Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 12
12 23. júní 2003 MÁNUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 haust kr. á mann kr. á mann Frábærar haustfer›ir til Portúgals á einstöku ver›i. í Portúgal 44 .9 00 39 .9 00 V er › fr á V er › fr á 16 ., 2 3 og 3 0. s ep te m be r 7. , 14 . og 2 1. o kt ób er Komdu me› til Portúgals og njóttu lífsins me› Plúsfer›um í Albufeira. Sólríkt Innifalið: Flug, gisting í eina viku í stúdíói á Sol Doiro og allir flugvallarskattar. RALLAKSTUR Bræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir, á Subaru, sigr- uðu í annarri umferð Íslandsmóts- ins í rallakstri á laugardag. Bif- reiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stóð að þessum hluta keppninnar og lágu sérleiðirnar um Tröllháls, Uxahryggi, Kaldadal og Geitháls. Rúnar og Baldur sigruðu einn- ig í fyrstu umferðinni, sem fram fór á Suðurnesjum 24. maí, en Sig- urður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson, á Metro, urðu í öðru sæti eins og nú. Aðeins mun- aði 13 sekúndum á þeim í fyrstu umferðinni en níu sekúndum á laugardag. Guðmundur Guð- mundsson og Jón Bergsson, á Subaru, urðu þriðju á laugardag líkt og í fyrstu keppninni, en voru sex mínútum á eftir Sigurði og Ísak. Tíu af þrettán þátttakendum luku keppni á laugardag. Gír- kassi brotnaði í Mözdu Þorsteins og Svavars Mckinstry strax á fyrstu ferjuleið og dekk brotnaði undan Nissan Kristins Sveinsson- ar og Jóhannesar Óskarssonar á Kaldadal. Þorsteinn Páll Sverris- son og Witek Bogdanski, á Renault, hættu keppni eftir þriðju sérleið, Tröllháls, þegar gírkassinn bilaði. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Keppni á Gull- mótum Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins hefst á Bislett í Osló á föstudag. Mótið verður jafnframt það síðasta sem fram fer á Bislett því meirihluti er fyrir því í borgar- stjórn Oslóar að endurbyggja leik- vanginn. Fyrsti Bislett-völlurinn var byggður árið 1908 en núverandi mannvirki voru reist árið 1922. Völlurinn hefur verið notaður fyr- ir fótbolta og frjálsar íþróttir á sumrin og skautahlaup yfir vetur- inn, enda var Bislett vettvangur þeirrar greinar þegar Osló hélt Ólympíuleikana árið 1952. Heims- meistaramótið í skautahlaupi var þrettán sinnum haldið á Bislett og Evrópumeistaramótið tíu sinnum. Bislett tengist einnig stærstu stundunum í íslenskri íþróttasögu. Þar varð Gunnar Huseby Evrópu- meistari, fyrstur Íslendinga, árið 1946 og þar sigruðu Íslendingar Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum árið 1951. Vegna sögu vallarins og aldurs mannvirkjanna vill þjóðminja- vörður vernda Bislett með þeim hætti að það sem byggt verður falli að því sem eldra er. Stefnt er að því að nýr, eða endubyggður, völlur verði tilbúinn árið 2006. Bislett hefur verið einn vett- vanga gullmótanna frá upphafi árið 1998 enda öðlaðist völlurinn veigamikinn sess í heimi frjálsra íþrótta vegna Bislett-leikanna. Þrjátíu og fimm heimsmet féllu á Bislett-leikunum. Ástalinn Ron Clarke bætti metið í 10.000 metra hlaupi um 37 sekúndur á fyrstu leikunum árið 1965 og hljóp vega- lengdina fyrstur manna á innan við 28 mínútum. Sebastian Coe setti met í 1.000 metra hlaupi árið 1981, Steve Ovett í 1.500 metra hlaupi ári fyrr og Ingrid Kristian- sen bætti metið í 10.000 metra hlaupi tvö ár í röð á níunda ára- tugnum. Tékkinn Jan Zelezny bætti metið í spjótkasti árið 1990 með risakasti og Said Aouita frá Marokkó setti nýtt met í 5.000 metra hlaupi árið 1985. Heiðursgestir mótsins á föstu- dag verða margar af stjörnum Bislett-leika fyrri ára: Sebastian Coe, Steve Cram, Colin Jackson, David Moorecroft, Ingrid Kristi- ansen og Grete Waitz. ■ RALLAKSTUR Bræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir sigruðu. Íslandsmótið í rallakstri: Rúnar og Baldur unnu aftur WILFRED BUNGEI Kenýamaðurinn Wilfred Bungei verður meðal keppenda á Bislett á föstudag. Hann náði besta tíma ársins í 800 metra hlaupi í byrjun mánaðarins. Fyrsta og síðasta mótið á Bislett Bislett-leikvangurinn í Osló verður endur- byggður á næstu þremur árum. Lokamótið fyrir breytingarnar verður fyrsta Gullmót sumarsins. ÍÞRÓTTIR Alþjóðaleikar þroska- heftra, Special Olympics, voru settir í Dublin á laugardag. Leik- arnir voru fyrst haldnir fyrir 30 árum að frumkvæði Eunice Kenn- edy Shriver og hafa hingað til alltaf verið haldnir í Bandaríkjun- um. Leikarnir eru mjög umfangs- mikill viðburður. Rúmlega sjö þúsund íþróttamenn frá 160 þjóð- um keppa á leikunum í 23 grein- um. Einnig er reiknað með þrjú þúsund þjálfurum og fararstjór- um og 28 þúsund skyldmennum keppenda. Áætlað er að um 30 þúsund sjálfboðaliðar starfi við leikana. Íslendingar sendu 41 íþrótta- mann til leikanna en þeir keppa í golfi, handbolta, fótbolta, keilu, frjálsum íþróttum, fimleikum, boccia, lyftingum, sundi og borð- tennis. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var meðal heiðurs- gesta á setningarathöfn leikanna. Þar voru einnig Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, Mary McAleese, forseti Írlands, og hnefaleikakappinn Muhammad Ali. ■ MUHAMMAD ALI Hnefaleikakappinn Muhammad Ali kemur til setningarathafnar alþjóðaleika þroskaheftra. Alþjóðaleikar þroskaheftra: Sjö þúsund þátttakendur FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.