Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 23. júní 2003
Mjólkin
slær
í gegn!
80.000
flöskur seldar!
Fólk kann svo sannarlega að meta
fitulausa mjólk í handhægum flöskum.
Sala á Drykkjarmjólk hefur farið fram úr
björtustu vonum á þeim tveimur vikum
sem hún hefur verið á markaði.
Hún er létt
HÁTÍÐARHÖLD Flateyringar eru nú í
óða önn að gróðursetja tré og
mála hús til að undirbúa hátíðina
Grænlenskar nætur, sem haldin
verður dagana 10. til 14. júlí.
„Við stefnum að því að þorpið
verði orðið fallegt og vel snyrt
fyrir hátíðina. Nú verða allir að
taka til hendinni og þrífa og mála
og gera fínt hjá sér,“ segir Guð-
rún Pálsdóttir hjá Íbúasamtökum
Önundarfjarðar í samtali við
fréttavefinn flateyri.is. Allt að
100 listamenn og handverksfólk
frá Grænlandi, Íslandi, Dan-
mörku, Færeyjum og Slóvakíu
munu koma fram þá fjóra daga
sem hátíðin stendur.
„Það er mikilvægt að fyrsta
sýn ferðamanna á þorpið sé aðlað-
andi og hér verður kjörið útivist-
arsvæði þegar búið verður að
koma þessum lundi í það horf
sem ætlað er,“ sagði Guðrún við
bb.is.
Undanfarin ár hafa Íbúasam-
tök Önundarfjarðar gert hag-
stæða samninga um utanhúss-
málningu og garðagróður. Einnig
hafa samtökin séð íbúunum fyrir
trjám á afar hagstæðu verði. „Við
erum einmitt að fá helling af
trjám í dag og við viljum bara
hvetja fólk til að nýta sér þetta.
Svo er líka fólk sem hefur tekið
að sér opin svæði á staðnum og
gróðursett þar,“ sagði Guðrún
Pálsdóttir. ■
HEILBRIGÐISMÁL Ísland skrifaði
undir rammasamning Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar um tak-
mörkun á tóbaksreykingum í Genf
á mánudaginn var. Ísland er eitt af
fyrstu löndunum sem skrifa undir
samninginn, sem markar tímamót
þar sem hann er fyrsti alþjóðlegi
lýðheilsusamningurinn sem gerð-
ur hefur verið. Auk Íslands skrif-
uðu 27 lönd og Evrópusambandið
undir samninginn.
„Þessi samningur þýðir að
verið er að hjálpa öllum þjóðum
að komast á svipað stig í tóbaks-
vörnum,“ segir Þorsteinn Njáls-
son, formaður Tóbaksvarnar-
nefndar. Að sögn Þorsteins er Ís-
land meðal fremstu þjóða heims-
ins í tóbaksvörnum. „Um leið og
við hjálpum öðrum styrkjum við
okkar eigin tóbaksvarnir,“ segir
Þorsteinn.
Þorsteinn bendir líka á að tó-
baksfyrirtækin séu nú að finna
sér nýja markaði í löndum þriðja
heimsins. „Þessi lönd hafa ýtt
mjög fast á það að búinn verði til
alþjóðasáttmáli, svo að staðallinn
í þeirra löndum sé ekki síðri en
hjá okkur.“ Þorsteinn segir góða
samstöðu hafa náðst um samn-
inginn, sem tekur til allra hliða
tóbaksvarna. ■
CHARLES TAYLOR
Forsetinn ætlar að sitja kjörtímabilið á
enda og er eftir það aðeins tilbúinn að
láta völdin í hendur varaforseta landsins.
Forseti Líberíu:
Hættir við
að hætta
LÍBERÍA, AP Charles Taylor, forseti
Líberíu, hefur dregið til baka yfir-
lýsingu sína um að hann ætli að
láta af embætti til að friður geti
komist á í landinu. Taylor, sem
ákærður hefur verið fyrir stríðs-
glæpi, segist ætla að sitja áfram
þar til kjörtímabilinu lýkur í janú-
ar á næsta ári.
„Mikill meirihluti þjóðarinnar
er ósáttur við það ég skuli ætla að
láta af embætti án hennar sam-
þykkis,“ sagði Taylor í sjónvarps-
viðtali.
Stjórnarandstæðingar tóku yf-
irlýsingum forsetans illa og hétu
aðgerðum. Í friðaráætlun sem
nýtur alþjóðlegs stuðnings er
kveðið á um að mynda skuli
bráðabirgðastjórn í landinu án
þátttöku Taylor. ■
Lendingarstaður
loftsteins:
Jafnast á við
kjarnorku-
sprengju
MOSKVA, AP Rússneskir vísinda-
menn segjast hafa fundið staðinn í
Síberíu þar sem risastór loft-
steinn féll til jarðar á síðasta ári.
Vísindamennirnir, sem starfa
hjá geimrannsóknastofnuninni
Kosmopoisk, hafa fundið brunnið
svæði í barrskógabelti Síberíu þar
sem þeir telja að steinninn hafi
lent. Vadím Tsjernobrov, einn vís-
indamannanna, segir að árekstur-
inn hafi jafnast á við meðalkjarn-
orkusprengju. „Þessi atburður
verður skráður á spjöld sögunn-
ar.“
Eftir að hafa rannsakað svæðið
komust vísindamennirnir að
þeirri niðurstöðu að sennilega
hefðu lent þar tveir loftsteinar í
stað eins eins og hingað til hefur
verið talið. ■
Fyrsti alþjóðlegi lýðheilsusamningurinn:
Allar þjóðir á svipað stig
í tóbaksvörnum
Grænlenskar nætur undirbúnar:
Flateyringar gróðursetja og mála
FLATEYRI
Íbúar eru í óða önn að undirbúa hátíðina í
sumar.