Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 20
23. júní 2003 MÁNUDAGUR20 Fréttiraf fólki TÓNLIST Þrátt fyrir að vera rétt skriðin yfir 21 árs aldurinn hefur Beyoncé Knowles átt afar blómleg- an tónlistarferil. Söngtríó hennar Destiny’s Child hefur selt um 33 milljónir platna um allan heim og komið fjölda laga í efstu sæti vin- sældalista í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið fjölda verðlauna og er komin með annan fótinn inn um dyrnar í Hollywood. Hún er vinnu- söm og er ein af fáum megin- straumspoppurum dagsins í dag sem tekur þátt í öllu sköpunarferli laga sinna frá upphafi til enda. Hún er t.d. lagahöfundur og aðal- útsetjari margra laga Destiny’s Child. Stúlkan hefur aldrei tekið feilspor og virðist ekki ætla að byrja á því núna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef fyrsta sólóplata Beyoncé verður á meðal söluhæstu platna heims þetta árið. Í viðtölum hefur Beyoncé talað um það að upptökuferlið hafi verið henni bæði ógnvekjandi og veitt frelsistilfinningu. Hún hafi ekki ver- ið niðurnjörvuð af stórbrotnum raddútsetningum fyrir hvert lag, sem er fylgifiskur þess að vera í radd- tríói. Á sama tíma kvartar hún yfir því að hafa ekki getað stólað á hinar tvær stúlkurnar sem álitsgjafa. Hún talar um það að vegna þess að nú hafi hún verið að semja lög fyrir sjálfa sig en ekki hóp hafi hún fengið tækifæri á að gera textana ögn persónulegri. Stúlkunni er greinilega mikið umhugsað um ást- arleiki. Syngur mikið um athöfnina heitu og hefur aldrei hljómað jafn munaðarlega og einmitt nú. Sjálf lýsir hún einu lagi plötunnar, „Speechless“, sem „population in- creaser“ eða „fólksfjöldafjölgara“ og þarf ekki mjög ríkt ímyndarafl til að átta sig á hvernig skap það lag á að koma hlustendum í. Aðdáendur Destiny’s Child mega því búast við ögn fullorðins- legri plötu en stúlkan hefur tekið þátt í áður. Takturinn er oftar hæg- ari en hraðari og lögin þannig oftar ætluð hægari mjaðmahreyfingum en þekkjast á dansgólfum. Stúlkan leitar víðar í áhrifavalda og jafnvel má heyra glitta í arabíska tónskala í einu laganna. Á plötunni fær Beyoncé til sín nokkra gesti. Þar má m.a. nefna fyrrum kærasta hennar Jay-Z, Missy Elliot, Sean Paul, Big Boi úr Outkast og silkisöngvarann Luther Vandross. biggi@frettabladid.is Fólksfjöldafjölgari Í dag kemur út fyrsta sólóplata Beyoncé Knowles, aðalsöngkonu Destiny’s Child. Platan heitir „Dangerously in Love“ og vonast söngkonan til þess að sýna breidd sína sem listamaður með útgáfunni. Leikararnir Kiefer Sutherlandog Angelina Jolie eru sögð vera orðin „meira en bara vin- ir“ en þau vinna nú saman við tökur á nýrri kvikmynd í Kanada. Myndin heitir „Taking Lives“ og hefur sést til leikaranna þeytast á milli veitingastaða í Quebec þar sem þau láta vel að hvort öðru. Skilnaður Angelinu við fyrr- um eigin- mann sinn, leik- arann Billy Bob Thornton, gekk í gegn í síðasta mánuði. Hjónunum Tom Hanks og RituWilson brá heldur í brún á dögunum þegar staðsetning á leynilegu heimili þeirra í Idaho lak til fjöl- miðla. Það gerist þeg- ar fyrir- tækið sem byggði bú- garðinn kærði hjón- in vegna ógreiddra launa. Hjónunum hafði tekist að halda búgarðin- um úr fjölmiðlum og gátu því, fram að þessu, fengið algjöran frið frá hinu vökula auga fjöl- miðlanna. Greinilega ekki lengur. Söngvarinn Elton John hefurákveðið að setja öll húsgögn íbúðar sinnar í London á upp- boð. Hann langar til þess að endurinnrétta alla íbúðina og koma fyrir meira af listmunum og datt þetta snjallræði í hug. Hvað verður um allan ágóðann er ekki vitað. Ætli kappinn noti hann ekki bara til listaverka- kaupa? Á laugardag kom fimmta bók-in um Harry Potter í búðir um allan heim, en þó aðeins á ensku. Höfundur ævintýra Pott- ers, J.K. Rowling, segist þegar vera byrjuð að skrifa sjöttu bókina. Biðin eftir henni verður því að öllum líkindum ekki jafn löng og biðin eftir þessari hefur verið. Einnig var það í fréttum fyrir helgi að Rowling hefði kært bandarískt dagblað fyrir að birta textabrot úr bókinni án hennar leyfis. BEYONCÉ Það gæti haft hræðilegar afleiðingar ef þessari mynd yrði skellt upp á stærðarinnar aug- lýsingaspjald við hliðina á hraðbraut. Vonum að það gerist ekki.Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. JOHNNY ENGLISH kl. 3.45 THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12 BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 10 b.i. 12THE MATRIX RELOADED OLD SCHOOL kl. 3.45 5.50. 8 og 10.15 Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 4 IDENTITY kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i 16 kl. 6 og 8 b.i. 12 Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20 b.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 16Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í lúxus kl. 6 og 8.30 kl. 5.45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... kl. 8 og 10 b.i. 16FILMUNDUR: TRYCKY LIFE XMEN kl. 10.15 bi 12 AGENT CODY B... kl. 3.40, 5.50 og 8 SKÓGARLÍF 2 með ísl. tali kl. 4 KANGAROO JACK kl. 4, 6, 8 og 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.