Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 14
23. júní 2003 MÁNUDAGUR Mánudaga til Föstudaga Laugardaga kl: 12:00 til 16:00 Opnunartími í sumar: Sími: 514-4407 kl: 13:00 til 18:00 TENNIS Margir bíða með eftirvænt- ingu eftir breska Wimbledon-mót- inu í tennis sem hefst þann 23. júní og stendur til 6. júlí en mótið er jafnan eitt hið sterkasta í tenn- isheiminum. Serena Williams snýr aftur til að verja titil sinn frá síðasta ári og veðbankar gefa henni góðar líkur á að endurtaka leikinn nú. Sömu sögu er að segja um Lleyton Hewitt frá Ástralíu sem leiðir heimslistann, en hann hefur leikið frábærlega í allan vetur og er vanur þeim aðstæðum sem Wimbledon býður upp á. Helstu keppinautar hans eru venju samkvæmt hinn síungi Andre Agassi og Spánverjinn Juan Carlos Ferrero. Bretar von- ast einnig til að Tim Henman tak- ist loks að spila til úrslita en því hefur hann aldrei náð á löngum ferli sínum. Kim Clijsters og Venus Willi- ams eru taldar líklegar til að veita Serenu einhverja keppni en aðrar þykja ekki líklegar til að leggja hana að velli. Talsvert er um forföll í keppn- inni og er þar helst að telja Pete Sampras, sjöfaldan sigurvegara Wimbledon, en hann dró sig úr keppni í maí. Önnur stjarna sem situr hjá í þetta sinn er Anna Kournikova hin rússneska, sem frægari er fyrir útlit sitt en góðan leik, en hún varð fyrir meiðslum í baki fyrir skömmu. ■ FÓTBOLTI „Það er bara allt liðið sem er að leggja upp mörkin,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik- maður ÍBV og markahæsti maður Landsbankadeildar, „Bjarni Geir, Bjarnólfur, Atli og Tryggvi Bjarna búinn að senda tvisvar á mig í hornum.“ Gunnar hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Landsbankadeild- inni. „Ég set það alltaf sem mark- mið að bæta sig frá síðasta ári. Ég skoraði ellefu mörk í fyrra og ég ætla að reyna að bæta það í ár en ég tek bara einn leik fyrir í einu.“ Mörkin sem Gunnar skorar eru fjölbreytt. „Þetta hefur alltaf ver- ið svona hjá mér. Ég get skorað alls konar mörk.“ Fjórir leikmenn eiga marka- metið í efstu deild. Pétur Péturs- son (ÍA) skoraði 19 mörk árið 1978, Guðmundur Torfason (Fram) jafnaði metið átta árum síðar, Þórður Guðjónsson (ÍA) bættist í hópinn árið 1993 og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) árið 1997. Enginn þeirra skoraði jafn mörg mörk og Gunnar í fyrstu sex leikjunum. Guðmundur skoraði sex mörk í fyrstu sex leikjum sín- um á metárinu, Tryggvi og Þórður skoruðu fimm og Pétur þrjú. ■ ANNA KOURNIKOVA Tekur ekki þátt í Wimbledon-tennismótinu sökum meiðsla. Breska Wimbledon-mótið í tennis: Serena og Lleyton sigurstranglegust GUNNAR Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skorað sjö mörk í fimm leikjum í Lands- bankadeildinni. Landsbankadeild karla: Markametið í hættu? Pétur Pétursson 1978 Leikur Gegn h/ú Mörk 1 Þróttur ú 2 Breiðablik h 3 KA h 4 FH ú 5 Fram h 6 Víkingur ú 7 Keflavík h 8 ÍBV ú 9 Valur h 10 Þróttur h 11 Breiðablik ú 12 KA ú 13 FH h 14 Fram ú 15 Víkingur h 16 Keflavík ú 17 ÍBV h 18 Valur ú 5 heima / 14 úti 19 af 47 mörkum ÍA Guðmundur Torfason 1986 Leikur Gegn h/ú Mörk 1 ÍA h 2 Þór h 3 Keflavík h 4 Valur ú 5 Breiðablik ú 6 FH ú 7 ÍBV h 8 Víðir ú 9 KR h 10 ÍA ú 11 Þór ú 12 Breiðablik h 13 Keflavík ú 14 Valur h 15 FH h 16 ÍBV ú 17 Víðir h 18 KR ú 10 heima / 9 úti 19 af 39 mörkum Fram Þórður Guðjónsson 1993 Leikur Gegn h/ú Mörk 1 FH ú 2 KR h 3 Þór ú 4 Fram ú 5 Víkingur h 6 Fylkir ú 7 ÍBV h 8 Keflavík ú 9 Valur h 10 FH h 11 KR ú 12 Þór h 13 Fram h 14 Víkingur h 15 Fylkir h 16 ÍBV h 17 Keflavík h 18 Valur ú 13 heima / 6 úti 19 af 62 mörkum ÍA Tryggvi Guðmundsson 1997 Leikur Gegn h/ú Mörk 1 ÍA h 2 Fram ú 3 Stjarnan h 4 Grindavík ú 5 Valur ú 6 KR h 7 Skallagrímur h 8 Keflavík ú 9 ÍA ú 10 Fram h 11 Leiftur h 12 Stjarnan ú 13 Grindavík h 14 Skallagrímur ú 15 Valur h 16 KR ú 17 Keflavík h 18 Leiftur ú 15 heima / 4 úti 19 af 44 mörkum ÍBV Gunnar H. Þorvaldsson 2003 Leikur Gegn h/ú Mörk 1 KA h 2 Valur ú 3 Fylkir h 4 Grindavík ú 5 Fram h 6 FH h 5 heima / 2 úti 7 af 12 mörkum ÍBV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.