Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 4
4 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR
■ Egyptaland
Hvern vilt þú sem formann
Samfylkingarinnar?
Spurning dagsins í dag:
Á Ólafur Ragnar Grímsson að gefa
aftur kost á sér til forseta Íslands
eftir ár?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
44%
56%
Ingibjörgu
Össur
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Sloppið fyrir horn
Það er mat manna að Framsóknarflokkurinn hafi náð að halda sínu
með því að höfða til ungs fólks, tala um stöðugleika, auglýsa
hnitmiðað og vera heppinn.
STJÓRNMÁL „Við höfðuðum mjög
vel til ungs fólks,“ sagði áhrifa-
maður innan Framsóknarflokks-
ins um gengi og stöðu flokksins að
loknum kosningum. Framsóknar-
flokkurinn þykir almennt hafa
unnið varnarsigur. Þó hafa stjórn-
málafræðingar og fleiri bent á að
fylgi flokksins hafi sjaldan verið
minna. Aðeins 1978 og 1956 fékk
flokkurinn minna fylgi. Ljóst er
að framsóknarmenn sóttu mjög í
sig veðrið á endasprettinum, enda
nálgaðist fylgið óðfluga 10 pró-
sentustigin í sumum könnunum í
aðdraganda kosninganna.
Almennt telja viðmælendur
blaðsins að góðar og hnitmiðaðar
auglýsingar hafi hjálpað Fram-
sókn mjög að rétta sinn hlut. Einn
viðmælanda blaðsins innan Fram-
sóknar vísaði því á bug að þær
hefðu verið dýrari en auglýsingar
annarra flokka. „Samfylkingin
auglýsti á heilu opnunum dag eft-
ir dag,“ sagði hann. „Ég held að
menn séu að segja þetta vegna
þess að það var mest tekið eftir
okkar auglýsingum.“
„En við vorum líka heppnir,“
sagði annar viðmælandi. „Það má
ekki gera lítið úr því.“ Hér er ann-
ars vegar vísað til þess að kosn-
ingaúrslitin komu einstaklega
þægilega við Framsóknarflokk-
inn. Sjálfstæðisflokkur tapaði og
Samfylkingin vann, en þó ekki.
Framsókn stendur eftir með pál-
mann í höndum.
En flokkurinn var einnig hepp-
inn að því leyti að ýmis stór og
umdeild mál á kjörtímabilinu,
eins og stuðningur við stríðið í
Írak sem og umdeildar áherslur í
virkjanamálum, voru ekki hita-
mál í kosningabaráttunni. Þau
hefðu mögulega gert Framsókn-
arflokkinn að mun meiri skot-
spæni stjórnarandstöðunnar ef
þau hefðu verið í hápunkti um-
ræðunnar á kjördegi.
Þess í stað er það mat margra
að Framsóknarflokkurinn hafi
náð að leggja áherslu á stöðug-
leika og efnahagsmál. Flokkurinn
hafi náð að snúa baráttunni
þannig að umræðan snerist meira
eða minna um það hvernig flokk-
arnir ætluðu að verja gullinu sem
Framsókn hafði aflað. „Þessi um-
ræða kom sérstaklega illa við
Vinstri græna,“ sagði einn stjórn-
málaskýrandi við blaðið. „Þegar
gullinu frá Kárahnjúkum var
hringlað lentu þeir í erfiðri
stöðu.“
gs@frettabladid.is
Tony Blair gagnrýndur af þingmönnum:
Ráðherra
í forsetaleik
BRETLAND, AP/INDEPENDENT Afsögn
Clare Short, ráðherra alþjóðlegr-
ar þróunarsamvinnu í bresku rík-
isstjórninni, hefur hrundið af stað
heitri umræðu um stjórnarhætti
Tony Blair forsætisráðherra. Í
ræðu sem Short hélt í breska
þinginu í tilefni af afsögn sinni
kom fram hörð gagnrýni á stjórn-
unaraðferðir Blair. Lýsti hún því
yfir að sér þættu stjórnarhættir
Blair eiga meira skylt við banda-
ríska forsetaembættið en það sem
tíðkast í hinu hefðbundna breska
stjórnkerfi.
Áhrifamiklir þingmenn jafnt
innan sem utan Verkamanna-
flokksins hafa tekið undir gagn-
rýni Short og lagt fram tillögur
um aukið vald til handa þinginu
á kostnað embættis forsætisráð-
herra. Þingmennirnir segja að
Short hafi hitt naglann á höfuðið
þegar hún benti á það að Blair
hefði ítrekað virt að vettugi vilja
félaga sinna í ríkisstjórninni
sem og þingsins þegar stórar
ákvarðanatökur væru annars
vegar. Forsætisráðherrann hef-
ur verið gagnrýndur fyrir að
treysta um of á fámennan hóp
ráðgjafa í stað þess að ráðfæra
sig við lýðræðislega kjörna full-
trúa. Mörgum þykir Blair vera
fullupptekinn af ímynd sinni á
alþjóðavettvangi og halda því
fram að málflutning hans skorti
inntak. ■
Á VERÐI
Öryggisvörður stendur vörð við bakdyr eld-
húss Bulovka-sjúkrahússins í Prag.
Fjárkúgari:
Hótar að
eitra sjúkra-
húsfæði
PRAG, AP Tékkneska lögreglan er
tilbúin til þess að hefja samninga-
viðræður við mann sem hefur hót-
að því að eitra mat á sjúkrahúsum
ef hann fær ekki greitt andvirði
um 800 milljóna íslenskra króna.
„Við erum tilbúin að gera allt
sem í okkar valdi stendur til þess
að koma í veg fyrir að maðurinn
geri alvöru úr hótunum sínum,“
sagði Stanislav Gross innanríkis-
ráðherra. Hann gaf þó í skyn að
ekki yrði mögulegt að bregðast
við áður en sá frestur sem fjár-
kúgarinn gaf yfirvöldum rennur
út, en það er í dag.
Fyrir nokkrum dögum fann
lögreglan tvær litlar flöskur sem
fjárkúgarinn hafði falið og reynd-
ust þær innihalda blásýrusalt. Var
þá ákveðið að líta svo á að mann-
inum væri trúandi til að gera al-
vöru úr hótunum sínum. ■
Flugvallarskattar:
Samræmi
kostar 500
milljónir
STJÓRNSÝSLA Innheimta flugvallar-
gjalds er í mikilli óvissu að því er
Ríkisendurskoðun segir í nýrri
skýrslu um Flugmálastjórn.
Stjórnvöld hafa verið kærð af
Eftirlitsstofnun EFTA vegna þess
að íslenskir flugvallarskattar á
millilandaferðir eru margfalt á
við flugvallarskatta í innanlands-
flugi. Þetta hefur lengi verið ljóst
en samgönguráðuneytinu hefur
ekki tekist að finna lausn á mál-
inu. Erfitt er talið að hækka gjald-
ið í innanlandsflugi. Væri milli-
landagjaldið hins vegar lækkað til
samræmis yrði ríkissjóður af
hálfum milljarði króna á ári.
DÆMDUR FYRIR FJÖLKVÆNI Eg-
ypskur athafnamaður var dæmd-
ur í sjö ára þrælkunarfangelsi
fyrir að kvænast fleiri en fjórum
konum, sem er brot á íslömskum
lögum. Fawsy Mahmoud gifti sig
alls 18 sinnum en náðist eftir að
synir hans skýrðu frá því að hann
hefði átt fimm konur á sama
tíma. ■
Samkeppnisráð segir Fjarðabyggð hafa brotið samkeppnislög:
Leigusamningur Egilsbúðar ógildur
SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisráð hef-
ur ógilt samning Fjarðabyggðar
við B.G. Bros um leigu á Egilsbúð í
Neskaupstað.
Eignarhaldsfélagið Trölli, sem
rekur gistiþjónustu í Neskaupstað í
samkeppni við B.G. Bros, kvartaði
til Samkeppnisstofnunar. Telur fé-
lagið að samningur Fjarðabyggðar
við B.G. Bros hafi skekkt sam-
keppnisstöðuna, því í raun hafi
Fjarðabyggð greitt niður eðlilegan
rekstrarkostnað keppinautarins.
Þá hafi öðrum ekki verið gefinn
kostur á að leigja Egilsbúð. B.G.
Bros hafi haft Egilsbúð á leigu síð-
an árið 1997. Fyrsta árið hafi verið
leigulaust en síðan hafi leigjandinn
greitt 50 þúsund krónur á mánuði
fyrir tæpa 1.200 fermetra eða svip-
aða upphæð og bókasafnið, sem er
í sama húsnæði, greiði. Bókasafnið
sé hins vegar í rúmlega 80 fer-
metra húsnæði.
Í úrskurði samkeppnisráðs seg-
ir að leigusamningurinn brjóti í
bága við samkeppnislög og sveitar-
félaginu gert skylt að bjóða út og
gera nýjan leigusamning um hús-
næðið eigi síðar en 1. maí á næsta
ári. ■
Rán í söluturni:
Tvítugur
maður
handtekinn
LÖGREGLUMÁL Ránið sem framið var í
söluturni við Kleppsveg á föstudag
hefur verið upplýst. Lögreglan í
Reykjavík handtók í gærmorgun
tvítugan mann sem grunaður var
um verknaðinn. Viðurkenndi hann
að hafa verið að verki og telst málið
að fullu upplýst. Maðurinn hafði
komið hettuklæddur inn í söluturn-
inn. Otaði hann hnífi að afgreiðslu-
stúlkunni og hafði á brott með sér
peninga og frelsiskort. Af því búnu
lét hann sig hverfa. Afgreiðslu-
stúlkuna sakaði ekki. ■
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Kosningar sem margir töldu snúast um
það hvort menn vildu Ingibjörgu eða Dav-
íð í forsæti enduðu með því að Halldór
stendur eftir í lykilstöðu.
FYLGI FRAMSÓKNARFLOKKS-
INS EFTIR KJÖRDÆMUM
1999 2003
Reykjavík norður 10,4% 11,6%
Reykjavík suður 10,4% 11,3%
Suðvesturkjördæmi 16% 14,9%
Norðvesturkjördæmi 27,7% 21,7%
Norðausturkjördæmi 32,1% 32,8%
Suðurkjördæmi 23,6% 23,7%
SÓLON R. SIGURÐSSON
Sér ekki fram á annað en að samruninn
verði samþykktur.
Bankasamruni:
Sjá engin
vandkvæði
VIÐSKIPTI „Það eru allar líkur á að
hér verði kominn nýr og stór og
sterkur banki 27. maí,“ segir Sól-
on R. Sigurðsson, bankastjóri
Búnaðarbankans. Hann segir ekk-
ert hafa komið fram enn sem
komi í veg fyrir að það verði af
samruna bankans og Kaupþings.
Hluthafafundir eigi að vísu eftir
að samþykkja samrunann: „Ég
hef ekki trú á öðru en að svo
verði.“
Hluthafafundirnir verða 26.
maí. Verði samruninn samþykk-
tur gengur hann í gegn næsta dag
að því gefnu að hvorki Fjármála-
eftirlitið né Samkeppnisstofnun
setji sig upp á móti honum. ■
Gassprenging:
Öll útskrifuð
SLYS Ungmennin sem brenndust
illa í bílskúr í Garðabæ síðla í vet-
ur eru nú öll útskrifuð.
Að sögn Jens Kjartanssonar,
yfirlæknis á lýtalækningadeild,
sluppu piltarnir betur en á horfð-
ist og fengu þeir að fara heim fyr-
ir nokkru. Þeir bera þess þó alltaf
merki að hafa brennst illa. Stúlk-
an brenndist verr og þurfti að
gangast undir nokkrar aðgerðir. ■
BLAIR BREGÐUR Á LEIK
Breski forsætisráðherrann þykir einbeita sér um of að því að byggja upp ímynd sína sem
sterkur leiðtogi í stað þess að vinna með öðrum kjörnum fulltrúum.
NESKAUPSTAÐUR
Eignarhaldsfélagið Trölli, sem rekur gisti-
þjónustu í Neskaupstað í samkeppni við
B.G. Bros, kvartaði til Samkeppnisstofnun-
ar vegna leigu Fjarðabyggðar á Egilsbúð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI