Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 12
12 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR EFTIRLAUN MORGUNDAGSINS Ungir sem aldnir tóku þátt í kröfugöngum víðs vegar um Frakkland til að sýna stuðn- ing sinn við yfirstandandi verkfall í landinu. Verkfallinu er ætlað að þrýsta á yfirvöld að endurskoða áætlanir um breytingar á eftir- launakerfinu. ÚTHAFSKARFI „Mest er veitt af út- hafskarfa snemma sumars, skipin reyna að klára kvótann sem fyrst,“ segir Ari Arason, verkefnastjóri upplýsingasviðs Fiskistofu. Ari segir skipin sem eru á þess- um veiðum vera úti í um og yfir mánuð í einu. „Ef nú væru til dæm- is tuttugu skip á þessum veiðum og kæmu öll inn í lok mánaðarins gæti aflinn verið kominn í tuttugu þús- und tonn. Allt of snemmt er að segja að stofninn sé hruninn. Þó hljóðið í einhverjum skipstjórum sé ekki gott núna í upphafi veiðitíma- bils getur það gjörbreyst á einni viku.“ Ari segir enga ástæðu til að ætla að stofninn sé hruninn út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Hann segir fiskinn vera um fimmtán til átján ára gamlan þegar hann er veiddur, þar af leiðandi hverfi hann ekki allt í einu. Til dæmis hafi veið- in í fyrra verið góð. ■ ÚTHAFSKARFAVEIÐI Úthafskarfinn er gamall þegar hann er veiddur og þar af leiðandi hverfur hann ekki allt í einu. Fiskistofa: Of snemmt að reikna með hruni AFLI ÚTHAFSKARFA 2001 42.472.571 2002 44.429.720 Það sem af er árs 2003 6.115.733 SÁDI-ARABÍA, AP/WASHINGTON POST Talsmenn bandarískra stjórnvalda óttast að miklar líkur séu á fleiri hryðjuverkum, svipuðum þeim og urðu 30 manns að bana í höfuð- borg Sádi-Arabíu. „Við höfum grun um að al Kaída og fólk tengt samtökunum séu langt komin með skipulagningu fleiri slíkra árása,“ sagði ónefndur talsmaður Banda- ríkjastjórnar. Sjálfsmorðsárásirnar sem áttu sér stað í Riyadh urðu a.m.k. 30 manns að aldurtila og særðu 200 aðra, flesta lítillega. Á tímabili var óttast að tala látinna væri nær hundrað en það reyndist rangt. Lögregluyfirvöld í borginni liggja undir mikilli gagnrýni, en þeim mistókst að handsama 19 þekkta stuðningsmenn al Kaída sem voru undir stöðugu eftirliti þangað til í síðustu viku. Líkur benda til að hluti þess hóps hafi staðið að þessum nýjustu spreng- ingum. Bandaríski sendiherrann er sagður hafa sagt Bandaríkja- mönnum í Sádi-Arabíu að koma sér burt úr landinu sem fyrst af ótta við frekari árásir, sem virðist aðallega beint gegn bandarískum þegnum. „Eingöngu skrímsli eru fær um svona voðaverk,“ sagði Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu í sjón- varpsávarpi til þjóðar sinnar. „Það er engin afsökun fyrir svona hryðjuverkum. Þessir menn enda í helvíti.“ ■ BJÖRGUNARSVEIT Í RÍYADH Enn er leitað að fólki sem gæti hafa grafist undir rústunum. Hryðjuverkin í Sádi-Arabíu: Óttast fleiri árásir ÍRAK, AP/GUARDIAN/BBC Það andar- tak í stríðinu í Írak sem helst vakti athygli áhorfenda um víða veröld var þegar styttan af Saddam Hussein var felld af stalli sínum í Bagdad. Atvikið markaði djúp spor í þjóðar- sál Íraka, sem þol- að höfðu fleiri ára harðstjórn hans án þess að hafa nokkuð um það að segja. Eftirvæntingin þann daginn hefur dvínað mikið og nú má finna orðsendingu til bandamanna skrifaða með þykku rauðu letri á þessum sama stalli og hélt áður upp líkneski Saddams; „Þetta er komið, farið heim!“ Það er hægari sagt en gert að byggja upp Írak aftur eins og bandamenn hafa stefnt að síðan stríðinu lauk, sérstaklega fyrir þær sakir að töfralausnir banda- manna um skjóta lausn á mörgum vandamálum hafa reynst gagnlitl- ar. Vegakerfið í Írak reyndist vera í mun verra ástandi en vonir stóru til. Aðgengi að hreinu vatni og raf- magni var nánast ekkert á stórum svæðum og skipulagningu banda- manna var ábótavant. Sem dæmi varð fyrsta flutningaskipið sem flutti lífsnauðsynlegar vörur til Basra í suðurhluta Íraks að bíða nokkra daga í flóanum á meðan gengið var úr skugga um að skipa- skurðir til Basra væru lausir við sprengjur. Embættismenn hafa verið dug- legir við að óska eftir meiri tíma til að koma landinu á réttan kjöl á ný en því lengur sem hersveitir bandamanna prýða helstu borgir og bæi verða Írakar óþolinmóðari. „Það hefur ekkert lagast eftir að Saddam fór,“ sagði Abdul Wahed Shukri Hamadi, íraskur lyfjafræðingur, eftir að hann beið hálfan dag eftir að fylla tankinn á bíl sínum í sama landi og geymir aðrar stærstu olíulind- ir heimsins. Aðrir Írakar benda á þá stað- reynd að hvorugt af markmiðum Bandaríkjastjórnar í landinu hafi náðst. Hvorki sé búið að hand- sama Saddam Hussein né hafa uppi á gereyðingarvopnum. „Ég skil vel að fólk sé ennþá hrætt,“ sagði Adnam Mohammed Sayeed, íraskur flugstjóri á eftirlaunum. „Saddam Hussein er ófundinn ennþá og hann á marga stuðn- ingsmenn í Írak.“ ■ FRÁ BAGDAD Landsmenn farnir að huga að öðrum hlutum en áður. Þetta er komið, farið heim! Uppbyggingarstarfið í stríðshrjáðu Írak gengur hægar en vonast var eftir. Bandamenn biðja um meira tíma en þolinmæði Íraka er að renna út. ■ Það hefur ekk- ert lagast eftir að Saddam fór.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.