Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 10
Reykjavíkurlistinn bauð fyrstfram í borgarstjórnarkosn- ingunum árið 1994 og sigraði með því að fá 53% atkvæða. Sjálfstæð- isflokkurinn, með Árna Sigfússon í broddi fylkingar, hlaut 47%, sem var minna fylgi en nokkru sinni fyrr á öldinni. Nokkrum sinnum höfðu vinstrimenn talað um sameinað framboð, en hugmyndin varð ekki að veruleika fyrr en 1994. Sam- kvæmt bókinni Ísland í aldanna rás voru það ungir vinstrimenn, Röskvukynslóðin, sem hrintu hugmyndinni í framkvæmd. Sú staðreynd að sjálfstæðismenn höfðu nokkrum sinnum náð meiri- hluta í borginni án þess að fá meirihluta atkvæða ýtti enn frek- ar við vinstrimönnum um að sam- einast. Þann 14. mars 1994 til- kynntu minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn að þeir hygðust bjóða fram undir nafni Reykja- víkurlistans, með Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur í áttunda sætinu, baráttusætinu. Með Ingibjörgu Sólrúnu sem borgarstjóraefni komust minnihlutaflokkarnir hjá þeirri gagnrýni sem vinstrimenn höfðu hlotið í stjórnartíð sinni á árunum 1978 til 1982 þegar tog- streita forystumanna þeirra olli því að ráðinn var ópólitískur borgarstjóri, Egill Skúli Ingi- bergsson. Samstarf minnihlutaflokkanna í Reykjavikurlistanum hefur að mestu gengið snurðulaust fyrir sig síðustu ár. Flokkurinn sigraði í kosningunum 1998 með 53,6% at- kvæða og í fyrra hélt R-listinn einnig velli. Vandræðagang R-list- ans nú má rekja til brotthvarfs Ingibjargar Sólrúnar í landsmál- in, en um áramótin tilkynnti hún um framboð sitt á lista Samfylk- ingarinnar. ■ Á föstudaginn birtist í Fréttablað-inu viðtal við nýútskrifaðan stjórnmálafræðing, Dagnýju Inga- dóttur, um lokaritgerð hennar um hlutleysi og hlutdrægni íslensku dagblaðanna. Dagný bar saman fréttaflutning Fréttablaðsins, Morg- unblaðsins og DV í aðdraganda borg- arstjórnarkosninganna í fyrra. Nið- urstaðan kom sjálfsagt ekki mörgum á óvart. Nokkurrar hlutdrægni gætti hjá Morgunblaðinu og DV og voru bæði höll undir Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni; birtu fleiri nei- kvæðar fréttir um R-listann en fleiri jákvæðar um sjálfstæðismenn. Fréttaflutningur Fréttablaðsins var hins vegar hlutlaus. Fyrir tæpum tuttugu árum, þegar ég var nýbyrjaður í blaðamennsku, sló Indriði G. Þorsteinsson mig al- gjörlega út af laginu þar sem ég ræddi við hann á heimavelli hans, Hótel Borg. Indriði hafði sterkari rödd en nokkur annar. Hann ók á am- erískum drossíum í gegnum olíu- kreppur og umhverfisvakningu og æsti upp femínista og skandinavíska kerfis-húmanista með algjörri höfn- un á sjónarmiðum þeirra – oftast, að því er virtist, til að halda sér vak- andi. Ég vissi aldrei hvort Indriði meinti nokkuð af því sem hann sagði eða hvort honum fyndist hann þurfa að segja það sem enginn annar kærði sig um. Indriði gekk upp í því að vera táknmynd þeirrar karllægu heimsmyndar sem byrjaði að molna upp úr 1970 og skreytti sig með tákn- um hennar; dimmblár Buick, stór- skorið andlit og köflóttur tweed-hatt- ur með nógu litlum börðum og nógu lítilli fjöður til að enginn gæti sakað hann um skreytni. Og svo þessi rödd. Hún var svo dimm og ryðguð að maður þurfti að bíta á jaxlinn til að hlaupa ekki til og hlýða henni. Hann sat sem sagt á móti mér á Hótel Borg – þessi hraukur karl- lægra og hnignandi gilda – og sagðist enga trú hafa á frjálsum fjölmiðlum. Fjölmiðlar þurfa bakland. Það má margt vont segja um Framsóknar- flokkinn en hann er þó þjóðfélagsafl. Það eru framsóknarmenn úti um allt land og flokkurinn hefur ítök og áhrif um allt samfélagið. Þetta var bakland Tímans og án þess hefði Tíminn ekki verið fugl eða fiskur. Ekki frekar en Dagblaðið. Hvað er Dagblaðið? spurði hann drenginn á móti sér án þess að búast við svari. Delluhugmyndir Jónasar Kristjáns- sonar, svaraði hann sjálfum sér. Er Jónas þjóðfélagsafl? spurði hann og svaraði því auðvitað neitandi. Nei, frjálsir fjölmiðlar eru delluhugmynd sem stenst ekki. Fjölmiðlar verða að tengjast stofnunum samfélagsins og endurspegla þau öfl sem stjórna því. Löngu seinna spurði ég Jónas um ritstjórann Indriða. Mig minnir að hann hafi svarað frekar með svip en orðum. Mér skildist að Indriði væri eins og þröskuldur sem Jónas hefði fyrir löngu stigið yfir. Dagblöð urðu til á undan stjórn- málaflokkum á Íslandi. Til að byrja með áttu þau það til að verða eins konar málgögn einstaklinga en áttu ágæta spretti þess á milli. Þegar stjórnmálaflokkarnir uxu þjóðinni yfir höfuð, upp úr 1930, náðu þeir öll- um blöðunum undir sig eins og öðr- um fyrirbrigðum samfélagsins. Til- raunir Jónasar Kristjánssonar til að höggva á þessi tengsl 40 árum síðar voru án efa óraunsæ óskhyggja. Þá voru enn 30 ár þangað til að stjórn- málaflokkarnir slepptu bankakerf- inu. Það er því að sumu leyti skiljan- legt að Indriði G. Þorsteinsson, inn- vígður framsóknarmaður, skildi ekki þessa tilburði og hefði á þeim litla trú. Í dag eru hugmyndir Indriða hins vegar nátttröll. Pólitískt litaðar fréttir eru jafn annarlegar í samfé- lagi á leið til aukins frelsis og vald- dreifing og frjáls fréttastefna voru í rígbundnu sovétkerfi íslenskra stjórnmálaflokka lungann úr síðustu öld. Tími Indriða er liðinn undir lok. Þeir fjölmiðlar sem ætla sér að lifa í breyttu umhverfi þurfa því að losa sig við hækjur stjórnmálaflokk- anna. Og stjórnmálaflokkarnir þurfa að losa sig við löngun sína til að stjórna fjölmiðlum. Því eins og við höfum lítið með flokkspólitíska fjöl- miðla að gera þá höfum við enn minni þörf fyrir stjórnmálaflokka sem fá ekki lifað nema með því að stjórna fréttaflutningi af eigin verkum. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um dagblöð og stjórnmála- flokka. 10 23. júní 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Eitt af því sem Sigurður Guð-mundsson, kallaður málari, sá fyrir sér upp úr miðri 19. öldinni – þegar hann var að láta sig dreyma um að Reykjavík yrði borg og Ís- lendingar þjóð – var að Laugardal- urinn yrði fólkvangur. Þar yrði svolítill gróð- urreitur þar sem almenningur gæti unað sér. Á þeim tíma var Laugar- dalurinn sveit svo að framsýnin hef- ur verið ærin – og átti eftir að vera sveit lengi enn. Meira að segja þegar ég var að al- ast upp í Karfa- voginum á sjöunda áratug síðustu ald- ar var í götunni minni fjós og hlaða og álfabyggð þar sem síðar var settur niður fótboltavöllur sem aldrei þreifst og þar voru ör- nefnasagnir á sveimi meðal barna um óðan prest sem elt hefði Villa nokkurn heilan hring og því héti hringurinn Villahringur: þetta var sveit – Vogarnir voru borg í sveit. Reykjavík er eins og Norð- urlandaráð Austurbærinn er svo ungur að virðulegum Vesturbæingum finnst hann naumast vera hluti af hinni raunverulegu Reykjavík, og líta á byggðina enn austar sem óttalegan Kópavog og þá sem þar búa – Breiðhyltinga, Árbæinga, Grafarvogsbúa – sem landsbyggð- arlýð sem svo lítinn áhuga og skilning hafi á málefnum Reykja- víkur að hann hafi ekki einu sinni ómakað sig á kjörstað til að greiða atkvæði um flugvöllinn... Reykjavík er eins og Norður- landaráð. Borgin er eins og laus- legt bandalag gerólíkra þjóða um lágmarks samnytjar en að öðru leyti vill fólk hafa sem minnst samneyti því það kann ekkert sér- staklega vel hvert við annað. Með öðrum orðum: fólk þarf að hittast meira. Það þarf að tengja borgarhlutana betur saman. Bílabrautirnar tengja ekkert. Það eru bílarnir sem stíuðu okkur öllum í sundur, bílarnir sem komu í veg fyrir að Reykjavík yrði borg; enda var uppbyggingu Reykjavík- ur upp úr miðri tuttugustu öld stjórnað af bíla- og bensíninnflytj- endum. Miðgarður í Laugardal Draumur Sigurðar málara rættist hins vegar að nokkru leyti. Í Laugardalnum er grasa- garður, unaðsblettur sem ber ræktunarmönnum Reykjavíkur- borgar fagurt vitni, og húsdýra- og fjölskyldugarðurinn sem grasagarðinum tengist er eitt ágætasta verk borgarstjórnar- meirihluta sjálfstæðismanna. Þar var stigið dálítið skref í þá átt að opna almenningi Laugardalinn, fjölskyldunum, fólkinu sem alla jafna má húka inni í sínum loft- lausu og döpru bílum. Reykvíkinga og nágranna vantar fleiri staði til að hittast á, flatmaga, sleikja ís, slæpast, lesa, horfa, sjást. Eins og háttað hefur undanfarið í miðborginni hefur ekki verið auðvelt að komast þar að fyrir umbótum á gangstéttum, en því meiri alúð virðist lögð í gangstéttarnar þar sem vegfar- endum fækkar. Um leið og hin fráleitu gjöld á allri starfsemi í miðbænum fara að taka mið af veruleikanum mun hins vegar miðborgin dafna á ný með alls kyns skrýtnum búðum. En það vantar fleiri raunveruleg útivist- arsvæði – sem eru ekki bara tún. Laugardalurinn er tilvalinn til þess. Þar ætti að vera risastór garður, Miðgarður eins og er í London, New York, Kaupmanna- höfn, París, Madrid... raunveru- legum borgum. Í Laugardalnum er þegar fyrir hendi ákveðinn kjarni – grasagarðurinn – sem hægt er að vinna út frá við skipu- lagningu. Yrði Laugardalurinn lagður undir slíkan garð yrði jafnframt loksins til langþráð tenging austurbæjarins við mið- borgina, eða öllu heldur eðlileg framlenging á miðborginni í aust- urátt og þar með nokkurs konar sátt í Reykjavík. Það er raun að fylgjast með því hvernig þessi besti staður Reykjavíkur er vannýttur nú um stundir, því þrátt fyrir að dálítill skiki sé þar handa almenningi fer mestallt plássið undir tóma fót- boltavelli – einhvern tímann taldi ég sex eða sjö slíka. Að vísu skilst manni að þessir yfirgefnu fót- boltavellir gegni mismunandi hlutverkum – ekki man ég til dæmis betur en að einn af þeim sé sérstaklega ætlaður Einari Vil- hjálmssyni spjótkastara, skyldi hann nú einhvern tímann taka spjótið af hillunni. Óneitanlega kom nokkuð á óvart að sjá fréttir um fyrirhugað stórhýsi í Laugardal fyrir frjáls- íþróttafólk. Maður hefði haldið að meira liggi á sumum öðrum fram- kvæmdum í höfuðborginni – til dæmis á alveg eftir að reisa tón- listarhús. Vandséð er hvað íþróttahreyfingin hefur að gera við fleiri hús í þessum dal og raunalegt til þess að vita að Reykjavíkurlistinn skuli ekki hafa séð ástæðu til að halda áfram starfi sjálfstæðismanna við að opna Laugardalinn fyrir al- menningi. Það er ekkert sjálfsagt við það að besta útvistarsvæði borgarinnar sé alltaf frátekið fyr- ir íþróttafólk, sem maður skyldi ætla að geti alls staðar haft sín hús, og kominn tími til þess að borgaryfirvöld átti sig á því að al- menningur leggur ekki stund á spjótkast eða þrístökk. Mætti ekki flytja íþróttahall- irnar út í Viðey? ■ Flóð Gestur Gunnarsson tæknifræðingur skrifar : Í Fréttablaðinu 21. júní er viðtalvið gatnamálastjórann í Reykjavík, Sigurð Skarphéðins- son. Tilefni viðtalsins er flóð sem varð í holræsakerfi borgarinnar nú fyrir nokkru. Gatnamálastjór- inn heldur því fram að tjón al- mennings vegna þessa flóðs sé tryggingamál. Framburður gatna- málastjórans er beinlínis rangur og villandi. Stærðarákvörðun á leiðslum í holræsakerfum fer þannig fram að tekin eru saman öll tiltæk gögn um úrkomu úr fortíðinni. Gögnin eru sett í s.k. Weibull-tölfræði- greiningu. Útkoman úr greining- unni gefur til kynna líkindi á mestu úrkomu sem getur orðið á ákveðnu tímabili, t.d. á eins árs fresti, tíu ára eða hundrað. Hol- ræsakerfi undir borgum eru dýr mannvirki og verða dýrari þess sverari sem leiðslurnar eru. Sam- kvæmt því sem gatnamálastjór- inn segir virðast þessar leiðslur í Reykjavík vera miðaðar við mestu úrkomu sem kemur á 10 ára fresti. Kostnaðarauki við að miða kerfið við sjaldgæfara flóð hleypur örugglega á hundruðum ef ekki þúsundum milljóna. Mat hönnuðanna hefir því verið það að betra væri að spara fjárfesting- una og mæta frekar tjóninu. Það er þetta tjón sem gatnamálastjór- inn vill láta okkur viðskiptamenn tryggingafélaga bera. Það er ör- ugglega hvimleitt að verða fyrir verulegu vatnstjóni á tíu ára fresti og langt síðan ráðin var bót á því. Til er nefnilega nokkuð sem heitir flóðloki. Gatnamálastjórinn ætti að setja nokkra svoleiðis á verstu staðina og borga tjónin. Þá sefur hann örugglega betur, bless- aður. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ rithöfundur skrifar um almenningsgarð í Reykjavík. Laugardalurinn ■ Bréf til blaðsins Tími Indriða er liðinn Reykjavíkurlistinn í níu ár ■ Af Netinu Rothögg R-listans „Reykjavíkurlistinn er dauða- dæmdur eftir tvö rothögg. Hið fyrra var framboð sameiginlegs borgarstjóra á vegum Samfylk- ingarinnar í alþingiskosningun- um. Hið síðara er krafa ráða- manna í Samfylkingunni um sér- stakt framboð flokksins...“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS. R-lista ruslinu skilað „Ingibjörg Sólrún ætlar að hugsa í sumar, hvaða rúsínu hún eigi að velja úr tebollu Samfylkingar- innar. Tiltektinni gagnvart R-list- anum er lokið, hún hefur kastað R-lista ruslinu í fangið á Alfreð og Árna Þór, þeir skulu sko fá að sitja uppi með sökina...“ BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.IS. Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð Baksviðs ■ Reykjavík er eins og Norður- landaráð. Borg- in er eins og lauslegt banda- lag gerólíkra þjóða um lág- marks samnytj- ar en að öðru leyti vill fólk hafa sem minnst sam- neyti því það kann ekkert sérstaklega vel hvert við annað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.