Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 36
15. maí 2003 FIMMTUDAGUR36 JUST MARRIED 3.45, 5.50, 8, 10.10 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 3.50 DREAMCATCHER kl. 6 og 10.10 QUIET AMERICAN kl. 5.50, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 bi 16 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10 kl. 8NÓI ALBINÓI kl. 9 b.i. 12 áraSAMSARA Sýnd kl. 4, 5.30, 8, 9.15 og 10.20 b.i. 16Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.20 kl. 4 500kr.DIDDA OG DAUÐI KÖTT...RECRUIT bi 16 kl.5.30, 8 og 10.30kl. 6THE PIANIST UNE AFFAIRE DE GOUT kl. 10.30 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Vin Diesel er mikill töffari ogmunar þar mest um hrjúfa röddina þar sem hann er full góðleg- ur til augnanna. Þrátt fyrir að töffið leki af honum virðist hann ekki geta borið uppi heila bíómynd nema hamagangurinn sé þeim mun meiri. Það fer honum nefnilega vel að skjóta, slást og sprengja en hann má ekki tala mikið, sem er auðvitað af- skaplega slæmt fyrir töffara sem er fyrst og fremst röddin. Diesel átti góðan dag í Pitch Black og XXX og slapp fyrir horn í The Fast and the Furious. Það er samt ljóst að hann verður að vanda hlutverkaval sitt betur og því miður er A Man Apart versti afleikur hans til þessa. Hér er Diesel í hlutverki eitur- svalrar fíkniefnalöggu sem missir eiginkonu sína í skotbardga við vondu kallana. Þetta kallar á hörð viðbrögð og hann leggur allt undir til þess að ná fram hefndum. Þetta er gömul saga og gæti svo sem enn verið góð ef vel væri að verki staðið en hér ekkert nýtt að gerast og myndin því í meira lagi fyrirsjáan- leg. Það versta af öllu er svo að myndin er langdregin á köflum og Diesel er lengst af eins og illa gerð- ur hlutur þar sem hann fær ekki að hóta, skjóta og drepa nógu oft. Harðir aðdáendur hans geta þó ver- ið sæmilega sáttir en ættu að fara að hafa áhyggjur af framhaldinu hjá hetjunni. Þórarinn Þórarinsson A MAN APART Aðalhlutverk: Vin Diesel, Larenz Tate Umfjöllunkvikmyndir Diesel í vondum málum Fréttiraf fólki STAR KISS kl. 10 ALT OM MIN FAR kl. 8 MISSING ALLEN kl. 8 MY TERRORIST/RUTHIE & CONNIE kl. 6 HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍÐ FILMUNDUR Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára KVIKMYNDIR Franski sálfræðitryllir- inn „Une affaire de goût“ vakti mikla athygli í heimalandi sínu og átti töluverðum vinsældum að fagna. Myndin fékk m.a. fimm til- nefningar til Césars-verðlauna árið 2001. Myndin segir frá þjóninum Nicolas Rivière sem vingast við hinn moldríka viðskiptajöfur Frédéric Delamont. Sá ríki heill- ast af persónuleika þjónsins og býður honum vinnu við það að bragða á mat sínum fyrir hverja máltíð. Þetta kemur flatt upp á þjóninn en hann ákveður, þrátt fyrir aðvaranir kærustu sinnar um að treysta ekki ríka manninum um of, að taka vinnunni. Þegar mennirnir tveir kynnast betur flækjast hlutirnir. Dela- mont er afar laginn við að spila með fólk og nær hann því fljót- lega valdi yfir þjóninum. Hann sættir sig við fáránlegt starf sitt og verður nær heilaþveginn af þessu nýja hlutverki sínu. Áður en báðir mennirnir vita hefur verið matreidd súpa full af svik- um og lygum sem bragðast heldur illa. Þetta er önnur kvikmynd franska leikstjórans Bernard Rapp. Uppbygging myndarinnar hefur vakið mikla athygli því hinn „óvænti endir“ er opinberað- ur í upphafsatriði myndarinnar. Söguframvindunni eru svo gerð skil með viðtölum við persónur myndarinnar þar sem þær reyna að gera áhorfandanum ljóst „af hverju“ hlutir þróuðust eins og þeir gerðu frekar en „hvernig“. Það er kvikmyndaklúbbur Alli- ance française sem sýnir mynd- ina í samstarfi við Filmund. Myndin verður sýnd í Háskóla- bíói í dag kl. 22.30, mánudaginn kl. 18.00 og þriðjudaginn kl. 20.00. Hún er sýnd með enskum texta. Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi í Alliance française. biggi@frettabladid.is Leikarahjónin Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas hafa tekið að sér aðalhlut- verk í leikriti í West End-hverfi London. Leikritið heitir „Pri- vate Lives“ og koma þau til með að leika fráskilin hjón sem hitt- ast á hóteli í brúðkaupsferð- um með nýjum mökum. Þetta verður meiri þraut fyrir Douglas en eiginkon- una því hann hefur ekki stigið á leiksvið síðan árið 1960. Leikkonan Halle Berry lenti íleiðinlegri lífsreynslu á dögun- um í Kanada þar sem hún er nú stödd við tökur myndarinnar „Gothika“. Berry var í miðju líkamsnuddi í lúxusvillu sem hún hafði leigt er inn- brotsþjófur réðst inn í húsið. Mann- inum dauðbrá við að sjá Berry hálf- bera og hljóp í burtu. Leikkonan varð þó það skelk- uð að hún ákvað að flytjast á sama hótel og mótleikkona hennar í myndinni, Penelope Cruz. Þjónninn kemst á bragðið Í dag frumsýna kvikmyndaklúbbur Alliance française og Filmundur frönsku myndina „Une affaire de goût“, eða „Mismunandi bragðskyn“. Myndin er sýnd í Háskólabíói. UNE AFFAIRE DE GOÛT Þjóninn Nicolas fær það skemmtilega starf að bragða á öllum máltíðum milljónamæringsins Frédéric Delamont áður en hann byrjar að borða. Þjálfari körfuboltaliðsins LosAngeles Lakers þakkaði leikar- anum Jack Nicholson sérstaklega fyrir öll látalætin á leik liðsins við Spurs. Sá gamli stóð alveg við hlið- arlínuna, lét öllum illum látum og skammaði leikmenn óspart. Leikur- inn fór svo þannig að Lakers vann. Þjálfari liðsins segir að lætin í Nicholson hafi virkað sem vítamín- sprauta á leikmenn liðsins. Rapparinn Eminem vildi ekkigefa grínaranum Weird Al Yankovic leyfi til þess að gera myndband við grínútgáfu hans af laginu „Lose Yourself“. Yankovic fékk leyfi til þess að hljóðrita útgáfu af laginu sem hann kallar „Couch Potato“. Það er greinilegt að Eminem var ekkert sérstaklega skemmt því þegar kom að því að gera myndband við lagið stöðvaði rappar- inn framkvæmdina. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM Internet Movie Database - 7.1 /10 Rottentomatoes.com - 76% = Fresh Los Angeles Times - 4 og hálf stjarna AÐRAR FRUMSÝNINGAR UM HELGINA The Matrix Reloaded A View from the Top Magic Pudding Willard Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.