Fréttablaðið - 19.05.2003, Page 37

Fréttablaðið - 19.05.2003, Page 37
MÁNUDAGUR 19. maí 2003 Saga að handan BÆKUR Skáldsagan The Lovely Bo- nes eftir Alice Seabold kemur út í íslenskri þýðingu hjá JPV Útgáfu síðar á þessu ári. Bókin kom út í Bandaríkjunum í fyrra og hafði selst í nær tveimur milljónum ein- taka sex vikum eftir útkomu og hefur setið á metsölulistum vestra í 44 vikur. Íslenskir bókaútgefendur renndu því skiljanlega hýru auga til bókarinnar en Jóhann Páll Valdi- marsson var búinn að tryggja sér útgáfuréttinn á henni áður en aðrir tóku við sér og unnendur góðra skáldsagna mega því eiga von á miklu hnossgæti í haust. The Lovely Bones er sérstak- lega áhugaverð skáldsaga sem seg- ir frá 14 ára stúlku sem er nauðgað og myrt af nágranna sínum. Hún segir sögu sína sjálf og fylgist með sorgarviðbrögðum foreldra sinna kljúfa fjölskyldu sína og hefur gætur á morðingjanum úr einka- himnaríkinu sínu. ■ 46 ÁRA „Hver heldur þú að trúi þessu? Ég er ekki deginum eldri en 40 ára,“ segir Gaui litli – afmælis- barn dagsins. Þessi helsti málsvari feita fólks- ins á Íslandi segist ekki finna fyrir aldrinum en játar að þar kunni að spila inn í að hann nauðrakar á sér skallann reglulega. „Hugsanlega væri ég grárri og guggnari ef svo væri ekki, því farin eru að sjást grá hár í skegginu.“ Þegar þetta er skrifað er Gaui litli staddur í Noregi að heilsa upp á „Önnu litlu súkkulaðidrottningu“ sem er í megrunarátaki í Morgun- sjónvarpi Stöðvar 2. En hann lendir í dag og ætlar þá að heimsækja frænku sína sem er áttræð í dag og eftir að hafa kennt og hjólað er hug- myndin að verja kvöldinu með fjöl- skyldunni. Gaui telur víst að hann fái gjafir frá sínum nánustu, en þó líklega ekki það sem er efst á óska- listanum. Nefnilega ný hné. „Já, þau eru ónýt í mér hnén.“ Eftirminnilegasta afmælis- veisla sem haldin hefur verið í tengslum við afmæli Gaua litla var þegar hann varð fertugur. „Þetta var í lok sjónvarpsátaksins fræga og ég hélt upp á afmælið á Fjörukránni að víkingasið. Í þá veislu mættu 150 manns. Það er sú stærsta og eftirminnilegasta veisla sem ég hef staðið fyrir í mína þágu. Og þá fékk ég einnig eftirminnilegustu afmælisgjöf ferilsins. Snorri Þórisson kvik- myndagerðarmaður vinur minn gaf mér þá þúsundkall fyrir hvert það kíló sem ég felldi á þeim tíma. Hann er einn af hvatamönnum þess að ég gerði eitthvað í mínum málum á sínum tíma. Sé ekki eftir því að hafa fylgt hans ráðum né held ég að hann hafi séð eftir pen- ingnum en Snorri þurfti að punga út 53 þúsundum. Ég hafði gaman að því að hafa þennan pening af honum. Dýr þætti Hafliði allur.“ ■ Afmæli GUÐJÓN SIGMARSSON „GAUI LITLI” ■ Hafði gaman að því að hafa pening af vini sínum, Snorra Þórissyni, sem gaf honum þúsundkall fyrir hvert fellt kíló í frægu megrunarátaki Gaua. Snorri þurfti að punga út 53 þúsundum. GAUI LITLI Afmælisbarn dagsins hafði um það góð orð að berjast fyrir þingsæti í nýliðnum kosning- um sem málsvari feita fólksins en það mun bíða þar til hann er búinn að tryggja sér það að verða heilbrigðisráðherra. ANDLÁT Ester Hjálmarsdóttir Hansen, lést 14. maí. Guðrún Helga Arnarsdóttir, lést 16. maí. Guðbjört Ólafsdóttir, Njálsgötu 72, Reykjavík, lést 14. maí. Theodór Laxdal Sveinbergsson, Túns- bergi, Svalbarðsströnd, lést 16. maí. Andrjes Gunnarsson, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést 16. maí. Halldóra Halldórsdóttir, fyrrverandi húsfreyja á Sveinsstöðum, lést 15. maí. Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir, Lang- holti 14, Akureyri, lést 15. maí. Sigríður Breiðfjörð, Snorrabraut 56, Reykjavík, lést 15. maí. JARÐARFARIR 10.30 Hrafnhildur Líf Baldursdóttir, Hátúni 6, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Kolbrún Guðmundsdóttir, Gull- smára 9, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Katrín Sigurðardóttir, Logafold 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Kristinn Helgason, Grundargerði 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju. 14.00 Eyvindur Áskelsson, Laugafelli, Reykjadal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Guðrún Hermannsdóttir, fyrrver- andi kennari, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. ■ Tímamót FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT THE LOVELY BONES Er afskaplega falleg, sorgleg og spennandi þroskasaga stúlku sem verður að konu eftir dauða sinn. Saga hennar gleymist seint en hún segir hana eftir dauðann og fylgist með afdrif- um sinna nánustu úr himnaríkinu sínu. 53 þúsund fyrir felld kíló

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.