Fréttablaðið - 19.05.2003, Side 6

Fréttablaðið - 19.05.2003, Side 6
6 19. maí 2003 MÁNUDAGUR ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8.679,0 -0,4% Nasdaq: 1.538,5 -0,8% FTSE: 4049,0 0,9% DAX: 2989,1 0,0% NIKKEI: 8117,3 -0,1% S&P: 944,3 -0,3% Veistusvarið? 1Í hvaða banka á höfuðborgarsvæðinuvar framið vopnað rán síðastliðinn föstudag? 2Fyrrverandi forstjóri General Electrickom í heimsókn hingað til lands í boði Baugs og Kaupþings. Hvað heitir maður- inn? 3Hillary Clinton, fyrrum forsetafrúBandaríkjanna, hefur ritað bók um líf sitt í Hvíta húsinu. Hvað heitir bókin? Svörin eru á bls. 38 ÍRAK, AP Á milli fimmtán og þrjátíu þúsund meðlimum Baath, stjórn- málasamtaka Saddams Husseins, verður bannað að taka þátt í eða að mynda nýja ríkisstjórn í Írak, samkvæmt ummælum ónefnds háttsetts manns í endurreisnar- hópi Bandaríkjanna. Þetta mun þýða að flokkur Husseins er í raun allur ef hann getur ekki haft nein afskipti af stjórn landsins. Þetta er hluti af þeirri stefnu bandamanna að upp- ræta öll ítök flokksins í landinu. Þetta verður ekki auðvelt. Til dæmis hafa allar stöðuveitingar innan Íraks síðustu ár farið að miklum hluta eftir tengslum við- komandi innan flokksins. Banda- ríkjamenn segja að hingað til hafi einungis tvö þúsund með- limir úr Baath sótt um störf inn- an nýrrar ríkisstjórnar. Ein og hálf milljón Íraka var skráð í Baath flokkinn en að- eins fyrrnefndir fimmtán til þrjátíu þúsund voru fullir með- limir. ■ Samkomulagi náð: Verkföllum lokið PARÍS, AP Verkfalli opinberra starfsmanna í Frakklandi, sem lamað hefur allar samgöngur í landinu síðustu daga, er lokið eft- ir að sátt náðist við tvö stærstu verkalýðsfélögin. Strætisvagna- og lestarsam- göngur voru komnar í horf fljót- lega eftir það og íbúar Frakklands geta því sett línuskautana og reið- hjólin aftur inn í geymslu. Samkomulagið er á þá lund að opinberir starfsmenn greiða leng- ur í lífeyrissjóði en áður var en tilefni verkfallsins voru tillögur stjórnvalda um að breyta núver- andi kerfi áður en það hryndi. Aðrar uppástungur sem stjórn- völd samþykktu að skoða voru hærri lífeyrisgreiðslur og að eft- irlaunaaldur ákveðinna hópa myndi lækka. ■ ÍRAK, AP Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa greint frá því að þau eru að rannsaka hvort breskir og banda- rískir hermenn hafi framið mann- réttindabrot á 20 föngum á meðan á stríðinu stóð í Írak. Fangarnir hafa undirritað yfir- lýsingu þar sem kemur fram að sparkað hafi verið í þá og þeir barðir á meðan á yfirheyslum stóð. Nokkrir þeirra eru óbreyttir borgarar sem herir Breta og Bandaríkjamanna grunuaðu um að vera hliðhollir Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseta. Einn þeirra segist hafa verið pyntaður með rafmagni. Breska varnarmálaráðuneytið sagðist ekki hafa fengið neinar kvartanir en neitaði alfarið að illa hefði verið farið með fanga. „Fangar okkar voru meðhöndlað- ir samkvæmt Genfar-sáttmálan- um og Rauði Krossinn leit reglu- lega við í heimsókn,“ sagði í yfir- lýsingu þeirra. „Ef grunur leikur á öðru, þá munum við að sjálfs- sögðu rannsaka það.“ Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur ekkert viljað tjá sig um ásakanirnar. Frá því Bandaríkin réðust inn í Afganistan hafa borist fréttir af því af og til að bandarískir leyniþjónustumenn eða samstarf- smenn þeirra hafi beitt of mikilli hörku við yfirheyrslur. Þeim hefur öllum verið neitað af ban- darískum hermálayfirvöldum. ■ TÆKNI Hugmyndin um fljúgandi bíla, á borð við þá sem sjást í kvik- myndum eins og Minority Report og Blade Runner, hefur lengi heill- að flesta sem eru fastir á gatna- mótum víðs vegar um heiminn síð- degis á föstudögum. Þessi hugmynd er ekki lengur bara hugmynd, heldur veruleiki. Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa reynt að þróa útgáfur af fljúg- andi bílum undanfarin ár, og eitt þeirra er langt komið. Svo langt komið í raun, að það er farið að taka niður pantanir og auglýsinga- bæklingar fyrirtækisins lofa sann- arlega góðu. Drægi bílsins er 750 kílómetrar á fullum tanki, hann á að komast í 29 þúsund feta hæð, mesti hraði er 560 km á klukku- stund og hann þarf einungis 12 fer- metra til að taka á loft og lenda. Flugbíll þessi, sem ber það frumlega heiti Skycar, er þó langt frá því að geta kallast hentugur kostur til ferðalaga. Fyrsta vanda- málið er hávaðinn en bíllinn svífur á átta litlum en öflugum mótorum, smækkaðri útgáfu af þyrlumótor- um, og eins og þeir vita sem staðið hafa nálægt þyrlum eru þær ekki ýkja hljóðlátar. Bílpróf er ekki nóg til að kíkja aðeins á rúntinn, heldur verður að gangast undir próf sem að líkindum verða jafn ströng og flugpróf. Svo er hættan talsverð á árekstrum nái flugbíllinn vinsæld- um. Stærsta vandamál Moller, sem framleiðir Skycar, er þó sá að flug- bíllinn virkar ekki. Þeim hefur tek- ist að fá frumeintak bílsins til að svífa fyrir ljósmyndara en lengra hafa þeir ekki komist. Þangað til fundinn er upp hljóð- látur þotuhreyfill eru litlar líkur á að flugbílar nái almennum vin- sældum. Verðið er einnig fullhátt ef marka má framleiðendur Skyc- ar, en gert er ráð fyrir að slakasta módelið kosti í kringum 37 milljón- ir króna. ■ BÆNDASKÓLINN Á HVANNEYRI Nemendum hefur fjölgað bæði á fram- halds- og háskólastigi. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri: Nemendum fjölgar SKÓLASTARF Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri útskrifar nú í vor 23 nemendur í bændadeild og 12 ljúka BS-prófi frá skólanum. Að sögn Björns Garðarssonar kennslustjóra hefur fjöldi nem- enda aukist síðastliðin ár, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Umhverfisskipulagsdeild, námi í arkitektúr, var bætt við fyrir tveimur árum auk þess sem nem- endum hefur fjölgað í þeim deild- um sem fyrir voru. „Fókusinn er ekki lengur á þessar hefðbundnu ær og kýr, heldur á nýtingu lands í heild, skógrækt og þess háttar,“ segir Björn, sem finnur fyrir vax- andi áhuga nemenda á þessum greinum. ■ TÓMLEGAR LESTARSTÖÐVAR Verkfallinu er nú formlega lokið og lestir ganga eðlilega. Flugbílar takast á loft Fyrirtæki eitt er farið að taka við pöntunum í bíla sem á ekki aðeins að vera hægt að keyra um götur heldur einnig fljúga um himinhvolfin. Flugbíllinn á þó enn langt í land. SKÝJABÍLLINN PRÓFAÐUR Þrjú fyrirtæki fást við að þróa fljúgandi bíla. Engu þeirra hefur þó tekist að framleiða flugbíl sem virkar. Baath flokkur Saddams Husseins upprættur: Ryður veginn fyrir lýðræði PAUL BREMER Búinn að banna Baath, stjórnarflokk Saddams Husseins. Amnesty International rannsakar kvartanir íraskra fanga bandamanna: Ásakanir um mannréttindabrot ÍRASKIR FANGAR Sumir þeirra hafa kvartað yfir pyntingum. DECODE HÆKKAR DeCode, móð- urfélag Íslenskrar erfðagreining- ar, hækkaði um 6,78 prósent á Nasdaq-markaðnum á föstudag. Félagið birti uppgjör í vikunni sem sýndi auknar tekjur frá fyrra ári. Tapið jókst einnig. Við- brögð á markaði benda til þess að uppgjörið hafi verið heldur yfir væntingum. Lokagengi á föstu- dag var 2,49 dollarar á hlut. ■ Viðskipti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.