Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 30
Hrósið 30 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR Berglind er fædd í Reykjavík enflutti árs gömul til Bretlands þar sem hún bjó til sex ára aldurs. Þaðan lá leiðin á Seltjarnarnesið þar sem hún hefur búið með hléum síðan. Foreldrar Berglindar eru Katrín Sveinsdóttir kírópraktor og Gunnar Pétur Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Búseta og Junior Achivement á Íslandi. „Ég fór ekki að læra efnafræði fyrr en í menntaskóla og gekk námið vel,“ segir Berglind. „Ég ákvað svo að fara í undankeppni fyrir Ólympíuleikana og það gekk svona glimrandi. En efnafræði- áhuginn var ekki sérstaklega mik- ill fyrir,“ segir hún brosandi. Ólympíukeppnin var í tveimur hlutum, verklegum hluta sem gilti 40% og fræðilegum hluta sem gilti 60%. „Verklegi hlutinn felst í tveim- ur tilraunum sem taka marga klukkutíma. Við þurfum að búa til allskonar efni og rannsaka inni- haldið,“ segir hún og telur að flest- ir geti lært efnafræði. „Þetta er auðvitað stærðfræði, en líka lest- ur.“ Berglind á eitt ár eftir í MR, en í sumar vinnur hún á Bæjarskrif- stofum Seltjarnarness fyrir utan að þjálfa 6-11ára krakka í frjálsum íþróttum og skúra. Áhugamálin tengjast íþróttum en Berglind hef- ur æft frjálsar frá því hún var ung að aldri. „Svo hef ég verið sjálf- boðaliði hjá skiptinemasamtökun- um AFS, því ég fór sjálf til Banda- ríkjanna sem skiptinemi árið 2000. Það var stórkostlegt ævintýri.“ Þar fyrir utan er Berglind mik- ið með vinum sínum og hefur gam- an af ferðalögum og útivist. „Stefnan er svo tekin á frekara nám að stúdentsprófi loknu, en ég stefni ekki að því að fara í efna- fræði, heldur læknisfræði,“ segir Berglind. ■ Persónan BERGLIND GUNNARSDÓTTIR ■ nemi í MR, náði níunda besta árangri í verklegum hluta 35. Ólympíukeppninn- ar í efnafræði. Keppnin var haldin í Aþ- enu í Grikklandi 5. - 14. júlí síðastliðinn, en keppendur voru 232 frá 59 löndum. ... fær Björk fyrir að auka ekki á vanda ríkissjóðs með því að taka fæðingarorlof. Fréttiraf fólki Efnafræði í bland við íþróttir Ölstofan er einn vinsælastibarinn í miðbæ Reykjavíkur. Þar safnast saman rjóminn úr ís- lenskum fjölmiðlum, leikhúsum og athafnalífi. Hin svokallaða 101 elíta er þarna og fær góða þjónustu frá starfsfólki Kormáks og Skjaldar en það eru pilt- arnir sem ráku samnefnda fatabúð á Skólavörðu- stígnum á sínum tíma. En staður þessi, Ölstofan, var áður homma- barinn Mannsbar, og því ekki gert ráð fyrir að stúlkur þyrftu að þyrpast á salernið um helgar. Svo um hverja helgi myndast svo langar raðir að margar skærustu kvenstjörnur Íslands neyðast til að halda í sér út nóttina eða hreinlega fara á næsta bar til að komast á klósettið. Kínverska sendiráðið keyptisem kunnugt er gömlu höfuð- stöðvar Vinnuveitendasambands- ins í Garðastræti. Þar hefur við- skiptanefnd sendiráðsins aðsetur og stendur nú fyrir miklu jarð- raski á stórri baklóðinni. Ætla Kínverjarnir að byggja tennisvöll í garðinum en til þess þurfa þeir að reisa háa girðingu við garðsendann svo tennisboltarnir fljúgi ekki yfir á Suðurgötu. Hafa nágrannar vissar áhyggjur af þessari girðingu og væntanlegu tennisspili Kínverjanna og leitað fulltingis Byggingafulltrúans í Reykjavík. Hann vill hins vegar stíga varlega til jarðar í þessu máli. Tæpast sé við hæfi að banna kínverskum gestum að spila tennis í eigin garði. ■ Leiðrétting Vegna veðurblíðunnar að undanförnu skal tekið fram að stuttbuxur fara kvenfólki mis- jafnlega vel. BERGLIND GUNNARSDÓTTIR Gengur vel í efnafræði, en stefnir í læknis- fræði að stúdentsprófi loknu. Halldís Halldórsdóttir, hús-freyja á Bíldhóli á Skógar- strönd, saumar föt á hesta. Heyrir það til nýmæla: „Ég er fátækur sauðfjárbóndi og þetta er ágætt með búskapn- um,“ segir Halldís sem þegar hef- ur saumað mörg hundruð yfir- hafnir á hross úr flísefni. Yfir- hafnirnar eru til að halda hita á hrossunum þótt náttúran segi svo um að það eigi þau að gera sjálf. „Að sjálfsögðu halda hross á sér hita sjálf ef maðurinn væri ekki að svita þau svona. Það er þá sem ég kem inn í dæmið,“ segir hús- freyjan á Bíldhóli. Flískápur Halldísar eru fram- leiddar í ýmsum litum en sjálf segir hún að grasgrænu kápurnar séu að komast í tísku. Svart og rautt sé einnig vinsælt: „Þetta er með gjörð og spennum og fellur vel að hrossinu. Kaupendur geta svo fengið þetta merkt nafni sínu eða nafni hestsins. Ég hef séð hross velta sér í þessu án þess að nokkuð færi úrskeiðis. Þá er ég nýbyrjuð að framleiða yfirhafnir fyrir keppnishesta en þær ná al- veg fram að eyrum og falla þétt að hálsi. Keppnismönnum finnst gott að hafa þetta til að halda hita á hrossunum þegar beðið er eftir að koma fram í keppni. Þá henta yfirhafnirnar vel þegar verið er að flytja hross í kerrum,“ segir Halldís sem býr með 350 fjár á Bíldhóli ásamt eiginmanni sínum. Auk fjárins eru þau með mörg hross og geta haft þau velklædd ef þannig viðrar. „Ég byrjaði á þessu fyrir fjór- um árum og allt hefur gengið framar vonum. Saumastofuna er ég með hérna heima hjá mér á Skógarströndinni og líkar vel. Þá er ég einnig farin að framleiða eyrnahlífar úr flísi á reiðhjálma svo knapar þurfi ekki að vera með húfur undir hjálminum,“ segir Halldís sem einnig gengur í flís- kápum þegar hún þarf að halda á sér hita. eir@frettabladid.is VEL KLÆTT HROSS Yfirhafnirnar af Skógarströndinni seljast vel um allt land. Saumakona ■ Halldís Halldórsdóttir, húsfreyja á Bíldhóli á Skógarströnd, saumar yfirhafnir á hross heima hjá sér og selur víða um land. Segir saumaskapinn góða aukabú- grein fyrir fátækan sauðfjárbónda. Saumar föt á hesta Fréttablaðið óskar eftir blaðberum í eftirtalin hverfi Fréttablaðið — dreifingardeild Suðurgötu 10, 101 Reykjavík – sími 515 7520 Virkir dagar 101-11 Frakkastígur Laugavegur Skúlagata 101-37 Garðastræti Hólatorg Kirkjugarðsst. Suðurgata Túngata 104-18 Álfheimar 230-18 Eyjavellir Freyjuvellir Heimavellir Norðurvellir Álsvellir Óðinsvellir Helgar 101-11 Frakkastígur Laugavegur Skúlagata 101-23 Marargata Unnarstígur Ægisgata Öldugata 101-25 Bakkastígur Mýrargata Norðurstígur Nýlendugata Ægisgata 101-26 Aragata Eggertsgata Oddagata Suðurgata 104-24 Skipasund Sæviðarsund 105-36 Hverfisgata Laugavegur 107-12 Fornhagi Kvisthagi Neshagi 110-15 Fiskakvísl Laxakvísl Reyðarkvísl 110-16 Seiðakvísl Silungakvísl Sílakvísl Árkvörn 190-02 Akurgerði Aragerði Heiðargerði Kirkjugerði Tjarnargata Vogagerði Ægisgata 190-03 Brekkugata Fagridalur Hofgerði Hvammsd. Hvammsgata Leirdalur Suðurgata 200-03 Kópav.br. Meðalbraut Skjólbraut 200-14 Huldubraut Marbakkabr. 210-41 Engimýri Fífumýri Krókamýri Langamýri 220-01 Drangagata Flókagata Herjólfsgata Klettagata Langeyrarv. Skerseyrarv. 230-07 Háteigur Smártún Vesturgata Vörðubrún 230-08 Bakkavegur Bergvegur 230-08 Birkiteigur Greniteigur Kirkjuvegur Vesturbraut Vesturgata 230-14 Austurgata Baldursgata Básvegur Framnesv. Hafnargata Heiðarvegur Hrannargata Suðurgata Vatnsnesv. Víkurbraut 230-15 Austurbraut Faxabraut Hringbraut Hólabraut Njarðargata Sólvallagata 230-16 Brekkubraut Hringbraut Mánagata Sólvallagata Vatnsnesv. Ásabraut 230-18 Eyjavellir Freyjuvellir Heimavellir Norðurvellir Álsvellir Óðinsvellir 230-19 Heiðarbrún Hrauntún Hátún Langholt Tjarnargata 230-21 Aðalgata Hringbraut Kirkjuteigur Melteigur 230-22 Blikabraut Háaleiti Sunnubraut 250-03 Gauksst.vegur Gerðavegur Melabraut Skólabraut Sunnubraut 600-05 Byggðavegur Goðabyggð Hrafnagilsstr. Vanabyggð 600-06 Barrlundur Beykilundur Grenilundur Kjarrlundur Lerkilundur Reynilundur 600-18 Hamarsstígur Helgam.str. Hlíðargata Holtagata Lögbergsgata Þingvallastr. Þórunnarstr. 600-22 Aðalstræti Búðarfjara Duggufjara Naustafjara 600-31 Hringteigur Miðteigur Mosateigur Skálateigur Einnig vantar okkur fólk á biðlista Það virðist vera sama hversuhátt við hengjum fánann, hon- um er alltaf stolið,“ segir Ingunn Mýrdal en hún rekur, ásamt mömmu sinni og systur, eina homma- og lesbíukaffihúsið á Ís- landi, Kaffi Cozy í Austurstræti: „Ég er sjálf búin að elta fólk í tví- gang sem rífur fánann niður en við erum búnar að tapa yfir 5 fán- um.“ Kaffi Cozy opnaði fyrir ári síðan en þær mæðgur, Ingunn Mýr- dal, Ásta B. Vilhjálms- dóttir og Maggý Mýr- dal, ákváðu nú fyrir skömmu að breyta kaffihúsinu í griðar- stað homma og lesbía. Þann eina sinnar teg- undar á Íslandi fyrir utan Spotlight: „Spotlight er meira svona skemmtistaður,“ segir Ingunn en hún er lesbía: „Ég er eina lesbían af okkur mæðgunum.“ Ingunn segir fólk hafa tekið breytingu staðarins mjög vel og gagnkynhneigða gesti ekki fælst burt: „Ég hef heldur ekki orðið fyrir neinum fordómum og sýnist Íslendingar vera orðnir mjög opnir og umburðarlyndir.“ ■ Fána homma og lesbía stolið Samkynhneigð ■ Mæðgurnar á Kaffi Cosy hafa breytt staðnum í eina kaffihús homma- og les- bía. Þær ætlla að hengja nýja fánann hærra upp en þá fyrri. INGUNN MÝRDAL Á myndina vantar Ástu B. Vilhjálmsdóttur og Maggý Mýr- dal, tvær af mæðgunum sem reka homma- og lesbíu- kaffihúsið Kaffi Cozy. Þetta er eina kaffihúsið sinnar teg- undar á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SIGRÍÐUR MARÍA Fyrrverandi slöngudansmær nuddar fyrir vestan. Nudd í vinnunni ÍSAFJÖRÐUR „Ætli vestfirskar konur séu ekki bara allt öðru vísi en aðr- ar,“ segir Sigríður María Gunn- arsdóttir sem nýlega hlaut styrk frá félagsmálaráðherra til að stunda vinnustaðanudd á Ísafirði. Hugmyndin þykir frumleg fyrir vestan: „Ég rek nuddstofu hér í bænum en nú ætla ég af stað og heimsækja vinnustaði og nudda fólk þar. Korter á hvern starfs- mann,“ segir Sigríður María sem nuddað hefur Ísfirðinga í þrjú ár en starfaði hér á árum áður sem slöngudansmær og kom þá meðal annars fram með hljómsveitinni B.G. og Ingibjörg. „Þetta er aðal- lega vöðvaslakandi nudd. Fólk er orðið svo stirt og sérstaklega þeir sem sitja daglangt við tölvur. Sá sem er alltaf með hægri höndina á músinni lendir í því að vinstri öxl- in lyftist upp. Hann verður skakk- ur,“ segir Sigríður María. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.