Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 22
23. júní 2003 MÁNUDAGUR
Bandaríkjamenn hafa það fyrirsið að endursýna þætti liðins
vetrar á sumrin. Ég hef aldrei skil-
ið þessa iðju og hef verið óþreyt-
andi að skamm-
ast út í íslenskar
sjónvarpsstöðvar
sem ganga skref-
inu lengra en
Kanarnir og
bjóða ekki aðeins
upp á endursýn-
ingar heldur
frumsýningar á
algjöru drasli á
borð við Largo og
The District, svo ég nefni nú bara
það allra versta.
Það hefur hins vegar runnið upp
fyrir mér ljós í sumar og nú harma
ég það bara að það sé enn reytingur
af góðum þáttum á boðstólum. Það
er nefnilega útilokað að hanga fyrir
framan sjónvarpið á björtum sum-
arkvöldum og þannig er verið að
kasta perlum fyrir svín með því að
senda út gæðaefni.
Fótboltaleikir, sund, grill, kaffi-
hús, tjaldferðir, göngutúrar og nán-
ast hvað sem er annað sem hægt er
að iðka undir berum himni heillar
meira en imbakassinn.
Sópranós eru einu þættirnir sem
ég gæti hugsanlega fórnað sund-
sprettinum fyrir en þeir hættu á
hárréttu augnabliki. Allt annað læt
ég lönd og leið og hef meira að
segja brotist út úr 24 klukkustunda
spennuvítahringnum og er hreint
út sagt nákvæmlega sama hvernig
fer fyrir Jack Bauer og Palmer for-
seta. Gíróseðillinn frá Stöð 2 liggur
ógreiddur jafnvel þótt Bíórásin
fylgi frítt með. Sumarið á Íslandi er
of stutt til þess að því sé eytt fyrir
framan sjónvarpið, sem stendur
rykfallið og þögult úti í horni. ■
Við tækið
■ Sumarið hefur læknað
Þórarin Þórarinsson af sjónvarps-
sýkinni og hann fagnar því að stöðvarnar
fylli dagskrár sínar af rusli.
Endursýningar á sumrin
18.00 Robert Schuller
19.00 Jimmy Swaggart
20.00 Billy Graham
21.00 Praiase the Lord
23.00 Robert Schuller
0.00 Miðnæturhróp
0.30 Nætursjónvarp
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
18.15 Íslensku mörkin
18.45 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Bein útsending frá leik í B-
riðli.
21.00 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Útsending frá leik í B-riðli.
23.00 Olíssport Fjallað er um helstu
íþróttaviðburði heima og erlendis.
23.30 Gillette-sportpakkinn
0.00 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Útsending frá leik í B-riðli.
1.50 Dagskrárlok og skjáleikur
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful (Glæstar
vonir)
9.20 Í fínu formi (Styrktaræfingar)
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 Dharma og Greg (22:24)
13.00 The Swap (Skipti) Hörkuspenn-
andi framhaldsmynd.
14.15 José Cura - Verdi Arias (José
Cura) Stórsöngvarinn José Cura þenur
raddböndin í óperum Giuseppe Verdis.
15.15 Bull (5:22) (Valdatafl á Wall
Street)
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 Off Centre (5:7) (Tveir vinir og
annar á föstu)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 5 (8:23) (Vinir)
20.00 Smallville (18:23) (Visitor)
20.45 American Dreams (12:25) (Am-
erískir draumar) Það er óhætt að segja
að unglingsstúlkurnar eiga enga samleið
með mæðrum sínum þessa dagana,
spurningin er bara sú hvort stelpurnar
séu að flýta sér að fullorðnast eða mæð-
urnar að halda aftur af því.
21.30 The Testimony of Taliesin Jones
(Saga Taliesin Jones) Heillandi kvikmynd
um ungan strák sem býr yfir einstæðum
hæfileikum.
23.05 Cold Feet (6:6) (Haltu mér
slepptu mér)
23.55 Shield (5:13) (Sérsveitin)
0.40 The Dresser (Aðstoðar-
maðurinn)
2.35 Friends 5 (8:23) (Vinir)
2.55 Ísland í dag, íþróttir, veður
3.25 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
6.05 Talk of Angels
8.00 The Mighty
10.00 Baby Genius
12.00 Driven
14.00 Talk of Angels
16.00 The Mighty
18.00 Baby Genius
20.00 Driven
22.00 Hardball
0.00 What Becomes of the Broken
Hearted
2.00 American Werewolf in Paris
4.00 Hardball
7.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
20.00 Is Harry on the Boat?
21.00 Greece Uncovered (4:8)
22.03 70 mínútur
23.10 X-strím
0.00 Lúkkið
0.30 Meiri músík
SkjárEinn
22.00 Stöð 2 23.05
Margverðlaunaður myndaflokk-
ur sem hefur slegið í gegn hér
sem annars staðar. Þetta er síð-
asta syrpan um vinina í
Manchester og gerist hún hálfu
ári eftir ferðalag þeirra til Ástr-
alíu. Pete og Jo eru komin heim
aftur, Adam og Rachel takast á
við fjölskyldulífið, David og
Karen reyna að skilja í vinsemd
og barnfóstran Ramona finnur
sér nýjan elskhuga.
18.30 Leap Years (e)
19.30 Cybernet (e)
20.00 World’s Wildest Police Videos
21.00 CSI Miami - Lokaþáttur
22.00 Law & Order SVU
22.50 Mótor - Sumarsport Íslensku
sumrin eru gósentíð fyrir áhugamenn
um akstursíþróttir og lengi hefur verið
kallað eftir þætti sem fjallar um fleira en
rallý- og torfæruakstur. Þar koma um-
sjónarmenn Mótors - sumarsports ekki
að tómum kofanum. Í Mótor sumarsporti
verður m.a. fjallað um kvartmílu, mótor-
kross, sandspyrnu, go kart, hraðbátarall,
listflug, mótordrekum, svifflug og ótal-
mörgum öðrum íþróttum. Í þáttunum
verður sýnt frá undirbúningi, keppnum
og fróðleiksmolum um viðkomandi sport
skotið inn á milli.
23.20 Jay Leno Jay Leno sýnir fram á
keisarans nekt á hverju kvöldi er hann
togar þjóðarleiðtoga, frægt fólk og bara
hversdagslega vitleysinga sundur og
saman í háði.
0.10 The Practice (e) Bobby Donnell
og meðeigendur hans grípa til ýmissa
ráða, sumra býsna frumlegra, til að koma
skjólstæðingum sínum undan krumlu
saksóknara, þar á meðal hinnar harð-
skeyttu Helen Gamble, sem er samt mik-
il vinkona þar og sannar þar með enn og
aftur að vinna og skemmtun þarf ekki að
fara saman (þó hún geti gert það).
1.00 Dagskrárlok
16.30 Fótboltakvöld Endursýndur þátt-
ur frá sunnudagskvöldi.
16.50 Helgarsportið Endursýndur þátt-
ur frá sunnudagskvöldi.
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Myndasafnið Mummi bumba,
Engilbert og Albertína ballerína. e.
18.30 Spæjarar (7:26) (Totally Spies)
Æsispennandi teiknimyndaflokkur.
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Geishur - Að tjaldabaki (Geish-
as: Behind the Scenes) Heimildarmynd
um geishur í Japan.
20.55 Vesturálman (11:22) (West
Wing) Bandarísk þáttaröð um forseta
Bandaríkjanna og samstarfsfólk hans í
vesturálmu Hvíta hússins.
21.40 Timburmenn (2:10) Smíðaþáttur
á léttum nótum í umsjón Arnar Árnason-
ar leikara og Guðjóns Guðlaugssonar
smiðs.
22.00 Tíufréttir
22.20 Á ströndinni (2:2) (On the
Beach) Bandarísk/áströlsk kvikmynd í
tveimur hlutum. Jarðarbúar eru búnir að
sprengja allt í tætlur og aðeins Ástralía
hefur ekki enn orðið fyrir geislun. Þar eru
hugprúðar hetjur sem reyna að bjarga
því sem bjargað verður. Leikstjóri er
Russell Mulcahy.
0.05 Kastljósið Endursýndur þáttur
frá því fyrr um kvöldið.
0.25 Dagskrárlok
Haltu mér,
slepptu mér
Þáttaröð um kynferðisglæpa-
sveit lögreglunnar í New York
sem rannsakar viðurstyggileg-
ustu glæpi sem þar eru framdir.
Ráðist er á frægan sellóleikara.
Henni er nauðgað og hárið skor-
ið af henni. Hún sá ekki hver
árásarmaðurinn var. Lögreglan
leitar í íbúð hennar og finnur
myndavélar sem eru svo litlar að
sellóleikarinn vissi ekki af því
að fylgst var með henni. Lög-
reglan rannsakar stjórnanda sin-
fóníuhljómsveitarinnar, sem
kallar ekki allt ömmu sína. Þá er
önnur árás gerð á Cassie og
selló hennar eyðilagt.
SJÓNVARP Hin dauflyndi fyrrum
varaforseti Bandaríkjanna, Al
Gore, ætlar að setja á laggirnar
nýja stóra sjónvarpsstöð í Banda-
ríkjunum. Þetta gerir hann í sam-
vinnu við ríka og fræga demó-
krata úr skemmtanaiðnaðinum.
Hann telur skort á fjölmiðlum
hliðhollum sínum flokki og stjórn-
málaskoðunum, sem hafi kostað
hann sigur í síðustu forsetakosn-
ingum. Hann segir mikinn meiri-
hluta amerísku stöðvanna afar
hægrisinnaðan og þess vegna fái
repúblikanar og þeirra sjónarmið
gríðarlega kynningu í út- og sjón-
varpi.
Gore segir að sérstaklega beri
að nefna auknar vinsældir út-
varpsspjallþátta nýlega þar sem
repúblikanar ráða ríkjum og að
fréttir á Fox-sjónvarpsstöðinni,
sem er íhaldssinnuð, séu orðnar
vinsælasti fréttaflutningur
Bandaríkjanna. Áður var það
CNN. Ekki er víst hvert hlutverk
Gores yrði á stöðinni eða ná-
kvæmlega hvernig hún myndi
starfa. Gore ætlar ekki í endur-
framboð, en fjölmiðlaátak þetta
er gert sérstaklega fyrir forseta-
kosningarnar 2004. ■
Stjórnmál í sjónvarpi:
Al Gore í fjöl-
miðlabransann
22
Dæmi um verð: Áður Nú
Jakkapeysa 4.100 1.600
Bómullarpeysa m. rennilás 5.100 1.900
Hettupeysa 5.700 1.900
Dömuskyrta 5.200 1.400
Tunika 5.800 1.900
Gallajakki 6.600 1.900
Sumarkjóll 4.900 1.800
Síð pils 5.500 1.700
ÚTSALA - ÚTSALA
80-90% afsláttur
Ótrúlega lágt verð
Síðumúla 13, 108 Reykjavík,
sími 568 2870
Einnig úrval af dömu- og herrabuxum á kr. 900
Opið frá kl. 10-18
Útsala er hafin
20-70% afsláttur
t.d. sumarkjólar 4990 kr
diva dragtir 14990 kr
og margt fleira
Sissa tískuhús
H v e r f i s g ö t u 5 2 , s í m i 5 6 2 5 1 1 0
AL GORE
Ætlar ekki í endurframboð, en
er með fleiri járn í eldinum.
Law &
Order SVU
„Nú harma
ég það bara
að það sé
enn reytingur
af góðum
þáttum á
boðstólnum.