Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 2
2 23. júní 2003 MÁNUDAGUR
“Nei, Villi stendur sig vel
í minnihlutanum.“
Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, hefur gagnrýnt þátt Framsóknarflokks-
ins í R-listasamstarfinu. Yfirlýsingar hans hafa
valdið ólgu innan R-listans en Guðmundur telur
víst að sjálfstæðismenn með Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson í broddi fylkingar bíði færis til að tæla
framsóknarmenn í nýtt meirihlutasamstarf.
Spurningdagsins
Guðmundur, viltu fá Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson sem borgarstjóra?
Harry Potter:
Átta bækur
á sekúndu
BÆKUR Harry Potter og Fönixregl-
an setti nýtt bóksölumet á laugar-
daginn en ein bók hefur hvorki
fyrr né síðar selst í jafn mörgum
eintökum á útgáfudegi.
„Við höfum aldrei selt bók
svona hratt áður,“ sagði talsmaður
WH Smith, stærsta bóksala Bret-
lands. „Bókin gekk svo hratt út að
það fóru um átta eintök á sekúndu
þegar sem mest gekk á.“
Handagangurinn var svipaður
í bókaverslunum úti um allan
heim enda hafa aðdáendur galdra-
drengsins beðið eftir framhaldinu
í tæp þrjú ár og tóku því 766 blað-
síðna doðrantinum fagnandi. ■
Forseti Íslands:
Mandela til
Íslands?
FUNDUR Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, átti í gær sér-
stakan fund með Nelson Mandela,
fyrrverandi forseta Suður-Afríku,
en forsetarnir eru sérstakir
stuðningsaðilar Special Olympics,
Alþjóðaleika þroskaheftra og
seinfærra, að því er segir í frétta-
tilkynningu frá skrifstofu forseta
Íslands.
Fundurinn fór fram í Dublin á
Írlandi og ræddu forsetarnir m.a.
möguleika á auknu samstarfi Ís-
lands og Suður-Afríku, hugsan-
lega heimsókn Nelson Mandela til
Íslands, erfiðleika ýmissa ríkja í
Afríku og hvernig Ísland getur
miðlað af reynslu sinni, einkum í
sjávarútvegi. ■
Steinsteypa kaupir í
Steypustöðinni:
Samþjöppun
á steypu-
markaðnum
VIÐSKIPTI Nokkrir aðilar innan
Steinsteypu ehf. í Hafnarfirði
hafa keypt stóran hlut í Steypu-
stöðinni af Loftorku í Borgarnesi.
Loftorka keypti Steypustöðina
fyrir tveimur vikum síðan með
fulltingi Sparisjóðs Mýrasýslu, en
selur nú vegna fjárskorts.
Endanleg niðurstaða um hlut
Steinsteypumanna hefur ekki
náðst, en þeir munu hljóta yfir
helmingshlut á móti Loftorku.
Tilgangurinn með kaupunum
er að auka samstarf milli steypu-
fyrirtækjanna þriggja, en þau
framleiða samanlagt um 60 pró-
sent allrar steypu á suðvestur-
horni landsins.
Bjarni Gunnarsson, stjórnar-
formaður Steinsteypu, segir að
kaupin muni stuðla að hagræð-
ingu á markaðnum. „Þetta er fyrst
og fremst samstarf sem veldur
hagræðingu og styrkir samkeppn-
ina. Fyrirtækin geta boðið upp á
heildarlausnir og það styrkir
rekstur þeirra og markaðinn um
leið,“ segir hann.
Áður en Loftorka keypti í
Steypustöðinni fyrir tveimur vik-
um var fyrirtækið í eigu á annars
tugs fyrirtækja í byggingariðnað-
inum sem hafa hag sinn af því að
halda steypuverði niðri. ■
HEBRON Ísraelski herinn skaut
háttsettan leiðtoga Hamas-sam-
takanna, Abdullah Qawasmeh, til
bana í Hebron aðfararnótt
sunnudagsins. Ísraelsmenn töldu
Qawasmeh bera ábyrgð á þrem-
ur sjálfsmorðsárásum í Haifa og
Jerúsalem í vor en árásirnar
kostuðu um 50 manns lífið.
Talsmenn Palestínumanna
hafa lýst því yfir að morðið á
Qawasmeh sé enn ein sönnun
þess að Ísraelsmen vilji gera allt
sem í þeirra valdi stendur til
þess að koma í veg fyrir frið á
Vesturbakkanum en Ísraelar
segja á móti að einungis hafi
staðið til að handtaka Qawasmeh
og hermennirnir hafi ekki skotið
á hann fyrr en hann greip sjálfur
til vopna.
Mahmoud Abbas, forsætisráð-
herra Palestínu, hefur beðið her-
skáa araba um að halda stillingu
sinni og fallast á vopnahlé.
Hamas-samtökin segjast ætla að
taka beiðni forsætisráðherrans
til frekari athugunar en ætla þó
að halda áfram að berjast gegn
ofsóknum Ísraela. ■
VÆNDI „Engin kona vaknar einn
morguninn og hugsar sér að í dag
sé dýrðlegur dagur til að selja
líkama sinn,“ segir Louise Eek,
blaðamaður og rithöfundur frá
Svíþjóð, sem er hérlendis vegna
málstofu um verslun með konur
sem hefst á Hótel Nordica í dag.
Louise var vændiskona á yngri
árum og hefur skrifað bók og
flutt fjölda fyrirlestra um
reynslu sína. Hún segir vændi
ekki vera val og því sé sú stefna
að refsa vændiskonum ekki rétt.
Louise er á landinu ásamt kon-
um frá níu Evrópulöndum sem
munu kynna baráttuleiðir heima-
landa sinna gegn verslun með
konur. Í sænskum lögum er kaup-
andi gerður ábyrgur fyrir við-
skiptum á kynlífi en seljandinn
ekki kærður. Þessu er ætlað að
vernda seljandann og auðvelda
honum að losna úr vítahring
vændis með því að hann þurfi
ekki að óttast lögregluna.
„Íslensk yfirvöld leyfa körlum
að kaupa sér kynlíf og láta konur
bera ábyrgðina. Konan er veikari
aðilinn í viðskiptunum og ætti
ekki að vera refsað. Það selur
enginn aðgang að líkama sínum
nema eitthvað alvarlegt hafi
komið til, misnotkun af einhverju
tagi. Þingið ætti að breyta lögun-
um þannig að kaupandi kynlífs-
ins verði gerður ábyrgur en selj-
andinn ekki,“ segir hún.
Louise segir uppbyggingu
samfélagsins veita rúm fyrir
vændi. „Í jafnréttisþjóðfélagi
væri fáránlegt að einhver myndi
selja aðgang að líkama sínum.
Þegar fólk áttar sig á því að í
kringum mann er allt fullt af ein-
staklingum sem leita hamingj-
unnar, rétt eins og maður sjálfur,
kemur ekki til greina að ætla
kaupa aðgang að líkama ein-
hvers. Enginn selur sig af því að
hann langar það, því þá tapar
hann ærunni.“
Að sögn Louise eru ástæður
vændis félagslegar og má rekja
þær til aðstæðna. „Það er ekkert
vændisgen, eða strippgen. Hver
sem er getur verið alinn upp til
að selja sig, bæði stelpur og
strákar. Ef farið er illa með
manneskju getur hún hætt að
virða sjálfa sig og aðra. Mann-
eskjan þarf að vera í fyrirrúmi.
Hvers kyns hún er á að vera
aukaatriði. Við búum í ríku þjóð-
félagi, maðurinn hefur ferðast til
tunglsins. Af hverju getum við
ekki hætt að kaupa hvert annað?“
jtr@frettabladid.is
KÍSILREYKUR Í HVALFIRÐI
Reykinn lagði um Hvalfjörðinn en hann var
að sögn talsmanns Járnblendiverksmiðj-
unnar ekki skaðsamur.
Kísilreykur í Hvalfirði:
Bilun í
hreinsibúnaði
IÐNAÐUR Mikinn kísilreyk lagði yfir
Hvalfjörð frá Járnblendiverksmiðj-
unni í Grundarfirði í fyrradag og
fram á nótt.
Ástæðan var bilun í reykhreinsi-
búnaði í einum ofni af þremur í
verksmiðjunni. Ingimundur Birnir,
framkvæmdastjóri framleiðslu-
sviðs, segir bilunina hafa varað í 20
klukkustundir. Þá hafi umhverfinu,
mönnum og dýrum ekki stafað
hætta af reyknum. ■
Alfreð Þorsteinsson:
Greinilegur
klofningur
STJÓRNMÁL „Það er greinilegur
klofningur innan forystu Samfylk-
ingarinnar varðandi R-listasam-
starfið,“ segir Alfreð Þorsteinson,
oddviti Framsóknarmanna í bor-
garstjórn.
„Annars vegar virðast Guð-
mundur Árni Stefánsson og Mar-
grét Frímannsdóttir hafa efasemd-
ir um áframhald þessa samstarfs
en hins vegar eru formaðurinn
Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir greinilega þess
fýsandi að halda því áfram sem
lengst. Hvor fylkingin verður ofan
á skal ég ekki dæma um en það er
greinilegt að ýmsir, þar á meðal
Guðmundur Árni, hafa ekki jafnað
sig á úrslitum alþingiskosninganna
en þau voru Samfylkingunni ekki
eins hagstæð og Guðmundur Árni
og fleiri höfðu búist við.“ ■
Vilhjálmur Þ.:
Vísar gagn-
rýni á bug
STJÓRNMÁL „Það væri saga til næsta
bæjar ef ég gæti verið að dunda
mér einn við það að kljúfa R-listann
þó Guðmundur Árni orði þetta
svona,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn Reykjavíkur,
um gagnrýni Guðmundar Árna Stef-
ánssonar á framgöngu framsóknar-
manna í R-listasamstarfinu og yfir-
lýsingar Vilhjálms um að möguleik-
ar séu á myndun nýs meirihluta.
„Ég benti á sínum tíma einfald-
lega á það, aðspurður, að ef slíkar
aðstæður kæmu upp værum við
reiðubúin til að skoða meirihluta-
samstarf með öðrum flokkum. Að
segja annað væri hreint ábyrgðar-
leysi af minni hálfu.“ ■
BARNAKLÁM Maðurinn sem handtek-
inn var nýverið fyrir að hafa barna-
klám í fórum sínum var staðinn að
ósæmilegri kynferðislegri hegðun
gagnvart drengjum þegar hann
starfaði sem sjálfboðaliði í einni af
deildum KFUM í Reykjavík vetur-
inn 1988-1989.
Var honum umsvifalaust vikið úr
starfi félagsins eftir að kvörtun
barst frá foreldrum. Þetta kemur
fram í yfirlýsingu sem KFUM og K
hefur sent frá sér. Kjartan Jónsson,
framkvæmdastjóri KFUM og K í
Reykjavík, segist ekki hafa verið að
hylma yfir þessu efnisatriði þegar
Fréttablaðið leitaði eftir upplýsing-
um fyrr í mánuðinum. Þá kom fram
að maðurinn hefði ekki verið uppvís
af neinu misjöfnu heldur þótt léleg-
ur starfsmaður. Kjartan segir að
spurt hafi verið um störf hans í
Vatnaskógi sumarið 1988 og svörin í
samræmi við það.
„Við tókum þá afstöðu að skýra
ekki frá þessum atburði. Það má
velta fyrir sér eftir á hvort við átt-
um að gera þetta öðruvísi.“
Kjartan segist ekki nákvæmlega
vita hvað gerðist en staðfesti að það
hefði verið gróft. Í pistli Illuga Jök-
ulssonar í Fréttablaðinu 21. júní
kemur fram að „maðurinn hafi verið
uppvís að því að „kenna“ sjö átta ára
drengjum kynferðislegt athæfi.“
Í yfirlýsingu KFUM og K kemur
fram að maðurinn hafi heimsótt
Vatnaskóg sumarið 1989 en verið
strax vísað af staðnum. Þá hefði
hann mörgum árum síðar reynt að
gerast sjálfboðaliði í vetrarstarfi
barna hjá KFUM en verið umsvifa-
laust hafnað á grundvelli fortíðar
sinnar. ■
Barnaklámsmaðurinn var staðinn
að ósæmilegri hegðun hjá KFUM:
„Ekki verið að hylma yfir“
HÖFUÐSTÖÐVAR KFUM OG KFUK Í
REYKJAVÍK
Í 104 ára sögu KFUM og KFUK hafa örfá
mál varðandi kynferðislega misnotkun
komið upp. Í flestum tilfellum hefur aðeins
verið um óstaðfestan grun að ræða og
þeir aðilar sem hlut hafa átt að máli verið
leystir frá störfum. Kjartan Jónsson segist
vita um tvö mál sem hafa verið staðfest.
ABDULLAH QAWASMEH
Sérsveit ísraelska hersins skaut hann til
bana aðfaranótt sunnudagsins þegar reynt
var að handtaka hann. Qawasmeh var
háttsettur innan Hamas-samtakanna, sem
íhuga nú hvernig bregðast skuli við morð-
inu.
Spennan eykst á Vesturbakkanum:
Ísraelsher drepur
Hamasleiðtoga
LOUISE EEK
Eek starfar nú sem blaðamaður og hefur gefið sögu sína út á prenti. Hún lenti í
hópnauðgun þegar hún var fjórtán ára og leiddist síðar út í vændi. „Konan er veikari aðil-
inn í viðskiptunum og ætti ekki að vera refsað,“ segir hún. Louise er hérlendis til að sækja
málstofu um verslun með konur á Hótel Nordica í dag.
Kaupendur kynlífs
axli ábyrgðina
Louise Eek var vændiskona á yngri árum en berst nú gegn
vændi víða um heim. Hún vill að íslensk stjórnvöld hætti að leyfa
kaup á kynlífi og refsa fyrir sölu þess. Sá sem selur líkama sinn
geri það ekki eftir eigin vilja og ætti því ekki að vera refsað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/J
Ó
N
T
R
AU
ST
I
Fréttablaðið:
550 bíla- og
fasteigna-
auglýsingar
AUGLÝSINGAR Fasteigna- og bíla-
auglýsingum í Fréttablaðinu hef-
ur fjölgað svo um munar. Í blað-
inu í dag eru hvorki meira né
minna en 399 fasteignaauglýsing-
ar og 151 bílaauglýsing. Stigvax-
andi fjölgun hefur orðið á þessum
auglýsingum síðustu vikur. ■