Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 2
2 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR „Vissulega því þarna seldi ég Tarzan- blöð og sá allar Roy Rogers-myndirnar en húsið er barn síns tíma.“ Borgarráð hefur gefið jákvæða umsögn um nýtt skipulag við Snorrabraut sem felur í sér að gamla Austurbæjarbíó verði rifið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Spurningdagsins Vilhjálmur, áttu ekki eftir að sakna Austurbæjarbíós? KÓREUSKAGINN, AP Spennan jókst enn á Kóreuskaganum þegar til skotbardaga kom á milli her- manna á landamærum norðurs og suðurs. Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst í átökunum. Suður-kóreski herinn heldur því fram að norðanmenn hafi skotið fyrsta skotinu og þeim hafi verið svarað með sautján vélbyssuskotum. Engin yfirlýs- ing hefur borist frá Norður- Kóreumönnum vegna atviksins. Hermenn við landamærin skiptust síðast á skotum í nóv- ember 2001. Smáskærur af þessu tagi hafa yfirleitt ekki haft afgerandi áhrif á stjórn- málasamband þjóðanna tveggja. Enn eru bundnar vonir við það að hægt verði að leysa deil- urnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu með friðsamleg- um hætti. Kínverjar hafa lýst sig reiðubúna til að hafa milligöngu um viðræður á milli Norður- Kóreu og Bandaríkjanna vegna málsins og hefur boði þeirra ver- ið vel tekið af bandarískum ráða- mönnum. ■ Gömul sprengja: Sprakk við brautarstöð AUSTURRÍKI, AP Tveir menn létust og einn særðist alvarlega þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöld- inni sprakk í Salzburg í Austurríki. Sprengjusérfræðingar reyndu að gera sprengjuna óvirka við aðal- brautarstöðina í borginni og höfðu hátt í 300 manns verið beðin um að yfirgefa heimili sín á meðan. Um var að ræða 250 kílógramma sprengju sem varpað hafði verið á borgina úr bandarískri herflugvél. Þýskur sprengjusérfræðingur hafði varað starfsbræður sína við þeim hættum sem fylgdu því að eiga við sprengjur af þessu tagi áður en þeir hófust handa. ■ Studabaker yfirheyrður: Varði gjörðir sínar FRANKFURT, AP Bandaríkjamaður- inn Toby Studabaker, sem sakaður er um hafa numið á brott tólf ára gamla breska stúlku, fullyrðir að s a m b a n d þeirra hafi ekki verið kynferðislegt. Studabaker var leiddur fyrir rétt í Þýskalandi í gær. Sagðist hann hafa haldið að Shevaun Penn- ington væri átján ára og ekki gert sér grein fyrir að þau væru eft- irlýst fyrr en hann las um það í blöðunum. Hann var á leið á bandarísku ræðismannsskrifstof- una í Frankfurt til að gefa sig fram þegar hann var handtekinn. Studabaker ætlar ekki að leggjast gegn því að verða fram- seldur til Bretlands. ■ Baugur: Eignast hlut í Hamleys VIÐSKIPTI Baugur eignaðist 40% hlut í bresku leikfangakeðjunni Hamleys í gær þegar tilkynning kom frá Tim Waterstone um að hann væri fallinn frá tilboði sínu í fyrirtækið og hefði samþykkt að selja öll sín bréf til Soldiers, fé- lags í eigu Baugs. Stjórn Hamleys hefur mælt með því við hluthafa að þeir taki tilboði Baugs sem hljóðar upp á 254 pens fyrir hvern hlut í félag- inu og er háð því skilyrði að 90% hluthafa samþykki það. ■ YFIRLÝSING Bandaríska sendiráðið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í gær þar sem segir að það hafi miklar áhyggjur af því að ríkis- stjórn Íslands hafi ekki formlega svarað skriflegri beiðni Banda- ríkjanna um lögsögu í málinu í samræmi við Varnarsamninginn frá 1951 og viðauka hans. Hvetur það ríkisstjórnina til að leysa mál- ið með því að standa við skuld- bindingar sínar að fullu. Hvað varði flutning varnarliðs- mannsins segir að Bandaríkja- menn hafi samþykkt og staðið við skilyrði sem sett voru við afhend- ingu hans. Í fyrsta lagi mætti hann ekki yfirgefa Ísland. Í öðru lagi að varnarliðsmaðurinn yrði tiltækur ef návistar hans væri óskað við réttarhöld á Íslandi. Í þriðja lagi að stjórnvöld hefðu að- gang að vitnum á varnarsvæðinu væri þess óskað. Í yfirlýsingunni segir einnig að með tilliti til þess hver hafi lög- sögu í málinu þá geri Varnar- samningurinn íslenskum stjórn- völdum skylt að taka til vinsam- legrar athugunar beiðni banda- rískra stjórnvalda um lögsögu í málum sem Ísland hefur forrétt til lögsögu. Bandarískir embætt- ismenn hafi ítrekað óskað þess skriflega og í samtölum við ís- lensk stjórnvöld að þau gefi eftir lögsögu og standi við skuldbind- ingar sínar samkvæmt Varnar- samningnum. Í dómi Hæstaréttar kemur skýrt fram að ríkissaksóknari eigi lögsögu í málinu. Þá hefur ríkis- saksóknari verið gagnrýndur fyr- ir að gefa ekki eftir lögsöguna til Bandaríkjamanna. Ekki náðist í Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkis- málanefndar, Braga Steinarsson, vararíkissaksóknara, né Gunnar Snorra Gunnarsson, ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. hrs@frettabladid.is Reykjanesbær: Grunaður um nauðgun LÖGREGLUMÁL Nauðgun var kærð til Lögreglunnar í Reykjanesbæ. Lögreglan sótti mann sem grun- aður er um verknaðinn til Norð- urfjarðar á Ströndum. Hann hef- ur verið yfirheyrður og er rann- sókn málsins í fullum gangi að sögn Jóhannesar Jenssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns. Ekki fást frekari upplýsingar um mál- ið að svo stöddu. ■ SAMKEPPNISSTOFNUN Telur verðbreytingar Icelandair löglegar. Samkeppnisstofnun: Málið ekki rannsakað SAMKEPPNI Yfirmaður samkeppn- issviðs Samkeppnisstofnunar ger- ir ráð fyrir að breytingar Icelandair á fargjöldum til London og Kaupmannahafnar séu í samræmi við ákvörðun sam- keppnisráðs um að netsmellir fé- lagsins brytu í bága við sam- keppnislög. „Forráðamenn Icelandair sögðu eftir að ákvörð- un ráðsins lá fyrir að þeir myndu bregðast við henni með því að hlíta henni,“ segir Guðmundur Sigurðsson. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið gert.“ Guðmundur á ekki von á því að málið verði rannsakað frekar. „Ég held ekki að talin verði ástæða til þess nema að við fáum vísbend- ingar um að þetta sé í ósamræmi við ákvörðunina.“ ■ Icelandair lækkar verð: Óvenjuleg viðbrögð REKINN ÚR HERNUM Toby Studabaker var rekinn úr bandaríska hernum fyrir tæpum þremur vikum. SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA Bandaríkjamenn segja að þeir hafi samþykkt og staðið við skilyrði sem sett voru við af- hendingu varnarliðsmannsins. Ítrekar beiðni um framsal á lögsögu Bandaríska sendiráðið hvetur ríkisstjórnina til að leysa málið með varn- arliðsmanninn í hnífsstungumálinu og standa við skuldbindingar sínar í samræmi við varnarsamninginn. SAMKEPPNI „Við lítum á þetta út- spil líkt og það sem samkeppnis- ráð úrskurðaði ólögmæta tilraun félagsins til að halda viðskiptum,“ segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express. Icelandair brást við úrskurði samkeppnisráðs um brot á samkeppnislögum með því að lækka lægstu verð á ferðum til London og borga á meginlandi Evrópu, en engir vildarpunktar hljótast nú af ferðunum. „Áður en Iceland Express tók til starfa var algengt lægsta verð Icelandair á þessum flugleiðum 37 þúsund krónur,“ segir Ólafur. „Það er ekki að sjá að annað hafi breyst hjá Icelandair en að það hefur fengið samkeppni.“ Ólafur gerir ráð fyrir að Samkeppnis- stofnun taki sjálfstætt á þessum viðbrögðum Icelandair. „Þetta eru frekar óvenjuleg viðbrögð við úr- skurði samkeppnisráðs.“ „Samkeppnisráð notar ákveðna aðferð til að reikna út hvað því finnst eðlileg verðlagning. Það metur vildarpunktana inni í því verði á ákveðinn hátt og með því að taka þá út er þetta niðurstað- an,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. „Þannig tekst okkur að uppfylla þær kröfur sem Samkeppnis- stofnun gerir til lægstu gjalda fé- lagsins til London og Kaupmanna- hafnar.“ ■ NETSMELLIR ICELANDAIR áður eftir London 19.800 19.500 Kaupmannahöfn 19.800 20.900 Osló 27.630 20.900 Stokkhólmur 27.940 20.900 Amsterdam 24.650 23.900 Frankfurt 28.460 23.900 París 28.810 23.900 Lægstu verð Iceland Express London 15.660 Kaupmannahöfn 16.160 ICELANDAIR Lækkaði lægstu gjöld á ferðum til London og borga á meginlandinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SUNNANMENN Á VERÐI Suður-kóreskir hermenn standa vörð við landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Átök á milli norðurs og suðurs: Skotbardagi á landamærunum M YN D /A P Fr ét ta bl að ið /Í R A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.