Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 14
14 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR IAN THORPE Ein helsta stjarnan í sundheiminum er mætt á HM í Barcelona. Sund hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 JÚLÍ Föstudagur Leikur Kristjáns í marki KR hlýtur lof: Stórkostleg markvarsla FÓTBOLTI Frammistaða Kristjáns Finnbogasonar, markvarðar KR, í leik í meistaradeild Evrópu gegn Pyunik frá Jerevan er lofuð í hví- vetna af þeim sem til sáu. Á heimasíðu Knattspyrnusam- bands Evrópu, UEFA, er sagt að lið Pyunik hafi ráðið gangi leiks- ins gegn KR en stórkostleg mark- varsla Kristjáns hafi farið mikið í taugarnar á sóknarmönnum þess. Kristján lokaði markinu og varði þrívegis glæsilega maður á móti manni eftir gegnumbrot sóknar- manna Pyunik. Kristján varði að auki víta- spyrnu í seinni hálfleik og á öðr- um fremur þakkir skildar fyrir að KR á góða möguleika á að komast áfram í keppninni ef leikurinn hér heima fer að óskum. Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari segir Kristján eiga jafn góða möguleika og hvern annan á að komast í landsliðið. „Kristján er tvímælalaust einn af betri markvörðum sem Íslendingar eiga og býr yfir mikilli reynslu. En það þarf meira en einn frábær- an leik til að komast í landsliðs- hópinn og Kristján er stundum mistækur. Hins vegar á enginn fast sæti í landsliðinu og við Logi Ólafsson vitum vel af honum.“ ■ FIMLEIKAR Stór hópur fimleika- stúlkna tekur þátt í einni stærstu fimleikasýningu í Evrópu, Gymnaestrada í Portúgal. Fim- leikasýningarnar fara allar fram í EXPO höllunum þar sem Heims- sýningin 1998 var haldin. Um er að ræða stúlkur úr ýms- um félögum, alls 168 að tölu og er þetta stærsti hópur Íslendinga sem fer til útlanda á vegum sér- sambands innan Íþróttasambands Íslands. Um er að ræða hóp stúlkna á aldrinum 15-23 ára frá hinum og þessum fimleikafélög- um, þar á meðal Fylki, Gerplu, Gróttu, Hamri og Stjörnunni, auk margra af landsbyggðinni. Stúlk- urnar hafa æft stíft undanfarnar vikur og eru staðráðnar í að gera sitt besta. „Það er mikill heiður að vera boðið á þessa sýningu því það eru margir um hituna,“ sagði Jón Finnbogason hjá Fimleikasam- bandinu. „Hópurinn flýgur út í dag og kemur til baka aðfaranótt mánudagsins 28. júlí. 25 þúsund manns koma að þessari sýningu með einum eða öðrum hætti, að- sókn að henni er mikil og ekki komast allir að.“ Hópurinn mun hafa nóg fyrir stafni. Stúlkunum verður raðað niður í smærri hópa og hver þeirra mun sýna sitt framlag. Auk þessara sýninga er sýning hjá sameinuðum hópi frá Skandinavíu og munu íslenskar stúlkur koma fram ásamt norrænum stallsystr- um sínum á miðvikudagskvöldið. Íslenskur hópur hefur einnig verið valinn til að sýna atriði sitt á aðalhátíðarsýningunni FIG Gala og hafa Stella Rozenkrans Hilmarsdóttir og Hrafnhildur María Gunnarsdóttir samið nýja dansa sérstaklega fyrir hópinn af því tilefni. Aðalsýningin sjálf fer fram á laugardaginn 26. júlí og það sama kvöld lýkur hátíðinni formlega. ■ GOLF Ein af stjörnunum í golfheim- inum undanfarin ár hefur verið Spánverjinn Sergio Garcia. Hann þótti mikið efni á sínum tíma en á enn eftir að sigra á stórmóti og koma nafni sínu fyrir alvöru á spjöld golfsögunnar. Garcia á held- ur ekki góðar minningar frá Opna breska meistaramótinu því hann tárfelldi þegar hann yfirgaf Carnoustie-völlinn 1999 eftir að hafa spilað fyrsta hring á 89 högg- um. „Ég hef bætt leik minn til muna, ég er mun þroskaðri og þol- inmóðari leikmaður en ég var áður,“ sagði Garcia. „Þroski hefur mikið að segja á golfvellinum en það verður líka að hafa í huga að þetta er einungis leikur eftir allt saman. Ég vinn hörðum höndum að því að vinna til meistaratitils og finnst það vera tímaspursmál hvenær þetta fer að smella saman hjá mér.“ Garcia hefur bætt árangur sinn ár frá ári síðan 1999. Hann varð ní- undi 2001 og áttundi á síðasta ári við erfiðar aðstæður á Muirfield-vellin- um. ■ Sergio Garcia æfði stíft fyrir Opna breska: Stutt í stóran sigur Fjölmenni á fimleikahátíð Hópi íslenskra stúlkna hefur verið boðið á eina stærstu fimleikahátíð í Evrópu. Býðst þeim tæki- færi á að vekja athygli á íslenskum hópfimleikum. JÓNAS OG SIF Fara ekki á sýninguna í Portúgal en halda brátt á heimsmeistaramótið í fimleikum. HÓPFIMLEIKAR Hluti hópsins sem sýnir á hátíðinni í Portúgal. „EL NINO“ Sergio Garcia á enn eftir að vinna stórmót í golfi. KRISTJÁN FINNBOGASON Fær hvarvetna frábæra dóma fyrir leik sinn gegn Pyunik.  08.00 RÚV Bein útsending frá Opna breska meist- aramótinu í golfi.  18.30 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  19.30 Sýn Football Week UK. Vikan í enska boltan- um.  20.00 Kópavogsvöllur Breiðablik og ÍBV leika í undanúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna.  20.00 Akureyrarvöllur Þór og Breiðablik mætast í 10. umferð 1. deildar karla.  20.00 Stjörnuvöllur Stjarnan fær Keflavík í heimsókn í 10. umferð 1. deildar karla.  20.00 Sýn Gillette-sportpakkinn. Þáttur um íþrótta- viðburði um allan heim. FORMÚLA 1 Silverstone-brautin í Englandi er vettvangur Formúlu 1 kappakstursins um helgina en völlurinn er einmitt heimavöllur fjögurra þeirra liða sem þátt taka í F1. Ralf Schumacher getur hér haldið sigurgöngu sinni áfram en hann hefur sigrað í tveimur síð- ustu mótum og er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna. Bróðir hans, Michael, heldur forystu en hún er einungis átta stig á Räikkönen, sem vermir annað sætið. „Við erum sannarlega reiðu- búnir fyrir þennan slag,“ sagði Michael Schumacher, en hann ótt- aðist um líf sitt þegar hann keyrði út af brautinni á Silverstone 1999 og fótbrotnaði illa. ■ RALF SCHUMACHER Sækir hratt að bróður sínum Michael í stigakeppni ökumanna. Formúla 1: Silverstone næsti vettvangur STIGAKEPPNI ÖKUMANNA Í FORMÚLU 1 Ökumaður keppnislið sigrar stig 1. Michael Schumacher Ferrari 4 64 2. Kimi Räikkönen McLaren 1 56 3. Ralf Schumacher Williams 2 53 4. Juan Pablo Montoya Williams 1 47 5. Rubens Barrichello Ferrari 0 39

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.