Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 22
Adrien Brody, sem vann Ósk-arsverðlaun fyrir leik sinn í The Pianist, mun að öllum líkind- um fara með hlutverk í nýjustu mynd M. Night Shyamalan, The Woods. Á meðal annarra leikara eru þau Sigour- ney Weaver, Joaquin Phoenix og William Hurt. Myndin gerist árið 1897 og fjallar um samfélag sem hræð- ist mjög goðsagnakenndaveru sem býr í skóginum umhverfis það. Shyamalan á m.a. að baki mynd- irnar The Sixth Sense og Signs. Gavin Rossdale, söngvari hljóm-sveitarinnar Bush, ætlar að koma fram í kvikmynd sem fjallar um það þegar Bandaríkin unnu Eng- land í fótboltaleik. Rossdale mun leika liðsmann Englands í myndinni, sem ber heitið The Game of Their Lives. Myndin er byggð á sannsögu- legum atburðum. Þetta verður fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Rossdale. Eiginkona hans, Gwen Stefani, söngkona No Doubt, er einnig að þreifa fyrir sér í kvik- myndabransanum. Hún hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni The Aviator ásamt Leonardo DiCaprio. Miramax, framleiðandi mynd-arinnar Kill Bill eftir Quent- in Tarantino, íhugar að sýna hana í tveim- ur hlutum á hvíta tjald- inu. Mynd- inni, sem er rúmlega þriggja tíma löng, yrði þá skipt upp í tvo 90 mín- útna hluta. Annar hlut- inn yrði sýndur á frumsýningar- daginn þann 10. október en sá síðari yrði sýndur tveimur til sex mánuðum síðar. Með þessari aðgerð verður hægt að sýna myndina óklippta eins og Tar- antino vill hafa hana. Kill Bill fjallar um leigumorðingja, sem er leikinn af Uma Thurman, sem hefnir sín á manni sem reyndi að drepa hana. Sharon Osbourne, eiginkonarokkarans Ozzy, segir að mað- urinn sinn sé hetja eftir að hann yfirbugaði sléttuúlf til að bjarga Pipi, uppáhaldshundi fjölskyld- unnar. Úlfur- inn gerðist óboðinn gest- ur fyrir utan glæsihýsi Os- bourne-fjöl- skyldunnar í Beverly Hills og réðst á Pipi. Að sögn Sharon heyrði Ozzy öskrin og dró Pip í burtu úr gini úlfsins. Pipi er nú á batavegi eftir að hafa geng- ist undir skurðaðgerð. Talið er að kvikmyndin ThePassion, sem er hugarfóstur leikarans Mel Gibson, verði stór skellur í miðasölunni í Bandaríkj- unum. Ástæð- an er að of- beldið í mynd- inni ku vera allt of mikið og hefur at- riði sem sýnir krossfestingu Krists á opin- skáan hátt farið mjög fyrir brjóstið á mönn- um. Myndin, sem fjallar um síð- ustu 12 mánuðina í lífi Frelsar- ans, verður frumsýnd á næsta ári. Íslenska hljómsveitin Sigur Rósog söngvarinn Bonnie Prince Billy munu hita upp fyrir tónleika Bjarkar í New York í næsta mán- uði. Um tvenna tónleika er að ræða og verða þeir haldnir dagana 22. og 23. ágúst. Addams-fjölskyldumeðlimurinnog fölfagra leikkonan Christ- ina Ricci er haldin fjölda fóbía, þar á meðal hræðist hún potta- blóm. Eftirsjokkið við að komast að því að það sé skítug planta innandyra skelfir hana ekkert meira en að komast í snertingu við herlegheitin. Einnig óttast hún vötn og sundlaugar, því þar eru jú töfra- dyr sem hleypa út hákörlum. Stúlkan trúir einnig á drauga og óttast þá þar af leiðandi. Svo sér hún stóra morðóða geðsjúklinga á hverju strái. „Loco“ eins og mað- urinn sagði... Miðasala á tónleika hljómsveit-arinnar Foo Fighters, sem fara fram þann 26. ágúst í Laug- ardalshöll, hefst í dag. Miðasalan hefst klukkan 10.00 í verslunum Skífunnar og er miðaverð 4.400 krónur í stæði og 5.400 krónur í sæti. Aldurstakmark er 13 ár. 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR22 2 FAST 2 FUR... 5.50, 8, 10.10 b.i. 12 THE MATRIX R.. kl. 10 b.i. 12 BRINGING DOWN THE H... kl. 8kl. 4. 5.40, 8, 10.20 og 12.50 POWERSÝN. Sýnd kl. 6.10, 8.10 og 10.10 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 6 og 8 RESPIRO 5.45, 8 og 10.15HOLLYWOOD ENDING kl.8 THE MATRIX REL... b.i. 12 kl. 5, 8 og 10 Sýnd í lúxus kl. 5 og 8 VIP TÖFRABÚÐ m/ísl. Sýnd kl. 4, 7 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 kl. 5.30, 8, 10.30 og 12.50 POWERSÝN. Sýnd í lúxus kl. 6, 8.30 og 11 b.i. 14 kl. 10 b.i. 14DARK BLUE DUMB AND DUMBERER 6 PHONE BOOTH b.i. 14 kl. 8, 10 og 12 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. kl. 4 KANGAROO JACK kl. 4 og 6 LIZZIE MAGUIRE kl. 4, 6 og 8 Fréttiraf fólki kl. 4 Tilb. 500 kr. sniðin að þörfum húðarinnar ph 3,5 án ilmefna Húð sápa e in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 18 Ofursveitaball í vændum: Sálin og Sólin í eina sæng TÓNLIST Sálin hans Jóns míns og Síðan skein sól, tveir langlífir jötnar sveitaballamarkaðarins og harðvítugir keppinautar undan- farin 15 ár, ætla að grafa stríðsöxina og halda eitt stykki „ofursveitaball“ í kvöld. Þar verða sveitirnar saman á tónleikum, jafnvel saman á sviði, í fyrsta sinn. Helgi Björnsson úr Sólinni og Guðmundur Jónsson, Sálinni, út- skýrðu málið: „Í allri hreinskilni þá vorum við bara á fylleríi á Gauknum eftir hlustendaverð- laun FM957. Vorum komnir á trúnóstigið, tjáðum ást okkar hægri vinstri hvor á öðrum og ákváðum að við yrðum að gera eitthvað saman,“ segir Helgi og hlær. „Samkeppni okkar hefur alltaf verið í miklu bróðerni og af hinu góða. Maður heyrir kannski gott lag frá þeim og þá er bara að spýta í lófana,“ segir Guðmund- ur. „Það mætti segja að þetta sé eins og ef Stones og Bítlarnir hefðu spilað saman,“ segir Helgi brosandi. „Þó við séum ekki að bera okkur saman við þá, bara sambandið þeirra á milli,“ bætir Guðmundur við hógvær. „Svo þarf sveitaballamenningin svo sannarlega á vítamínsprautu að halda um þessar mundir.“ Þeir búast báðir fastlega við húsfylli. „Þetta verður haldið í Árnesi, Gnjúpverjahreppi, stað sem enginn sómasamlegur Reyk- víkingur ætti að eiga erfitt með að finna. Veðurfræðingar eru að spá bestu viku sumarsins og til- valið að gista á tjaldstæðinu þarna. Við ætlum að ná sömu stemningu og þegar böndin okkar spiluðu fyrir 1000 manna trylltan lýð forðum,“ segir Helgi að lok- um. ■ GUÐMUNDUR JÓNSSON OG HELGI BJÖRNSSON Ætla að spila saman á tónleikum í fyrsta sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M TÓNLIST Jack White, annar helming- ur dúettsins The White Stripes, hefur útskýrt bílslysið sem orsak- aði það að sveitin þurfti að hætta við hluta tónleikaferðar sinnar um Bretland. Drengurinn fékk loftpúða í hendina sem brákaði fingur hans, svo gítarspil er útúr myndinni í einhvern tíma. Jack er þó bara feg- inn og segist hafa sloppið með við- vörun; áreksturinn átti sér stað á 28 ára afmælisdegi hans og hann er því kominn yfir hið illræmda 28. aldursár rokkdauðans. Fjölmargir rokkarar hafa látið lífið á þeim aldri, þar á meðal Jimi Hendrix, Janis Joplin, Kurt Cobain og Jim Morrison. Kærasta Jack, leikkonan Reneé Zellweger, var með honum í bílnum en slasaðist ekki. ■ Jack White: Náði 28 ára aldri THE WHITE STRIPES Jack White þarf að leggja gítarinn til hliðar næstu vikurnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.