Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 16
 bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Draumabíll Ólafíu Hrannar Jóns-dóttur er glænýr Cherokee- jeppi. Helst vildi hún hafa hann fallega grænan eða eldrauðan, þannig að hann sæist vel í óbyggðun- um ef hún þyrfti á aðstoð hjálpar- sveita að halda. Ólafía Hrönn heillast af útliti og aksturseiginleikum jepp- ans: „Mér finnst þeir svo flottir í lag- inu og þeir eru svakalega þægilegir undir stýri,“ segir hún. Ef drauma- bíllinn yrði að veruleika vildi hún helst ferðast um landið á honum og jafnvel taka hann með sér um borð í Norrænu og keyra um Evrópu. Ólaf- ía Hrönn segist hins vegar vera raunsæ og því ekki búast við því að draumabíllinn verði nokkurn tímann hennar, sem sé þó í góðu lagi hennar vegna: „Ég á gamlan Cherokee og er bara þokkalega ánægð með hann.“ ■ Meðalakstur Íslendinga er um 15þúsund kílómetrar á ári. Mis- jafnt er hve miklu þeir eyða í bensín enda fer það eftir ástandi bílsins, aldri, stærð, þyngd og svo framvegis, sem og hvaða árstími er og hvert verðið á bensínlítranum er hverju sinni. Fréttablaðið bar saman bensín- kostnað á meðalstórum fólksbíl og meðalstórum jeppa og er munurinn töluverður. Toyota Yaris vvti 1,0 eyðir 5,5 lítr- um á hundraðið. Sé miðað við meðal- akstur Íslendinga eyðir eigandi þeirr- ar bifreiðar tæpum 80 þúsund krónum á ári í bensín, eða rúmum 6.500 krón- um á mánuði. Toyota Yaris, sama árgerð og fyrr- nefnd tegund en með stærri vél, 1,3, eyðir í blönduðum akstri 6,7 lítrum á hundraðið. Bensínkostnaður eigenda þeirrar bifreiðar er rúmar 95 þúsund krónur á ári eða um átta þúsund ár mánuði. Mitsubishi Pajero, 3,5, sjálfskiptur bensínjeppi, eyðir í blönduðum akstri um 13,8 lítrum á hundraðið. Það þýðir að eigandi slíkrar bifreiðar eyðir rúm- um 190 þúsund krónum á ári í bensín, eða um 16 þúsund krónum á mánuði. Ofangreindar tölur um bensín- eyðslu bílanna eru fengnar frá um- boðum þeirra. Þessar tölur eiga við um kjöraðstæður og geta því hækkað. Gömul þumalputtaregla segir að á hver hundrað kíló bifreiða fari einn lítri af bensíni. Það þýðir að á bíl sem er eitt tonn fara tíu lítrar af bensíni til að koma honum hundrað kílómetra leið. Sé miðað við þá öru þróun sem orðið hefur á vélum bifreiða má gróf- lega áætla að þumalputtareglan sé komin niður í níu lítra á hverja hund- rað kílómetra. ■ Bensínkostnaður: Hundruð þúsunda á ári TOYOTA YARIS Bensíneyðsla á slíkum bíl er um 80 þúsund krónur á ári sé miðað við tölur frá umboðum. PAJERO Jeppar á borð við Pajero eyða um 13,5 lítrum á mánuði. Draumabíllinn: Ferðast um Evrópu á glænýjum Cherokee ÓLAFÍA HRÖNN OG DRAUMABÍLLINN Hún vill þó helst hafa hann í grænum eða rauðum lit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.