Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 23. júní 2003 21 TÖLVULEIKIR Nokkuð er síðan fyrstu netspilunarleikirnir fyrir Play- Station 2 leikjatölvuna komu út í Norður-Ameríku en nú er allt að komast á flug í Evrópu og þá einnig hér á Íslandi. Þann 20. júní var vef- síðan www.playstation.is opnuð og þar fer nú fram skráning í svokall- aðar betaprófanir á netspilun á PlayStation 2, sem Síminn Internet og Skífan standa að. Af þeim sem skrá sig verða 300 valdir til að prófa tæknina áður en hún verður opnuð almenningi í ágúst. Þeir sem verða þeirrar lukku aðnjótandi þurfa þó að kaupa netpakka á 7.990 kr., sem inniheldur netkort og snúr- ur, en einnig fulla útgáfu fyrsta PlayStation netleiksins, SOCOM: US Navy Seals, ásamt heyrnartól- um með áföstum hljóðnema. Net- spilun á leikjatölvum er ekki óþekkt fyrirbæri, en Dreamcast- tölvan frá Sega var fyrst til að inn- leiða það. Auk þess býður X-Box frá Microsoft upp á slíkt, en aldrei fyrr hefur skipulagt umhverfi fyr- ir slíka spilun verið sett upp á Ís- landi. Hér með eru þá komnar sprungur í síðasta vígi PC-tölva á tölvuleikjamarkaðnum. ■                  !!  "#" $ %  & %    ( %(!  ) * + ! (%   * + ,   + " --   %  ) %, ! (  .**/ %  0'  % %"  12+ !  3&43567 84369  8$: 4;6  <=>6;.3   Leikstjórinn Spike Lee er ekkivinsæll á meðal stjórnenda fyrirtækisins Viacom þessa dag- ana. Fyrirtækið hefur unnið að því í nokkurn tíma að setja í loft- ið sjónvarps- stöðina „Spike TV“ sem er þó algerlega ótengd leik- stjóranum. Spike á einka- réttinn á nafn- inu og stöðvaði fyrirtækið í því að nota nafnið með því að fara í mál. Stöðin hafði þó hafið útsendingar og er það því mikið mál að skipta um nafn. Samkvæmt úrskurði dómsyfirvalda þarf stöðin að vera búin að skipta um nafn á há- degi á mánudag. Áætlað er að nafnabreytingin kosti fyrirtækið allt að 17 milljónum dollara. Mikið veður hefur verið gertvegna komu leikarans Rich- ard Gere til Kanada. Þangað fór hann vegna vinnu sinnar en hann er að leika í myndinni „Shall We Dance“ ásamt Jennifer Lopez. Tökur eru ekki byrjaðar en Gere ákvað að mæta snemma til þess að æfa sig á dansinum. Fjöldi aðdáenda hefur beðið hans á hverjum degi fyrir utan dansstúdíóið í von um að fá eigin- handaáritun eða ná tali af honum. Myndin er bandarísk endurgerð jap- anskrar myndar með sama nafni. Nokkrir aðdáendur rapparansEminem hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir að kaupa glæsihús í fínu hverfi í úthverfi Detroit. Það vill nefnilega svo óheppilega til að persóna hans í kvikmyndinni „8 Mile“ gerði stólpagrín að fólki sem býr í þessu sama hverfi. Í húsinu eru 6 svefnherbergi, 8 sal- erni, nokkrir heitir pottar, sund- laug, foss og tilbúið vatn til þess að róa bátum á. Sex hektara land- svæði umlykur húsið. Project Greenlight: Hæfileikakeppnir og heimildaþættir Project Greenlight er handrits-höfunda- og leikstjórakeppni sem haldin er í bandaríkjunum. Stofnendur keppninnar eru Ben Afleck og Matt Damon en styrktaraðili hennar er Block- buster-myndbandaleigurnar. Þar keppast ungmenni um hylli hálfgerðrar akademíu og sigur- vegarar fá svo að leikstýra mynd byggðri á sigurhandritinu. Í ár tóku hátt í 7.000 manns þátt en uppi stóðu að lokum tveir ungir leikstjórar, Kyle Rankin og Efram Potelle, og einn höfundur með eitt handrit, Erica Beeney. Þau hafa þegar hafið gerð myndar sinnar. HBO-sjónvarpsstöðin sá sér leik á borði þegar hún heyrði af keppninni og ákvað að gera sjón- varpsþátt um gerð kvikmyndar sigurvegara í þættinum, þar sem stjörnurnar Affleck og Damon myndu vera kynnar. Þar verður fæðingu kvikmyndarinnar fylgt eftir nákvæmlega og sýnt hvernig hinir óreyndu leikstjórar fara að kvikmyndagerðinni og bregðast við vandamálum. Kvikmyndin sjálf, sem heitir „The Battle for Shaker Heights“ kemur svo út þann 15. ágúst. ■ BEN AFFLECK Vinirnir frægu, Ben Affleck og Matt Damon, voru þeir sem komu keppninni á koppinn og áttu hugmyndina. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Fallegar Regnkápur Frá 4900 kr Hattar og húfur PlayStation 2 á Netið SOCOM: US NAVY SEALS Fyrsti netspilunarleikurinn fyrir PlayStation 2. Hann hefur þegar náð nokkrum vin- sældum vestanhafs. SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 MATRIX REL. kl. 10.10 b.i. 12 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 (Powersýning) b.i. 12 Sýnd kl. 5.50 og 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 kl. 4, 6, 8 og 10ANGER MANAGEMENT THEY kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 IDENTITY kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.