Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 6
RANNSÓKN Lovísa Ólafsdóttir iðju- þjálfi fór nýverið veiðitúr með togaranum Árbaki EA í þeim til- gangi að rannsaka svefnvenjur sjómanna og áhrif þeirra á heilsu- far og öryggi. Ferðin er liður í viðamikilli rannsókn á vegum samgönguráðuneytisins á 130 sjó- mönnum á sex togurum sem hófst fyrir ári síðan og lýkur í haust. „Sjómenn eru mjög vanræktir og sofa lítið og illa. Þeir vinna í sex tíma vaktakerfi og sofa að jafnaði í þrjá til fjóra tíma aðra frívaktina og tvo tíma hina. Þeir liggja á lélegum dýnum sem henta engan veginn til sjós og ná ekki fullum svefni,“ segir Lovísa. Að sögn Lovísu hefur slæmur svefn sjómanna mikil áhrif á and- legt og líkamlegt ástand þeirra og gerir þá viðkvæmari fyrir slys- um. „Líffræðilegur þáttur sem tengist svefninum er einn helsti orsakahluti slysa. Lélegur svefn sljóvgar viðbrögð manna og skipt- ir sköpum um heilbrigði og holl- ustu.“ Slæmur svefn og vaktavinna valda því að efnaskipti hægja á sér og hormónastarfsemin breyt- ist. Rannsóknir hafa sýnt að offita er algeng meðal sjómanna og kveðst Lovísa rannsaka tengsl milli svefntruflana og offitu, en aðrar aðstæður sjómennskunnar hafa þar áhrif. „Auk þess er mikil einhæfni í vinnu á togara í dag og hún er ein tegund hreyfingarleys- is. Svo tekur það jafnvel 20 klukkutíma að sigla á miðin og úti á sjó eru miklu minni möguleikar á því að stunda hreyfingu en í landi.“ Eftir að hafa rannsakað að- stæður og líðan sjómanna segir Lovísa stöðu þeirra ekki öfunds- verða. Hins vegar lætur hún vel af andanum um borð í Árbaki. Hún þakkar stjórnendum um borð í skipinu að líðan mannskapsins sé jafn góð og raun ber vitni. „Stjórn- endurnir eru hæfir og eru ekki að öskra á menn. Þeir hafa tilfinn- ingagreind og vita að maður getur stýrt streitu upp á við með erfið- um samskiptum,“ segir hún. Lovísa hefur fengið tilboð frá fyrirtæki í Reykjavík um að vinna við þróun á sérhannaðri dýnu fyr- ir sjómenn, svo bæta megi svefn þeirra. Hún vill að yfirstandandi rannsókn verði notuð sjómönnum til heilla. „Svefninn hefur gífurleg áhrif á heilsufar og öryggi um borð í skipum og það er ljóst að sjómenn fá ekki nauðsynlega hvíld.“ jtr@frettabladid.is 6 23. júní 2003 MÁNUDAGUR ■ Lottó Veistusvarið? 1Tjón varð vegna flóða í mikilli rign-ingu í síðustu viku. Holræsakerfi Reykjavíkur hafði ekki undan vatnsmagn- inu. Hvað heitir gatnamálastjórinn? 2Evrópukeppni landsliða var haldinum helgina. Vala Flosadóttir keppti í tveimur íþróttagreinum. Hvaða greinar voru það? 3Pamela Anderson var að slíta trúlof-un við þekktan rokkara. Hvað heitir hann? Svörin eru á bls. 31 HVALVEIÐAR „Það er vissulega áfangi fyrir Ísland að við tökum núna þátt í fundum Alþjóðahval- veiðiráðsins án þess að nein til- raun sé gerð til þess að draga í efa að við séum aðilar að ráðinu,“ seg- ir Stefán Ásmundsson, fulltrúi Ís- lands á fundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins, aðspurður um hans mat á helstu tíðindunum fyrir Íslend- inga að afloknum fundinum. Að öðru leyti segir Stefán fund- inn ekki hafa farið á þann veg sem Íslendingar hafi helst vonað. Hann nefnir Berlínarfrumkvæð- ið, sem festir ráðið enn frekar í sessi sem friðunarráð, í því sam- bandi. „Við lítum náttúrlega svo á að verndun hvalastofna sé mikil- væg,“ segir Stefán. „En verndun- in á að vera hluti af nýtingunni. Það er það samhengi sem raun- verulega er verið að skera á.“ Stefán segir skiptar skoðanir hafa verið innan Vísindanefndar- innar um flest atriði í vísindaáætl- un Íslendinga, en þó hafi það ver- ið jákvætt að nefndarmenn voru sammála um það að vísindaveiðar á hrefnu myndu ekki hafa slæm áhrif á hrefnustofninn. Varðandi hið pólitíska landslag að afloknum fundinum segir Stef- án fundinn hafa breytt litlu „Það skipti svo sem ekki lykilmáli að fá staðfestingu á því að þjóðir eins og Ástralía séu á móti hvalveið- um,“ segir Stefán. „Það vissum við fyrir fram.“ ■ GRIKKLAND, AP Leiðtogar aðildar- landa Evrópusambandsins tóku varfærnislega á móti drögum að nýrri stjórnarskrá á fundi sam- bandsins á Grikklandi. Þegar hafa þó verið gerðar athugasemdir við nokkur lykilatriði, meðal annars fyrirhugaðar takmarkanir á neit- unarvaldi þjóða. Valery Giscard d’Estaing, fyrr- um Frakklandsforseti, afhenti leiðtogunum eintök af stjórnar- skránni. D’Estaing, sem er í for- sæti nefndarinnar sem stendur á bak við uppkastið, hefur farið fram á það að reynt verði að kom- ast hjá því að gera verulegar breytingar á textanum. Ríkisstjórnir landanna munu fara ofan í saumana á innihaldi stjórnarskrárinnar á næstu mán- uðum. Búist er við fjörlegum um- ræðum þegar uppkastið verður tekið fyrir á ráðstefnu ríkis- stjórna Evrópusambandslanda í október næstkomandi. Stjórnar- skráin mun ekki öðlast gildi fyrr en öll aðildarlöndin hafa sam- þykkt hana. Á leiðtogafundinum í gríska smábænum Porto Carras er einnig fyrirhugað að ræða inn- flytjendamál, öryggismál, stöð- una í Írak og samband Evr- ópusambandsins við Bandaríkin og löndin á Balkanskaga. ■ BROSMILDIR LEIÐTOGAR Leiðtogar 25 núverandi og tilvonandi aðildarlanda Evrópusambandsins eru nú staddir í smábænum Porto Carras á Grikklandi til þess að ræða framtíð sambandsins. Leiðtogafundur Evrópusambandsins á Grikklandi: Nýrri stjórnarskrá tekið með fyrirvara SVEFNTRUFLANIR TIL SJÓS Lovísa Ólafsdóttir fór túr með togaranum Árbaki EA í tengslum við rannsókn á svefnvenj- um sjómanna. Hún segir sjómenn ekki fá fullgildan svefn, sem leiðir til minna öryggis og aukinnar streitu. Sjómenn sofa illa Sjómenn hafa lélegt líkamlegt og andlegt úthald og fá slitróttan svefn, samkvæmt rannsókn sem Lovísa Ólafsdóttir iðjuþjálfi vinnur að um svefnvenjur til sjós. Hún segir sjómenn hafa verið vanrækta og vill að rannsóknin verði notuð til að bæta aðbúnað þeirra. MÓTMÆLI VIÐ HVALVEIÐUM Það liggur fyrir íslenskum stjórnvöldum að taka ákvörðun um vísindaveiðar og leggja þá m.a. mat á vægi mótmæla við slíkum áformum. Stefán Ásmundsson að afloknum fundi í Hvalveiðiráðinu: Ekki í samræmi við helstu vonir Lagarfljótsormurinn: Nýir eigendur SIGLINGAR Siglingar Ormsins á Lagarfljótinu hefjast um næstu mánaðarmót. Gengið hefur verið frá kaupum á bátnum og eru nýir eigendur Aðalsteinn Valdimars- son, Alfreð Rafnsson og Hákon Aðalsteinsson. Aðalsteinn segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að skrifa undir samninga fyrr en á föstudag. Langt sé liðið á vertíð- ina. Þrátt fyrir það séu menn bjartsýnir. „Þær breytingar verða á áætl- un bátsins að einungis verður lagt upp frá Atlavík og farið í styttri ferðir. Við erum opnir fyrir öllum tillögum og ætlum ekki að negla niður ferðir bátsins við fastar áætlanir.“ ■ Sprenging í olíuleiðslu: Skemmdar- verk trufla framleiðslu ÍRAK Sprenging varð í olíuleiðslu í grennd við bæinn Hit í Írak seint á laugardaginn. Mikill eldur gaus upp í leiðslunni um 140 kílómetra norðvestur af Bagdad en leiðslan liggur til höfuðborgarinnar. Bandaríkjamenn segjast ekki vita hvað olli sprengingunni en láta það fylgja sögunni að hún hafi ekki orðið neinum úr þeirra röð- um að fjörtjóni. Talið er víst að sprengingin verði rakin til skemmdarverka en olíuiðnaðurinn í Írak hefur verið skotspónn skemmdarverkamanna að undanförnu. ■ Tryggingastofnun: Aukinn lyfja- kostnaður ALMANNATRYGGINGAR Útgjöld sjúkratrygginga að meðtöldum vistgjöldum til stofnana hækkuðu um 8,5% í fyrra, eða úr 15,3 millj- örðum króna á árinu 2001 í 17,2 milljarða 2002. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins eru út- gjöld sjúkratrygginga um 27% af útgjöldum til heilbrigðismála. Þyngst vega greiðslur vegna lyfja en þær voru 5,4 milljarðar króna á árinu 2002 eða um 32% af heildar- útgjöldum sjúkratrygginga. Næststærsti útgjaldaflokkurinn er greiðslur fyrir hjúkrunarvist- un á stofnunum fyrir aldraða og sjúka, rúmar 4 milljarðar króna í fyrra. ■ Forstjóri Samherja: Ísland ekki leiðandi afl EVRÓPUBANDALAGIÐ „Ég hef ekki trú á því að Ísland verði neitt leiðandi afl í sjávarútvegi innan ESB,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, aðspurður um skýrslu Alþjóða- málas tofnunar um sjávarútvegs- stefnu ESB, þar sem leitt er að því líkum að Norð- menn og Ísland geti í krafti stærðar sinnar í sjávarútvegi knú- ið fram breyting- ar á sjávarútvegs- stefnu sambandsins. Þorsteinn seg- ist þó ætla að líta á skýrsluna áður en hann fjölyrði um málið. Hann segist opinn fyrir öllum nýjum rök- semdum varðandi tengsl Íslands við Evrópusambandið. ■ ÞREFALDUR LOTTÓ Enginn var með allar lottótölurnar réttar á laugardagskvöld og verður fyrsti vinningur, sem nam rúmum 6,2 milljónum króna, því þrefaldur næst. Einn var með fjórar tölur auk bónustölu og fær 303 þúsund krónur að launum. Lottótölurnar voru 5, 15, 29, 33 og 37 og bón- ustalan var 1. ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Hefur ekki trú á því að Ísland verði leiðandi afl í sjávar- útvegi innan ESB.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.