Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 26
26 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 200 sæti í fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Gistista›urinn ver›ur sta›festur viku fyrir brottför. 36.242 kr. Ver›dæmi til Mallorca e›a Benidorm m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja til 11 ára ferðist saman. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 1 viku, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur fyrir 2ja til og með 11 ára, 12.000 kr. Ef 2 ferðast saman 47.630 kr. Krít 19. og 26. maí, 2. og 9. júní Benidorm 4., 11. og 21. júní Mallorca 22. maí og 12. júní Portúgal 20. maí, 3. og 10. júní Verð á mann 4 í íbúð 38.900 3 í íbúð 41.900 2 í íbúð 43.900 Aukavika stgr. á mann 4 í íbúð m/1 svefnherb. og stofu 10.500 3 í íbúð m/1 svefnherb. og stofu 13.500 2 í íbúð eða stúdíói 17.500 Aukagjald fyrir einbýli m.v. stúdíó 16,900 Aukavikuverð m.v. 1 í stúdíó 29,400 Barnaafsláttur 12.000 Verð Brottfarir Sólar Plús Laun alþingismanna og ráðherra hækkuðu um 18 - 19% á kjördag. Um áramót hækkuðu þau meira en laun al- mennra launþega. Þetta hefur valdið gremju meðal margra og hneykslun sumra. Fréttablaðið leitaði álits nokkurra aðila, hvers úr sinni áttinni, á launahækkununum. Verðskulduð eða hneykslanleg hækkun? Jens Ólafsson: Frekar of lág Það er alltaf túlkunaratriði hvaðteljast vera há laun og hvað ekki,“ segir Jens Ólafsson, fram- kvæmdastjóri ráðningarfyrirtæk- isins Ábendi. Hann segir það alltaf umdeilt þegar einn hópur fær launahækkun umfram aðra. „Við höfum hins vegar séð slík- ar leiðréttingar áður hjá ýmsum starfsstéttum, til dæmis kennur- um og heilbrigðisstarfsfólki, þan- nig að það er í sjálfu sér ekkert nýtt. Þá eru störf þingmanna og ráðherra mjög ábyrgðarmikil og annasöm, það má segja að þeir séu í vinnu allan sólarhringinn all- an ársins hring. Í því samhengi tel ég þess laun ekki of há og í raun frekar lág samanborið við þær tölur sem ég veit af hjá stjórnend- um stærri fyrirtækja. Að auki þarf það að vera eftirsóknarvert fyrir fólk að starfa í stjórnmálum. Laun eiga ekki að ráða því hvort hæfileikaríkt ákveður að starfa á vettvangi stjórnmálanna eða úti í atvinnulífinu.“ ■ Bubbi Morthens Eiga góð laun skilin Alþingismenn eiga góð launskilin,“ segir Bubbi Morthens, tónlistarmaður og boxspekúlant. „Það er bara þannig.“ Bubbi er ekki í nokkrum vafa um að hvorir tveggja alþingismenn og borgar- fulltrúar séu vel að launahækkun sinni komnir. „Þetta er skíta- djobb,“ segir Bubbi. Bubba finnst launahækkunin síður en svo of mikil. „Mér finnst að þingmenn og kennarar eigi að vera á sömu launum. Þingmenn eru á réttum launum en kennarar ekki.“ ■ Sigurður Kári Kristjáns- son Bæði kostir og gallar Það kom mér á óvart að launinhefðu hækkað,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er mjög rífleg hækkun en ég er þeirrar skoðunar að til þess að það verði eftirsóknarvert að taka þátt í stjórnmálum og taka að sér embættisstörf verði laun æðstu embættismanna þjóðarinnar að vera nokkuð há.“ Honum finnst þó nokkuð vel í lagt. „Þessi hækkun gerir það að verkum að ríkið verð- ur ráðandi í launaþróun í landinu sem er mjög vont fyrir atvinnulíf- ið og almenna vinnumarkaðinn.“ Hann telur því að hækkuninni fylgi bæði kostir og gallar. Sigurður bendir þó á að á lista yfir þá embættismenn sem fengu launahækkun hafi alþingismenn þó eftir sem áður áberandi lægstu launin, til dæmis þegar miðað er við laun héraðsdómara. ■ Halldór Björnsson Ótrúleg tímasetning Aðferðin er alveg með eindæm-um,“ segir Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands- ins, um hækkun launa ráðamanna þjóðarinnar. Þrátt fyrir að hækk- un launanna hafi legið fyrir á kjördag hafi hún ekki verið birt fyrr en á mánudegi eftir kosning- ar. Halldór segir launabreytingar ráðamanna ekki hafa haldist í hendur við launaþróun annars staðar í þjóðfélaginu. Frá fyrsta ársfjórðungi 1999 hafi félagar í Alþýðusambandinu fengið röskra 27 prósenta launahækkun meðan laun ráðamanna hafi hækkað yfir 60 prósent með þessari breytingu. Halldór skilur ekki tímasetn- ingu þessarar ákvörðunar þar sem vitað sé að þreifingar um launabreytingar séu þegar hafnar í þjóðfélaginu.“Ef þetta er vega- nestið hljótum við að fara þá leið að setja fram ekki minni kröfur fyrir okkar fólk.“ ■ Kjaradómur: Hæstu laun tíu milljónir LAUN Forsætisráðherra hefur tíu og hálfa milljón króna í árslaun eftir hækkunina á laugardag. Aðr- ir ráðherrar verða að sætta sig við níu og hálfa milljón. Hækkun- in á ársgrundvelli nemur 1,7 millj- ón hjá forsætisráðherra, rúmlega 1,4 milljónum hjá öðrum ráðherr- um. Launalægstu mennirnir sem kjaradómur tók ákvörðun um eru óbreyttir þingmenn. Þeir hækk- uðu um 69.000 krónur á mánuði, 828.000 krónur á ári. Launin nema hér eftir 438.000 krónum á mán- uði. Þá er ekki tekið tillit til ým- issa fastra viðbótargreiðslna. Þeir sem hækkuðu minnst í launum eru Biskup Íslands (705.000), Ríkisendurskoðandi (774.000) og Umboðsmaður barna (538.000) sem allir hækkuðu um sjö prósent. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.