Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 19
árita 22 ferðalög ásamt því að syngja og leika nokkur lög af plötunni Skeifunni Kringlunni laugardag kl. 14:00föstudag kl. 17:00 sunnudag kl. 14:00 Smáralind laugardag kl. 15:00 í Hagkaupum 22 ferðalög kk & maggi eiríks Lagalisti Ó, nema ég Suður um höfin Ég er kominn heim Sestu hérna hjá mér ástin mín Flökku Jói Heyr mitt ljúfasta lag Einu sinni á ágústkvöldi Ó, Jósep, Jósep Mikið var gaman af því Nú liggur vel á mér Komdu inn í kofann minn Kötukvæði Ó, María, mig langar heim Litla flugan Sveitaball Í kjallaranum Ljúfa Anna Anna í Hlíð Þórsmerkurljóð Komdu í kvöld Viltu með mér vaka Ég veit þú kemur lagatextar og gítargrip fylg ja með 1.999kr FÖSTUDAGUR 18. júlí 2003 19 Hin 17 ára gamla Amanda By-nes fer með aðalhlutverkið í gamanmyndinni What a Girl Wants. Við hlið hennar leikur hinn geðþekki breski leikari Col- in Firth, sem er m.a. þekktur fyrir hlutverk sitt sem Mark Darcy í hinni vinsælu Bridget Jones’ Diary. Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli sá að Daphne er ung amerísk stelpa sem hefur alist upp hjá hippalegri mömmu sinni síðan hún man eftir sér. Þegar hún verður 19 ára ákveður hún að fara til Englands, þar sem faðir hennar (Colin Firth) býr, til að reyna að mynda samband við hann. Þegar hún kemur þangað kemur í ljós að hann er þekktur stjórnmálamaður sem vegna starfsins þarf mikið að umgang- ast annað fólk. Daphne verður því að reyna að passa inn í það sem er ætlast til af honum á meðan hún er að kynnast föður sínum, takast á við hina dóttur hans og halda sinni eigin ímynd. Með önnur hlutverk í mynd- inni fara Kelly Preston (eigin- kona John Travolta), Tom Harper, Anna Chancellor og Jon- athan Pryce. Leikstjóri er Dennie Gordon, sem leikstýrði síðast myndinni Joe Dirt. ■ Leikkonan Sharon Stone fermeð gestahlutverk í þremur þáttum lögfræðidramans The Practice, sem verða sýndir í Bandaríkjunum í haust. David E. Kelley, höfundur þátt- anna, vill ekkert láta uppi um hvers konar persónu Stone mun leika. „Það er hluti af fléttu þátt- anna sem við viljum ekki að áhorfendur fái að vita strax,“ sagði Kelley. Hann bætti því við að hugsanlega muni Stone leika í fleiri þáttum. Stone er þekktust fyrir hlut- verk sitt í tryllinum Basic Instinct sem kom út árið 1992. Hún fékk á sínum tíma Óskarstilnefningu sem besta leikkonan fyrir hlut- verk sitt í Casino. ■ STONE Sharon Stone sló í gegn í Basic Instinct. Sharon Stone: Leikur í The Practice Í LUNDÚNUM Daphne fer til Englands til að heimsækja föður sinn og lendir þar í ýmsum ævintýrum. What a Girl Wants: DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 5,4/10 Los Angeles Times - 3 stjörnur af 5 Rottentomatoes.com - 37%=rotten What a Girl Wants: Daphne kynnist föður sínum Mynd um Katharine Hepurn í uppsiglingu: Cate Blanchett leikur Hepurn Martin Scorsese ætlar aðgera mynd um stórstjörn- una Katharine Hepurn. Með hlutverk hennar fer ástralska leikkonan Cate Blanchett. Það er vel við hæfi að gera ævi stór- leikkonunnar skil á hvíta tjald- inu þar sem hún vann svo marga stórsigra á 20. öldinni. Katharine Hepurn lést fyrir skömmu, 96 ára að aldri. Stuttu síðar kom ævisaga hennar út og það er óhætt að segja að þar sé að finna efnivið í kvikmynd. „Það er varla hægt að finna leikkonu á lífi sem ekki elskar og dáir Hepurn og kvikmyndir henn- ar,“ sagði Blanchett í viðtali við BBC. Hún sagði Hepurn hafa ver- ið mikla fyrirmynd sína í starfi. Í myndinni um Hepurn munu einnig Leonardo DiCaprio, Kate Beckinsale og Gwen Stefani úr hljómsveitinni No Doubt fara með hlutverk. Enn hefur ekki verið gef- ið upp hvenær tökur á myndinni hefjast. Scorsese á margar stórmyndir að baki, en nú síðast leikstýrði hann myndinni Gangs of New York. Cate Blanchett hefur leikið í mörgum stórmyndum undanfarið, m.a. Lord of the Rings. Hún sló fyrst í gegn svo um munaði í myndinni Elizabeth, sem sagði frá ævi Elísabetar fyrstu Englands- drottningar. ■ KATHARINE HEPURN Sést hér í kvikmyndinni On Polden Pond með Henry Fonda. Hún fékk sín fjórðu Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. CLAUDIA CARDINALE Ítalska leikkonan var að vonum ánægð þeg- ar hún hlaut Gullna eplið í Stuttgart á dög- unum. Verðlaunin hlaut hún fyrir framlag sitt til evrópskrar kvikmyndagerðar. Verð- launin eru veitt til evrópskra leikara ár hvert.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.