Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 13
■ Erlent 13FIMMTUDAGUR 15. maí 2003 Þeir sem eru með F plús njóta tryggingaverndar fyrir alla fjölskylduna á ferðalagi erlendis. Það er sama hversu margir eru í fjölskyldunni eða hve oft farið er til útlanda, F plús verndin gildir í allt að 91 dag hverju sinni. Að sjálfsögðu býður VÍS líka samsetta ferðatryggingu fyrir þá sem ekki eru með F plús. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 560 5000. F plús fjölskyldutrygging felur, auk slysatryggingar, í sér sjúkrakostnaðartryggingu, ferðarofstryggingu og farangurstryggingu. Sjá nánar í skilmálum F plús tryggingar. Með tryggingunni fær fjölskyldan einnig öryggiskort og aðgang að neyðarþjónustu SOS International. Tryggðu þér ánægjulegra frí. Leyfðu okkur að bera ábyrgðina með þér. Vátryggingafélag Íslands · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Þjónustuver 560 5000 · www.vis.is Mundu þá eftir SOS-kortinu! Ferðatrygging er alltaf innifalin í F plús fjölskyldutryggingunni Ert þú með F plús tryggingu? F í t o n / S Í A F I 0 0 7 0 6 7 STYÐJA BANDARÍKJAMENN Danir munu styðja áfram baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverk- um víðs vegar um heiminn. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, eftir fund með stjórnvöldum í Wash- ington. Hann fordæmdi árásirnar í Sádi-Arabíu. „Bleyðurnar sem ábyrgar eru fyrir þessum grimmdarverkum verða hand- teknar og dæmdar.“ VILJA ÓLYMPÍULEIKANA París hefur bæst í hóp þeirra borga sem vilja halda sumar- ólympíuleikanna árið 2012, sam- kvæmt frétt franska dagblaðsins Le Parisien. Alþjóða Ólympíu- nefndin mun tilkynna hver hlýtur hnossið í júlí 2005. ÓKUNNUGIR ÓVELKOMNIR Í kínverskum sveitaþorpum hafa víða verið reistir vegatálmar til þess að koma í veg fyrir heimsóknir ókunnugra sem gætu bor- ið með sér bráðalungnabólguveiruna. Óttinn við bráðalunga- bólguna: Á náðir hins yfirnáttúru- lega PEKING, AP Í dreifbýlishéruðum Kína hafa þúsundir snúið sér til galdramanna í þeirri trú að þeir geti gert fólk ónæmt fyrir bráðalungnabólgunni alræmdu. Yfirvöld, sem leggja traust sitt á nútímavísindi, hafa árangurslaust reynt að stemma stigu við þessari þróun. Þær sögusagnir komust á kreik að nýfætt barn hefði skyndilega hafið upp raust sína og lýst því yfir að baunasúpa gæti komið í veg fyrir bráðalungnabólgusmit. Í kjölfarið margfaldaðist baunasala í sveitum landsins. Sú trú er einnig ríkjandi að byssupúður geti drepið veiruna og sótthreins- að andrúmsloftið. Kínverskur þjóðháttafræðing- ur segir að ótti almennings við bráðalungnabólguna endur- speglist í því hversu margir hafi leitað á náðir hins yfirnáttúru- lega. „Fólkinu dugir ekki læknis- fræðileg skýring heldur þarfnast það einnig félagslegrar og sál- fræðilegrar skýringar.“ ■ Gassprenging í kola- námu: Öryggismál í ólestri PEKING, AP Að minnsta kosti 63 verkamenn létu lífið þegar gas- sprenging varð í kolanámu í aust- urhluta Kína. Að sögn yfirvalda eru 23 enn lokaðir inni á um 500 metra dýpi. Litlar líkur eru þó taldar á því að þeir hafi komist lífs af. Rannsókn á tildrögum slyssins er þegar hafin. Kolanámur í Kína eru þær hættulegustu í heimi og á síðasta ári létust yfir 5.000 kínverskir námaverkamenn við störf sín. Tíð óhöpp eru meðal annars rakin til þess hve léleg loftræsting er í námunum auk þess sem búnaður til þess að slökkva eld er sjaldnast fyrir hendi. Yfirvöld segja að það sé áhugaleysi rekstraraðila sem veldur því að öryggisreglum er ekki fylgt. ■ HEIMAÞJÓNUSTA Nefnd á vegum heil- brigðisráðherra hefur verið skipuð til að samhæfa þjónustu sveitarfé- laga og ríkisins við heimahjúkrun og aðra þjónustu við aldraðra á höf- uðborgarsvæðinu. Elsa Friðfinnsdóttir, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, segir tilganginn vera að veita markviss- ari þjónustu með því að bæði heimahjúkrun og heimaþjónusta verði á sömu hendi. Hún segir að með þessu sé horft til reynslu á Ak- ureyri og Hornafirði, sem hafi ver- ið reynslusveitarfélög. Við þau var gerður samningur um að þau yfirtækju þátt ríkisins í heilbrigðisþjónustu og segir Elsa að reynslan sýni að það sé hag- kvæmara að hafa þessi mál á sömu hendi. „Eins og málum er háttað nú hefur það brunnið við að heimaþjónustan og heimahjúkr- unin hafi jafnvel heimsótt fólk á sama degi og síðan liðið langur tími á milli. Unnið verður að því að koma í veg fyrir það þannig að þjónustan verði markvissari og nýtist betur.“ Elsa segir að unnið sé í sam- ræmi við markmið heilbrigðisráð- herra að aldraðir geti verið eins lengi heima og kostur er og feng- ið viðeigandi þjónustu. Til þess hafi verið veitt 50 milljónum næstu þrjú árin. ■ ALDRAÐIR HEIMA FREMUR EN Á HJÚKRUNARHEIMILUM Í þeim tilgangi er unnið að því að sam- ræma þjónustuna og gera hana markviss- ari. Samræma þjónustuna: Aldraðir geti búið heima lengur SÓMALAR SNÚA HEIMFlóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna sendi hóp Sómala aftur til föðurlandsins eftir að þrjú þúsund þeirra fóru fram á það. Sómalarn- ir, sem flúðu þegar blóðbaðið stóð sem hæst árið 1991, eru orðnir þreyttir á flóttanum og hafa hjálp- arstarfsmenn nú búið svo um að heimför er möguleg. BARN FANNST Í KÆLI Lögregla í Melbourne í Ástralíu yf- irheyrir nú fimmtán ára gamla stúlku vegna kornabarns sem fannst látið í ísskáp á heimili henn- ar. Lögregla telur stúlkuna eiga barnið. „Við teljum mjög líklegt að stúlkan sé móðirin og barnið hafi fæðst inni á heimilinu. Þetta er allt ákaflega sorglegt mál.“ ■ Erlent

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.