Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 28
45 ÁRA Það er frábært að vera orðinn fullorðinn,“ segir afmælisbarn dags- ins, Mummi í Götusmiðjunni, sem er 45 ára í dag. „En þegar ég lít í spegil blasir alltaf við mér unglingurinn Mummi, ekki af því ég líti svo vel út, heldur af því mér líður bara þannig. Þetta er eitthvað fyrir þerapistana að kíkja á,“ segir hann kampakátur, og undirstrikar að hann sé þó löngu búinn með gelgjuna og að ekki örli á gráum fiðringi. Afmælisdagurinn verður ein samfelld gleði hjá Mumma. „Ég byrja daginn snemma norður í Svartá í Húnavatnssýslu. Þar verð ég í nýju vöðlunum mínum með bambusinn úti í á, en vöðlurnar gaf ég sjálfum mér í afmælisgjöf. Þarna er ég í frábærum félagsskap valinkunnra manna, meðal annars tengdapabba.“ Þegar veiðitímanum lýkur í Húnavatnssýslunni liggur leið Mumma til Reykjavíkur. „Það verður gífurlegt kapphlaup að komast í bæinn, (á löglegum hraða að sjálfsögðu!), því stórvinir mínir, Örvar Daði og Freyja, eru að gifta sig klukkan fjögur.“ Mummi segist vita til þess að konan hans, Marsi- bil Sæmundsdóttir, sé að skipu- leggja eitthvert leyniafæmli, en vill ekki tjá sig frekar um það. Hinsvegar á ég annað afmæli 21. júní sem mér þykir ennþá vænna um,“ segir hann. „21. júní síðastlið- inn átti ég 11 ára edrú afmæli, og það er miklu merkilegra,“ segir hann ánægður. Annars segist Mummi ekki vera mikill veislumað- ur. Það er hins vegar aldrei að vita nema hann haldi ræðustúf í brúð- kaupsveislunni. „Eða einhver úr strákaklúbbn- um, ég væri vís með að missa eitt- hvað út úr mér sem væri ekki við- eigandi.“ ■ 28 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR Strákur bauð ljóshærðri kærustusinni m&m. Hún tók glöð við namminu en henti öllu brúna m&m-inu. Strákurinn spurði forviða hvers vegna hún hefði gert þetta. „Ég er með ofnæmi fyrir súkkulaði,“ sagði hún. ■ Jarðarfarir ■ Hreyfingin mín Með súrmjólkinni ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Kjell Magne Bondevik. Sigurður G. Guðjónsson. Grænlandi. Afmæli GUÐMUNDUR TÝR ÞÓRARINSSON ■ betur þekktur sem Mummi í Götu- smiðjunni, á afmæli í dag. Hann heldur daginn hátíðlegan með vinum sínum sem eru að gifta sig. Veldu náttúruliti frá Íslandsmálningu Nýtt afl á málningarmarkaði Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli. w w w . i s l a n d s m a l n i n g . i s ÍSLANDS MÁLNING akrýlHágæða málning Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Lit la pr en t Er komin tími til að mála? 13.30 Sigurrós Sigurðardóttir, Hrafn- istu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Sigurþór Júníusson, Grenilundi 8, Garðabæ, veður jarðsunginn frá Garðakirkju. 14.00 Sigríður Guðbjörg Sigurðardótt- ir, Vífilsdal, Hörðudalshreppi, verður jarðsungin frá Snóksdal. JÓJÓ OG KALLI Jójó fær hér afhenta fyrstu geisladiskana, tekna upp á götunni, sem hann mun selja í Austurstræti. Tók upp disk í Austurstræti GÖTUTÓNLIST „Þessi diskur er tek- inn upp í Austurstræti,“ segir maðurinn sem vill ekki ganga undir neinu öðru nafni en Jójó, eða réttara sagt Alþýðugötulista- maðurinn Jójó. „Margir ættu að kannast við mig með gítarinn í Austurstræti. En ég spilaði líka með Bruce Springsteen á sínum tíma á Strik- inu. Ég er sá trúbador og nú er ég kominn með disk sem ég mun selja sjálfur. Fólk verður bara að spyrja um hann.“ Jójó fékk fyrstu eintökin af- hent frá sínum helsta stuðnings- manni, Karli Hjaltested á Grand Rokk, en diskurinn er kallaður Óður til norðursins og Jójó segir þetta ekki eiga að vera neinn met- söludisk að hætti Bubba eða KK enda Jójó sáttur við Austurstræti sem sína tónleikahöll: „Ég er meira að segja með skriflegt leyfi frá lögreglunni. Þeir þekkja mig. Bara af góðu, sjáðu til en ég er þekktur fyrir gleði og mikinn húmor. Er hálfur varnarliðsmaður og í raun restin af Marshall-aðstoðinni,“ segir Jójó og hlær. ■ Þar til fyrir skömmu var ég númest í því að opna augun bara og hreyfði mig sem minnst,“ segir Sverrir Stormsker tónlistarmaður en það breyttist þegar hann fjár- festi í eldra húsi með stórum garði. „Nú er ég að koma mér upp matjurtagarði og smíða stúdíó og vinna í endurbætum á húsinu. Svo ég er að smíða og djöflast í mold- inni. Er moldríkur í fyrsta skipti á æfinni. Finn líka svoldið fyrir því núna að ég hef eiginlega hreyft mig of mikið. Eða of lítið kannski í gegnum tíðina. En þetta er rosa- lega gaman og algjör óhæfa hvað maður er skyndilega orðinn heil- brigður.“ ■ Ferðamenn geta borðað frítt áBlönduósi á morgun í boði bæjarstjórnarinnar á staðnum. Eru ókeypis máltíðir hluti af há- tíðarhöldum Blönduóssbúa, sem þeir nefna Matur og menning, en þar sýna heimamenn allt það besta sem í þeim býr og framleitt er á svæðinu. Ókeypis veisluborð- ið verður einmitt hlaðið afurðum úr bænum og nærliggjandi sveit- um. Hátíðin verður sett í dag þeg- ar Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri ríður fánum skreytt í fararbroddi hestamanna inn í bæ- inn. Á veisluborðinu verður þetta (ókeypis): • Nætursaltaður fiskur í pestosmjöri frá Norðurósi. • Marineraðar eðalrækjur með suðrænum ávaxtakeim frá Særúnu. • Húnvetnsk marineruð og lét- treykt lambasteik beint af grill- inu. • Alvöru skonsur með hangikjöti og osti frá Vilko. • Vöfflur með sultu og rjóma frá Vilko. „Hér verður mikið fjör með dansleikjum og öllu sem fylgir svona hátíðum. En við ætlum að byrja með því að heiðra lögregl- una á staðnum og veita henni við- urkenningu fyrir að bæta mann- lífið hér,“ segir Jóna Fanney bæj- arstjóri. „Við erum í 2 1/2 tíma fjarlægð frá höfuðborginni og það er vel þess virði að aka þennan spöl fyrir allt sem hér verður í boði.“ Hátíðin á Blönduósi hefst í dag og lýkur á sunnudag. Kræsingarn- ar á veisluborðinu verða hins vegar aðeins ókeypis á laugardaginn. ■ MUMMI Í GÖTUSMIÐJUNNI Segist vera dæmigerður krabbi og þurfa að eiga hlýlegt og notalegt heimili þar sem hann getur hlaðið batteríin. Örlar ekki á gráum fiðringi JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR Vel þess virði að aka 250 kílómetra úr Reykjavík til Blönduóss – þó ekki væri nema kræs- inganna vegna. Matur ■ Bæjarstjórnin á Blönduósi býður ferðamönnum ókeypis að snæða af sæl- keraborði á staðnum á laugardaginn. Þá halda heimamenn hátíð sem þeir nefna Matur og menning. Frítt að borða á Blönduósi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.