Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 12
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
MÁNUDAGUR
23. júní 2003 – 139. tölublað – 3. árgangur
FÓLK
Heimskir
hvítir karlar
bls. 31
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
Varnarsamningur-
inn ræddur
FUNDUR Í framhaldi af nýlegum
bréfaskiptum forsætisráðherra og
forseta Bandaríkjanna um fram-
kvæmd tvíhliða varnarsamningsins
frá 1951 verður haldinn viðræðu-
fundur embættismanna ríkjanna í
Reykjavík í dag. Gunnar Snorri
Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utan-
ríkisráðuneytisins, leiðir viðræð-
urnar af Íslands hálfu en Marisa
Lino, sendiherra í utanríkisþjón-
ustu Bandaríkjanna, verður í for-
ystu bandarísku sendinefndarinnar.
Málstofa um
mannsal
RÁÐSTEFNA Fulltrúar tólf kvenna-
samtaka í níu Evrópulöndum mæta
á opna málstofu um mansal sem
haldin verður á Hótel Nordica í
Reykjavík. Málstofan er haldin í
tengslum við stofnun Evrópusam-
taka um baráttuna gegn mansali,
sem Stígamót starfa að.
Prestastefna sett
RÁÐSTEFNA Prestastefna verður sett
klukkan 17 í Sauðárkrókskirkju.
Þar flytur biskup Íslands yfirlits-
ræðu og nýr kirkjumálaráðherra,
Björn Bjarnason, flytur ávarp.
Helstu mál Prestastefnu eru
stefnumótunarvinna sú sem Þjóð-
kirkjan hefur staðið í síðasta árið.
KR mætir ÍBV
FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í
Landsbankadeild kvenna klukkan
20. KR mætir ÍBV á heimavelli og
Þróttur/Haukar sækja FH-inga
heim.
FYLKIR Á TOPPINN Fylkir sigraði KR í stórleik sjöttu umferðar í Árbænum í gær. Staðan var 1-1 þegar komið var fram yfir hefðbundinn
leiktíma, en á 91. mínútu skoraði Björn Viðar Ásbjörnsson sigurmark leiksins, sem lauk með sigri Árbæinga 2-1. Staðan í Landsbanka-
deildinni er á bls. 4.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
sófatíska ● góð ráð Frikka
▲
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Notaði ekki
rafmagnshellurnar
Kolbrún Gunnarsdóttir:
draumabíllinn ● bensíneyðsla
▲
SÍÐUR 16-17
bílar o.fl.
Konur vilja
sportlega bíla
Tryggvi í Heklu:
REYKJAVÍK Hægviðri eða haf-
gola og skýjað með köflum.
Hiti 10 til 15 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-5 Skýjað 14
Akureyri 3-5 Skýjað 17
Egilsstaðir 3-5 Skýjað 10
Vestmannaeyjar 3-5 Bjartviðri 15
➜
➜
➜
➜
+
+
EFNAHAGSMÁL Gauti B. Eggertsson,
ungur íslenskur hagfræðingur,
hefur vakið athygli bandaríska
Seðlabankans með skrifum sínum
um hvernig stjórnvöld geti brugð-
ist við verðhjöðnun.
Gauti, sem verður 29 ára gamall
í ágúst og starfar fyrir Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, hefur undanfar-
in misseri unnið að doktorsritgerð
við Princeton-háskóla. Þar hefur
hann notið leiðsagnar prófessors
Michael Woodford og hafa þeir
flutt fyrirlestra víða og skrifað
greinar.
Í sameiningu voru þeir Gauti og
Woodford kallaðir á fund hjá
bankastjórum bandaríska Seðla-
bankans til að útskýra hugmyndir
sínar um það hvernig hægt sé að
bregðast við þeim vanda sem nú
steðjar að bandarísku efnahagslífi.
Bankinn hefur haft vaxandi
áhyggjur af því hvernig hægt er að
glíma við verðhjöðnun.
„Þetta snýst um það að banda-
ríski Seðlabankinn er kominn langt
með að vera búinn að lækka vexti
niður í núll, en það hefur ekki gerst
síðan í kreppunni miklu,“ segir
Gauti í viðtali við Fréttablaðið.
„Vandamálið sem bankinn er að
glíma við er því svokölluð neikvæð
verðbólga. Þá er spurningin sú
hvernig má bregðast við þessu ef
ekki er hægt að lækka stýrivexti
meira. Doktorsritgerðin mín fjall-
ar meðal annars um þetta vanda-
mál og í stuttu máli er lausnin sem
ég bendi á sú að stjórnvöld stýri
væntingum. Lykilatriðið er að
stjórnvöld lýsi því yfir hvað þau
ætli að gera, t.d. að ákvarðanir
Seðlabankans verði gegnsærri og
að hann setji sér markmið varð-
andi framtíðarþróun verðlags.“
Hið virta blað Financial Times
birti á fimmtudaginn grein um
hugmyndir Gauta og Woodford og í
síðustu viku fjallaði Reuters-
fréttastofan einnig um málið. Þá
gerði Ben S. Bernanke, einn af
bankastjórum bandaríska Seðla-
bankans, hugmyndir Gauta og
Woodford að aðalefni ræðu sinnar
um efnahagsmál í Tókíó í lok síð-
asta mánaðar.
„Mér virðist hafa tekist að velja
mér viðfangsefni sem hefur vakið
athygli og auðvitað er það gaman,“
segir Gauti. „Ætli þetta þýði ekki
bara það að ég þurfi að fara á fleiri
ráðstefnur í framtíðinni.“
trausti@frettabladid.is
Bandaríski herinn:
Leitin að
Saddam hert
ÍRAK Sérsveitir bandaríska hersins
hafa hert leitina að Saddam
Hussein og sonum hans Uday og
Qusay, en einn nánasti samstarfs-
maður Husseins, Mahmud al-Tik-
riti, hefur sagt við yfirheyrslur að
feðgarnir hafi lifað árásir innrás-
arhersins af og fari nú huldu höfði
í Bagdad.
Tikriti segir að Uday og Qusay
hafi flúið til Sýrlands eftir að
Bagdad féll en séu nú snúnir aft-
ur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna
treysta sér ekki til að fullyrða að
vitnisburður Tikritis sé á rökum
reistur og yfirvöld í Sýrlandi hafa
hafnað öllum ásökunum um að
Hussein eða fjölskyldumeðlimir
hann hafi fengið hæli þar í landi.
Bandaríski herinn gerði eld-
flaugaárás á bílalest á leið frá
Írak til Sýrlands þar sem grunur
lék á að Saddam eða synir hans
væru þar á ferð. Verið er að skoða
lífssýni úr jarðneskum leifum
sem fundust í lestinni til að ganga
úr skugga um hvort Hussein hafi
fallið í árásinni. ■
Íslendingur á fund
bandaríska Seðlabankans
Ungur íslenskur hagfræðingur var boðaður á fund bankastjóra bandaríska Seðlabankans. Hug-
myndir hans um mótvægisaðgerðir gegn verðhjöðnun vekja athygli. Financial Times og Reuters
hafa m.a. fjallað um málið.
DANS „Leiðin á toppinn hefur verið
strembin,“ segir Karen Björk
Björgvinsdóttir, en hún og Adam
Reeve urðu heimsmeistarar í 10
dönsum í Tókíó í gær. „Þetta hef-
ur lengi verið draumurinn og
draumurinn rættist loksins í
kvöld. Ég trúi þessu eiginlega
ekki ennþá.“
Karen og Adam urðu í fjórða
sæti í keppninni í Hong Kong árið
2001 og í þriðja í Düsseldorf í
fyrra en tókst nú að slá við Alain
Doucet og Anik Jolicoeur frá
Kanada, sem hafa sigrað síðustu
fjögur árin.
„Þetta er eins og tugþraut í
frjálsum íþróttum. Keppt er í
fimm suður-amerískum dönsum
og fimm samkvæmisdönsum og
árangurinn lagður saman. Keppn-
in stendur yfir í einn dag, frá tíu
að morgni til tíu að kvöldi. Við
höfum verið í mjög strangri þjálf-
un síðustu tvo mánuði í London og
Ástralíu. Framhaldið er að halda
áfram að æfa, kenna og sýna
dans. Þetta er bara vinna 365 daga
ársins.
Við byrjuðum að dansa saman
fyrir fjóru og hálfu ári og erum
eina atvinnumannaparið á Íslandi.
Við erum Evrópumeistarar og
keppum einnig á heimsmeistara-
mótum í latneskum dönsum og
samkvæmisdönsum.“ ■
Íslenskir heimsmeistarar í 10 dönsum:
Draumurinn rættist loksins
Ísafjörður:
Banaslys á
Kirkjubólsfjalli
SLYS Banaslys varð á Kirkjubóls-
fjalli austanvert í Skutulsfirði.
Rúmlega fertugur maður hrapaði
niður hlíð fjallsins. Hann er talinn
hafa látist samstundis.
Allt tiltækt björgunarlið var
kallað út rétt fyrir klukkan þrjú í
gær. Þegar síðast var vitað af
ferðum mannsins var stefna hans
að fara í fjallgöngu upp í Nausta-
hvift í Kirkjubólsfjalli.
Rúmlega fjögur síðdegis í gær
fann leitarhundur manninn í hlíð
fjallsins. Maðurinn hét Hjálmar
Steinþór Björnsson, til heimilis á
Ísafirði. ■