deilt þess- ari lífsreynslusögu með öðrum landsmönnum. Kaldhæðnin sem ég upplifði þegar maðurinn stóð fyrir framan mig og bak við hljómaði umræðan um launa- hækkun ráðamanna var mikil. Hvað er að í okkar þjóðfélagi? ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um kosningaúrslitin. Það tókst – eða hvað? ■ Bréf til blaðsins ■ Aðsendar greinar Ríkið og stjórnmála- flokkarnir hætti af- skiptum af fjölmiðlum Ari Páll Kristinsson forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar Ágætt tækifæri forgörðum „Það er sterkt einkenni á íslenskri poppmenningu einmitt núna hve mikið er sungið á íslensku. Íslenskir tónlistar- menn hafa sótt mikið í íslenska menningarhefð að undan- förnu og með frábærum árangri eins og allir vita. Við höfum tröllatrú á því að hún Birgitta okkar eigi eftir að fá mikla og góða athygli. En hún hefði ábyggilega ekki þurft á enskum texta að halda til þess að ná til fólks. Ekki frekar en Sigur Rós og aðrir listamenn sem leyfa um- heiminum að hlusta á fleiri tungumál en endalausa ensku. Það er heldur ekki á hverjum degi sem svona margir evr- ópskir sjónvarpsáhorfendur gætu fengið að heyra ís- lensku og þarna fer forgörðum ágætt tækifæri til þess.“ Magnús Kjartansson hljómlistarmaður Hvað má það vera betra? „Ég er hlynntur því. Íslenska er mjög erfitt tungu- mál fyrir umheiminn vegna þess að umheimurinn þekk- ir ekki málið eða hljóðin í því. Af þeirri ástæðu er rétt hjá okkur, sem smáþjóð, að nota sömu aðferðir og aðrar slíkar og syngja á einhverju því tungumáli sem þeir sem kjósa í keppninni þekkja. Mozart samdi óperur á ítölsku þótt þýskumælandi væri vegna þess að á þeim tíma var ítalska móðurmál óperunnar. Halldór Ásgríms- son hefði ekki náð kosningu á Íslandi ef hann hefði talað Swahili. Umrætt lag er til á íslensku fyrir Íslendinga og útlensku fyrir útlendinga. Það fá allir sitt. Hvað má það vera betra?“ Enskur texti íslensks lags í Evrópusöngvakeppninni Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Ólafur mildast „Á liðnum árum hefur það loðað við Ólaf að vera full mikill kon- ungur en töluvert hefur dregið úr því á árinu hvort sem það er vegna þess að hann er að mild- ast eða vegna þess að kjörtíma- bilinu er að ljúka.“ HREINN HREINSSON Á VEFNUM KREML.IS. Brostæknin virkaði „Halldóri Ásgrímssyni hefur tek- ist að koma Framsóknarflokkn- um í næstminnsta fylgi sitt í sög- unni. Samt er hann almennt tal- inn sigurvegari kosninganna af því að honum tókst að brosa í auglýsingum.“ ÁRMANN JAKOBSSON Á VEFNUM MURINN.IS. Sigurvegarinn Þórgunnur Jónsdóttir skrifar: Í Kyoto þau fengu kvóta til að menga meir svo Kölski fái nú almennilega að spúa framan í Friðrik og Jóhannes Geir, og fórnarlömbin sem á álið trúa. Fréttablaðið tekur nú við aðsend- um greinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 200 til 400 orð í word. Senda skal greinarnar á netfangið kolbrun@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. ■ Framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður sungið á ensku eins og undanfarin ár. Lagið heitir að þessu sinni Open Your Heart með texta eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson og söngkonuna Birgittu Haukdal. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. NÝ SENDING FALLEGAR REGNKÁPUR OG STUTTKÁPUR Opið laugardaga frá kl 10 - 15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.