Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Ímyndaðu þér 500 dyraverði. Með-alþyngd vel yfir 100 kíló. Snoð- klipptir. Sporöskjulaga. Eins og tví- fætt holdanaut. Mannýg. Ímyndaðu þér 500 dyraverði um hábjartan dag í miðbæ Reykjavíkur. Með skamm- byssur. Með riffla. Með byssustingi. Með vélbyssur. Með handsprengjur. Með sprengjuvörpur. Akandi í skrið- drekum. Ímyndaðu þér 500 vopnaða dyraverði sem marséra í takt um höfuðborgina á 17da júní og slá hæl- um upp fyrir mittishæð. Einn, tveir, einn, tveir. Ímyndaðu þér Björn Bjarnason marskálk á svölum Al- þingishússins með gyllta axlaspæla og borðalagða húfu. Ímyndaðu þér Einar Karl Haraldsson liðsforingja með korða sér við hlið. Ímyndaðu þér íslenskan her! Í MEIRA EN HÁLFA ÖLD höfum við Íslendingar verið vopnlausir fé- lagar í varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Um tíma þjónaði það varnar- hagsmunum Bandaríkjamanna að hafa herstöð á Íslandi og slá þannig tvær flugur í einu höggi, með því að sjá Íslendingum fyrir sýnilegri her- vernd og treysta eigin varnir í leið- inni. Lengi vel var íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herliðsins. Sumir héldu að við þyrftum á því að halda, aðrir að við værum betur komin án þess. Sumum fannst upp- lagt að græða á Kananum. Öðrum fannst það lágkúrulegt. ÞAÐ eru eflaust margir Íslendingar sem telja nauðsynlegt að vera undir verndarvæng einhvers eða ein- hverra hervelda. Engu að síður duga engar varnir til að tryggja að árásir séu ekki gerðar. Voldugasti her sem nokkurn tímann hefur verið til á jörðunni, bandaríski herinn, gat hvorki komið í veg fyrir mannskæð- ar morðárásir á Manhattaneyju eða sjálfar höfuðstöðvar hersins í Penta- gon. HVORT sem bandarískt herlið er hér á landi eða ekki erum við Íslend- ingar fullgildir félagar í varnar- bandalagi vestrænna þjóða; árás á okkur jafngildir árás á þær. Tryggari varnir er ekki að hafa í viðsjálum heimi. 500 vopnaðir dyraverðir og ís- lenskir stjórnmálamenn í herfor- ingjabúningum mundu hvorki auka varnir né öryggi þjóðarinnar. Ís- lenskur her. Glætan, maður! ■ Glætan! Ál grátt Hvítt Svart granít Hvítur marmari Álklæðningar frá ALPOLIC er góð lausn á klæðningum, úti sem inni. Ýmsir litir og steinalíki. Stórhöfða 33 Sími: 577 4100 Kynnið ykkur verð og liti lakkhú›un 0,5 mm álhú› steinefna kjarni 0,5 mm álhú› undirlag Umhverfisvænt Álklæðning er augnayndi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.