Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 18
Eftir 12 ára bið er þriðjamyndin um Tortímandann loksins kominn á hvíta tjaldið. Lengi vel var óvíst hvort af framleiðslu myndarinnar yrði, sérstaklega eftir að ljóst var að James Cameron, sem leikstýrði fyrstu tveimur myndunum af mikilli röggsemi, yrði ekki með í þetta skiptið. Auk þess neitaði Linda Hamilton að fara með hlutverk Sarah Connor í þriðja skiptið og Edward Furlong, sem sló í gegn í hlutverki sonar henn- ar, John Connor, í Terminator 2: Judgement Day, var rekinn úr hlutverkinu vegna persónulegra vandamála. Framleiðendur myndarinnar létu þessi skakkaföll ekki á sig fá. Ráðinn var leikstjórinn Jon- athan Mostow, sem hafði vakið athygli fyrir tryllinn Breakdown með Kurt Russell í aðalhlutverki og kafbátamyndina U-571. Í stað Furlong var Nick Stahl, sem stóð sig vel í hlutverki ást- manns Marisa Tomei í myndinni In the Bedroom, fenginn í hlut- verk John Connor. Auk þeirra var ungstirnið Claire Danes ráð- ið til leiks, en hún á m.a. að baki myndina Rómeó og Júlía eftir Baz Luhrmann. Arnold Schwarzenegger er sem fyrr í hlutverki tortímand- ans. Ferill hans hefur verið á nokkurri niðurleið síðan Term- inator 2 sló í gegn og því ekki úr vegi fyrir hann að reyna að end- urvekja vinsældir sínar með þriðju myndinni. Söguþráður Terminator 3: Rise of the Machines er á þann veg að nú eru liðin tíu ár frá þeim atburðum sem áttu sér stað í Terminator 2: Judgement Day. John Connor, framtíðar- leiðtogi andspyrnuhreyfingar mannfólksins gegn vélunum, er óbreyttur verkamaður. Móðir hans, Sarah Connor, er látin og þrátt fyrir hetjulega baráttu þeirra í annarri myndinni náðu þau ekki að koma í veg fyrir að gervigreindarfyrirtækið Sky- Net yrði sett á laggirnar. Til þess að koma í veg fyrir að Connor verði andspyrnuleið- togi sendir SkyNet tortímanda úr framtíðinni til að gera út af við hann. Þessi nýi kvenkyns tortímandi, T-X, sem er leikinn af fyrirsætunni fyrrverandi Kristanna Loken, er mun öfl- ugri en fyrirrennarar hans. Til að vernda Connor sendir and- spyrnuhreyfingin vélmennið T- 101 (Schwarzenegger) úr fram- tíðinni og í hönd fer æsileg bar- átta um framtíð mannkyns. ■ Red Dragon Þriðja og besta myndin um mesta illmenni kvikmyndanna, Hannibal Lecter. Anthony Hopkins snýr aftur sem mannætan ógurlega… Góð mynd fyrir grillveisluna! Tvöfaldur diskur – stútfullur af frábæru aukaefni! 2.399 bíó o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um kvikmyndir Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bio@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Terminator 3: Rise of the Machines: Schwarzenegger í kvenmannsklóm Disney-kvikmyndaframleið-andinn er þegar farinn að skipuleggja framhald myndarinn- ar Pirates of the Caribbean. Myndin fór beint á toppinn á bandaríska að- sóknarlistanum á dögunum og hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. Johnny Depp, Orlando Bloom og Keira Knightley hafa öll samþykkt að leika í framhaldinu. Ofurmennið Christopher Reeveer á leið til Ísraels þar sem hann mun hitta þá sem komist hafa lífs af úr sprengjuárásum Palestínumanna. Reeve, sem lam- aðist er hann féll af hestbaki árið 1995, ætlar að stappa stálinu í þá sem hlotið hafa svipuð örlög og hann og hvetja þá til að halda áfram að lifa lífinu þrátt fyrir líkamleg meiðsli. Reeve, sem er fimmtug- ur, ætlar einnig að nota ferðina til að ræða við sérfræðing í taugalækningum hjá Weizman- stofnuninni. Þrátt fyrir að „aðeins“ fimm árséu liðin frá síðasta leik- stjórnarverkefni Terrence Malick hefur hann nú ákveðið að stýra mynd- inni Che. Myndin fjallar um ævi byltingarsinnans Che Guevara og fer Benicio Del Toro með aðal- hlutverkið. Leikstjórinn Steven Soderbergh er einn af framleið- endum myndarinnar. Malick lét á sínum tíma líða 20 ár á milli myndanna Days of Heaven, sem hann gerði árið 1978 og The Thin Red Line. Leikarinn Will Smith ætlar aðtaka að sér hlutverk í nýrri kvikmynd sem er byggð á sann- sögulegum atburð- um. Fjallar hún um bandarískan millj- ónamæring sem eitt sinn bjó á salerni lestarstöðvar ásamt ungum syni sínum. Í KVIKMYNDAHÚSUM ÞESSA VIKUNA Morgunblaðið DV IMDb Empire Rottentomatoes Meðaltal (af 4) (af 4) (af 10) (af 5) (af 5) (af 10) Nói Albínói 3 1/2 3 1/2 7.7 X X 8,3 Respiro 3 1/2 3 7.4 X 83% Fersk 8 Phone Booth 3 3 7.6 4 73% Fersk 7,6 The Matrix Reloaded X 2 7.4 4 75% Fersk 7 Hulk 2 3 6,3 4 61% Fresk 6,58 Identity 3 3 7.0 2 66% Fersk 6,5 Dark Blue 2 1/2 3 6.5 3 56% Rotin 6,37 En La Puta Vida 2 1/2 2 1/2 6.6 X X 6,37 Töfrabúðingurinn X X 5.8 X X 5,8 Anger Management 2 1/2 X 6.0 3 42% Rotin 5,6 Jet Lag X X 5,6 X 57% Rotin 5,6 Agent Cody Banks 2 1/2 X 5.4 X 42% Rotin 5,3 Hollywood Ending 2 2 6.3 X 47% Rotin 5,25 Bringing Down the House X 2 5.9 2 35% Rotin 4,6 How to Lose a Guy... X 1 1/2 6.2 3 39% Rotin 4,6 Charlie’s Angels 2 1 1/2 2 5,6 2 38% Rotin 4,43 The Lizzie McGuire Movie 2 1 1/2 5.1 X 38% Rotin 4,3 2 Fast 2 Furious 1 1/2 2 5.0 X 32% Rotin 4,2 Dumb and Dumberer 2 X 3.9 2 11% Rotin 3,5 Skógarlíf 2 X X 5.1 1 21% Rotin 3 Kangaroo Jack 2 X 2.8 X 8% Rotin 2,9 TERMINATOR 3 Fyrsta Terminator-myndin var gerð árið 1984. Hún festi Arnold Schwarzenegger í sessi sem alþjóðlega hasarmyndahetju. Terminator 3: Rise of the Machines: DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 7,6/10 Rottentomatoes.com - 74%=Fresh Los Angeles Times - 4 stjörnur af 5 Leikkonan Diane Lane er búin að trú-lofast kærasta sínum, leikaranum Josh Brolin. Lane, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Un- faithful, var áður gift leikaranum Christopher Lambert. Á hún með honum eina dóttur. Brolin var giftur leikkon- unni Alice Adair og á með henni tvö börn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.