Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. júní 2003 S í ð u m ú l a 3 4 , S í m i 5 3 3 3 3 3 1 Innrömmun 20% afsláttur til 15. júlí Málverk eftir Tolla, Karólínu, Atla Má, Jón Reykdal, Hring, K. Kvaran, Eggert, Gunnlaug Blöndal, Stórval, K Davisson, Flóka o.fl. Málverk á tilboði, komdu og gerðu tilboð Snorri Arinbjarnar Skissur, tilboð frá kr. 6.000 Álrammar Trérammar Tílbúnir rammar Opið frá kl. 9-18 Enska knattspyrnan: Djemba- Djemba til United? FÓTBOLTI Kamerúninn Eric Djemba-Djemba hjá Nantes gæti verið á leið til Manchester United í sumar fyrir um þrjár milljónir punda. Leikmaðurinn og umboðs- maður hans hafa staðfest áhuga United og Djemba-Djemba segir að hann hafi þegar hitt Sir Alex Ferguson vegna þessa. Djemba-Djemba lék vel á miðj- unni hjá Nantes í vetur. Hann þyk- ir vinnusamur og er harður af sér í tæklingum enda uppskar hann eina brottvísun og ellefu gul spjöld í frönsku deildinni í vetur. ■ KLITSCHKO Vitali Klitschko á leið í hornið sitt eftir sjöttu lotu bardagans við Lennox Lewis í Los Angeles á laugardag. Heimsmeistaratitill í þungavigt: Klitschko vill annan bardaga HNEFALEIKAR „Ég er mjög óánægð- ur með að læknirinn stoppaði bar- dagann,“ sagði úkraínski boxar- inn Vitali Klitschko eftir bardaga hans við heimsmeistarann Lennox Lewis. „Ég var tilbúinn að halda áfram og er viss um að ég hefði unnið.“ Læknirinn stöðvaði bardagann eftir sjöttu lotu vegna skurðar á vinstri augabrún Klitschko. Úkra- ínumaðurinn hafði þá foystu á stigum en Lennox var úrskurðað- ur sigurvegari. Klitschko hefur farið fram á annan bardaga við Lennox en ekki er víst að hann sé næstur í röðinni því Roy Jones Jnr. hefur líka skor- að á heimsmeistarann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.