Fréttablaðið - 23.05.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 23.05.2003, Síða 2
2 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR „Jú, svo sannarlega. Þegar ég dreg andann finn ég angan sumarsins.“ Framsóknarflokkurinn notaði umhverfisráðuneytið sem skiptimynt í stjórnarmyndunarviðræðum. Siv Friðleifsdóttir hefur verið umhverfisráðherra flokksins til þessa. Spurningdagsins Siv, ert þú ekki lengur hluti af um- hverfinu? ■ Lögreglufréttir Júróbíll VOLVO V40 W/G 04/98. Ekinn 116 þ. km. Vél 2000 cc. Sjálfskiptur. Verð 1.250 þ. www.toyota.is „Diggi-loo diggi-ley. Alla tittar på mej.“ Kauptu Júróbíl fyrir 24. maí. Þú gætir unnið bíl til ókeypis afnota í heilt ár! Norsk-íslenski síldarstofninn: Síldin er mætt í Síldarsmuguna SJÁVARÚTVEGSMÁL Þokkaleg síld- veiði hefur verið í flotvörpu í Síldarsmugunni en síldin gefur sig ekki í nót þar sem hún stend- ur djúpt. Jón Kjartansson SU er á heimleið með fullfermi, 1500 tonn eftir rúma þrjá sólarhringa á veiðum. Skipið var væntanlegt til heimahafnar á Eskifirði í nótt. Um 15 skip voru í gær að veiðum nyrst í Síldarsmugunni þangað sem er um tveggja sólar- hringa stím frá Austfjarðahöfn- um. Færeyskt rannsóknaskip fann síld syðst í Síldarsmugunni. Hólmaborg SU er á þeim slóðum en afli þar er svipaður og norðar. Um hálfan annan sólarhring tek- ur að sigla frá nyrsta punkti Síldarsmugunnar til hins syðsta. Íslendingar ráða 110 þúsund tonna kvóta sem stjórnvöld ákváðu einhliða vegna þess að norsk stjórnvöld hvikuðu ekki frá þeirri kröfu að þeir fengju stærri hlut af kvótanum úr norsk-íslensku síldinni. Þess er beðið að norsk-ís- lenska síldin snúi aftur í ís- lenska lögsögu þar sem hún hafði á árum áður vetursetu. Síldin gaf Íslendingum þá gríð- arlegar tekjur en hvarf á sjö- unda áratugnum og hefur síðan ekki komið að neinu marki inn í íslenska lögsögu. ■ Missti handleggi: Bæturnar hækkaðar DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur fjöl- skyldufaðir á að fá greiddar 16,6 milljóna króna bætur frá Orku- veitu Reykjavíkur fyrir að hafa misst báða handleggi í vinnu- slysi. Maðurinn greip um háspennu- línu sem hann var að vinna við í ársbyrjun. Hann fékk gífurlegan rafmagnsstraum og missti báða handleggi. Maðurinn þarf í dag aðstoð við nánast allt daglegt líf. Hæstiréttur hækkaði með dómi sínum bætur til mannsins um 1,6 milljónir króna frá því sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt honum. ■ FUNDU ÞÚSUND OLÍUMÁLVERK Ungum erlendum ferðamanni sem kom til Seyðisfjarðar í gærmorg- un var vísað aftur til baka. Hafði hann hvorki atvinnu- né dvalar- leyfi og í bíl mannsins voru hátt í þúsund olíumálverk sem talið er að hann hafi ætlað að selja hér á landi. Þá fannst eitt gramm af hassi í fórum mannsins. TEYGJUBYSSA GEGN HERMÖNNUM Eitt palestínskt barn særðist alvarlega í skothríð ísraelskra hermanna. Abbas hittir Hamas: Sex börn særðust PALESTÍNA, AP Sex palestínsk börn særðust, þar af eitt alvarlega, í skothríð Ísraela á Vesturbakkan- um og Gasasvæðinu í gær. Þau höfðu kastað steinum að ísraelsk- um skriðdrekum þegar árásirnar voru gerðar. Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínu, ætlar að funda með Hamas-liðum og fá þá til að hætta árásum á Ísraela. Þetta verður fyrsti fundur Abbas með skæruliðahreyfingunni síðan hann tók við embætti fyrir mán- uði síðan. Svo gæti farið að George W. Bush Bandaríkjafor- seti heimsæki Mið-Austurlönd þegar ferð hans um Evrópu lýkur í næsta mánuði. ■ Heilu fjölskyldurnar grafnar í rústum Hundruð manna fórust þegar snarpur jarðskjálfti skók norðurströnd Alsír. Sjúkrahús eru yfirfull af slösuðu fólki og enn er leitað að lífsmarki í rústum. Evrópulönd hafa sent sérþjálfaða björgunarmenn á staðinn til að aðstoða heimamenn. ALSÍR, AP/BBC Björgunarmenn leita enn að lífsmarki í rústum bygg- inga sem hrundu til grunna þegar snarpur jarðskjálfti skók norður- strönd Alsír. Meira en 700 manns létu lífið í skjálftanum og yfir fimm þúsund manns slösuðust. Jarðskjálftinn, sem mældist 6,7 stig á Richter-skala, átti upp- tök sín skammt frá þorpinu Thenia, um 60 kílómetra austur af Algeirsborg. Hátt í tíu eftir- skjálftar fylgdu í kjölfarið. Aðal- skjálftans varð vart alla leið til suðurstrandar Spánar. Þorp og bæir skammt frá upp- tökunum urðu verst úti í skjálft- anum. Sjúkrahús í nágrenni Thenia eru yfirfull og læknar og hjúkrunarfólk reyna að sinna slösuðum undir berum himni. Tugum líka hefur verið raðað á jörðina fyrir utan sjúkrahúsin. Óttast er að heilu fjölskyldurnar liggi grafnar í rústum heimila víðs vegar á svæðinu. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa Algeirsborgar þegar skjálftinn reið yfir. Fjöldi bygg- inga hrundi til grunna og tugþús- undir manna þustu út á götur borgarinnar. Rafmagn fór af í fjölmörgum hverfum og símalín- ur rofnuðu. Símakerfi landsins hafa margsinnis hrunið vegna álags þar sem fólk reynir í ör- væntingu sinni að ná sambandi við vini og ættingja. Fjölmörg Evrópuríki hafa boð- ist til að rétta Alsíringum hjálpar- hönd. Frakkar, Þjóðverjar og Spán- verjar hafa þegar sent sérþjálfaða björgunarmenn og hunda af stað til þess að aðstoða heimamenn við að leita að fórnarlömbum í rústum bygginga. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Alsír hafa haft yfirumsjón með hjálparstarfi og flutt slasaða á sjúkrahús. Jarðskjálftinn er sá öflugasti og mannskæðasti sem riðið hef- ur yfir í Alsír í rúma tvo ára- tugi. Árið 1980 létust 2.500 manns í tveimur skjálftum skammt frá borginni Al Asnam í norðvestur- hluta landsins. Talið er að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín á misgengi á mót- um Evrasíu- og Afríkuflekans. ■ JÓN KJARTANSSON SU Á heimleið með fullfermi af síld. Hér má sjá skipið að veiðum. LEITAÐ AÐ LÍFSMARKI Björgunarmenn leita að lífsmarki í húsarústum í bænum Reghaia í Boumerdes-héraði, um 30 kílómetra frá Algeirsborg. HEIMILI HRUNIÐ TIL GRUNNA Alsírskur karlmaður situr fyrir framan ónýtt hús í bænum Reghaia í Boumerdes-héraði, þar sem jarðskjálftinn átti upptök sín. Sala á Hitaveitu Dalamanna í uppnámi: Orkubússtjóri skilur andstæðinga sölu ORKUMÁL „Við erum tilbúnir til að kaupa á ákveðnu verði en ef menn vilja eiga veituna sjálfir þá er það hið besta mál,“ segir Kristján Haraldsson, framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða, um það bak- slag sem komið er varðandi kaup- in á Hitaveitu Dalamanna. Gerð höfðu verið drög að kaupsamningi þegar heimamenn risu gegn áformum sveitarstjórnar Dala- byggðar og kröfðust þess að hætt yrði við söluna. Orkubúsmenn ætluðu að greiða 135 milljónir króna fyrir veituna og áformuðu að taka við rekstri hennar síðasta virkan dag júnímánaðar. Kristján Orkubússtjóri segir vissulega slæmt að fá bakslag í þessa samn- inga. „Við höfum lagt í svolítinn kostnað við þessa samninga og það er slæmt að svona skuli nú vera komið,“ segir Kristján. Hann segir að Dalamenn hafi enga ástæðu til að agnúast út í Orkubúið. „Við viljum ekki eiga neinn þátt í þessum deilum. Ég hef góð- an skilning á skoðun þeirra sem vilja eiga hitaveituna áfram. En þá verða fjármál þeirra að ganga upp,“ segir Kristján. Hann segist eiga von á erindi frá Dalamönnum um framleng- ingu á samningsdrögunum. ■ ORKUBÚ VESTFJARÐA Samið hafði verið um kaup á Hitaveitu Dalamanna en heimamenn stöðvuðu áformaða sölu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.