Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 20
■ ■ FÖSTUDAGSBRÆÐINGUR  13.00 Danshópurinn Fúsion kem- ur fram á Austurvelli og Lækjartorgi á Föstudagsbræðingi Hins hússins.  14.00 Reykvíska Listaleikhúsið verður með opna æfingu á leikritinu Líknaranum eftir Brian Friel í kjallara á Nýlendugötu 15.  15.00 Lúðrasveit lýðsins spilar á Austurvelli frumsamin þjóðlög frá Írak í kantríútsetningu.  15.00 Á Laugavegi verður Dr. Linda og date-þjónusta á vegum Of- leiks.  00.00 Leikhópurinn Lifandi leik- hús verður með miðnætursýningu á leikritinu Aðför að lífi hennar í Tjarnar- bíói.  Ljóðaleikur og Götuleikhúsið verða á ferð um miðborgina meðan á Föstudagsbræðingi Hins hússins stend- ur. ■ ■ FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIR  20.00 Hagyrðingarnir Halldór Blöndal, Steingrímur J. Sigfússon, Jón Kristjánsson og Friðrik Steingrímsson hafa meldað sig til leiks á Hagyrðinga- kvöldi á Kátum dögum á Þórshöfn. Fyrr um daginn reynir unga kynslóðin fyrir sér í kassabílaralli og hjólreiða- keppni.  Fjölskylduhátíðin Matur og menning verður haldin á Blönduósi í fyrsta sinn um helgina og hefst í dag með opnu húsi fyrirtækja og stofnana á Blönduósi. Fjölbreytt skemmtidagskrá stendur fram á kvöld.  Hin árlega Fjölskylduhátíð full- veldisins í Hrísey hefst í dag. Boðið verður upp á vatnsslagssvæði, diskó- tek og leiktæki fyrir ungu kynslóðina, vitaferð á heyvagni verður farin og kveikt upp í útigrillum um kl. 19. Veit- ingastaðirnir Brekka og Fossinn bjóða svo upp á skemmtun fram á nótt með gleðisveitinni Skál í botn og Jass- bandinu. ■ ■ OPNUN  Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu á sex akrýlmyndum máluðum á viðarspjöld í galleríi ash, Varmahlíð. Þema sýningarinnar eru blökkubörn og verkfæri. Þetta er 26. sýningin af 40 sem hún sýnir á 40 dögum víða um heim. Sýningin er opin alla daga frá 10-18 og stendur til 8. ágúst. ■ ■ LJÓÐLIST  21.00 Ljóðapartý Nýhils verður í Deiglunni á Akureyri. Nýhil er félags- skapur ungra athafnamanna á sviði ým- issa listgreina. Meðlimir Nýhils eru: Steinar Bragi, Haukur Már Helgason, Ei- ríkur Örn Norðdal, Kristín Eggertsdóttir, Ófeigur Sigurðsson og Grímur Hákonar- son. ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Úkraínski harmonikusnill- ingurinn Igor Zadavsky heldur tón- leika í Norræna húsinu í tengslum við Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2003. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Leikverk Guðrúnar Ás- mundsdóttur um Ólafíu Jóhannsdótt- ur verður sýnt á Skálholtshátíð. Sýning- in fer fram bæði í kirkjunni og Skálholts- skóla. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Megas og Súkkat verða með Megasukk á Grand Rokk. Óvæntir gestir.  24.00 Sigga Beinteins, Hafsteinn, Davíð og dragdrottningin Starína koma fram á styrktarballi fyrir Gay Pride – Hinsegin daga 2003 á NASA. Páll Ósk- ar er plötusnúður kvöldsins. Allur ágóði rennur til Hinsegin daga í Reykjavík.  Strákarnir í Á móti sól ætla að halda uppi stuði fram eftir öllu á Gauknum. 20 18. júlí 2003 FÖSTUDAGURhvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 JÚLÍ Föstudagur Í kvöld ætla hommar og lesbíurað hita upp fyrir Hinsegin daga með styrktartónleikum á NASA. Ágóðinn rennur beint í hina fjör- ugu hátíð, sem haldin verður helg- ina 8.-9. ágúst. „Þetta verður mikið styrktar- og fagnaðarball fyrir bæði sam- kynhneigða og tvíkynhneigða og alla vini og velunnara þeirra,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Á ballinu ætlar Sigga Beinteins að troða upp með sólóprógram. Þessa dagana er hún að taka upp sólóplötu fyrir næstu jól. „Við fáum smjörþefinn af því efni. Svo verða tveir ungir og upp- rennandi söngvarar, Davíð og Hafsteinn. Davíð er í poppaðri kantinum en Hafsteinn Þórólfs- son er hreinlega baritónsöngvari framtíðarinnar. Hann ætlar að taka íslenska út- gáfu af þjóðsöngnum I Am What I Am í gullfallegri þýðingu Vetur- liða Guðnasonar: Ég er það sem ég er. Hafsteinn er að klára stúdíó- upptöku af þessu lagi sem verður þemalag Gay Pride í ár á útvarps- stöðvunum. Þarna stígur líka á svið gull- falleg og bremsulaus dragdrottn- ing sem heitir Starína. Svo verð ég sjálfur plötusnúður kvöldsins.“ Páll Óskar minnir alla sem ætla að taka þátt í Hinsegin dög- um í ár að skrá sig sem fyrst á www.this.is/gaypride „Núna þarf liðið að byrja, taka fram saumavélarnar og koma sér í gang. Þetta ball verður ágætis startkapall fyrir það.“ Undirbúningsvinnan fer að stórum hluta fram í gamla Hamp- iðjuhúsinu, sem Reykjavíkurborg hefur látið Hinsegin dögum 2003 í té endurgjaldslaust. „Þarna hafa menn pláss til þess að æfa skemmtiatriði. Svo eru saumavélar á staðnum, hamrar, naglar og sagir. Allt sem til þarf.“ Í fyrstu Gay Pride-göngunni hér á landi voru fimm stór atriði, en þeim hefur fjölgað ár frá ári og voru orðin 20 í fyrra. Þann dag gat að líta 30 þúsund manns ganga um götur borgarinnar með kátínuna í fararbroddi. gudsteinn@frettabladid.is ■ GLEÐI Hinsegin upphitun STEINUNN B. RAGNARSDÓTTIR Nú er afskaplega erfitt að velja,en fyrst langar mig að nefna Föstudagsbræðing Hins hússins sem er afskaplega merkileg starf- semi segir Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari. Helst vildi ég sjá allt á þeirri dagskrá en ef ég ætti að velja eitt þá myndi ég sjá Fusion danshópinn. Svo er ég mjög hrifin af þessum fjölskyldu- hátíðum, en af augljósum ástæð- um myndi ég af þeim velja hátíð- ina Matur og menning á Blöndu- ósi, því ég er svo mikið fyrir hvort tveggja. Svo af nostalgíuá- stæðum langar mig að sjá sýning- una Daglegt líf á sjötta áratugn- um í Árbæjarsafni. Maður er svo fljótur að ganga í barndóm fyrir aldur fram. Ég er líka spennt fyr- ir þessum harmonikusnilling frá Rússlandi. Rússar slá menn ekki til riddara að ástæðulausu. Í myndlistinni langar mig að sjá meistarana þrjá, Svavar, Nínu og Kristján. Svo skilst mér að maður megi alls ekki missa af sýning- unni hans Matthew Barney. Og þó ég sé kannski vaxin upp úr bar- hoppinu þá myndi ég gjarnan vilja sjá elskulegu gleðisveitina Gilitrutt, þó ekki sé nema út af þessu yndislega nafni.  Val Steinunnar Birnu Þetta lístmér á!                         Stórdansleikur í kvöld Hljómsveit Rúnars Júlíussonar ✓ ✓ ✓ ✓ FRÁ HINSEGIN DÖGUM Í FYRRA Sigga Beinteins, Páll Óskar og fleiri skemmta á Gay Pride-balli í NASA í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.