Fréttablaðið - 18.07.2003, Page 23

Fréttablaðið - 18.07.2003, Page 23
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2003 23 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 6, 9 og 11.30 2 FAST 2 FURIOUS kl. 10.10 b.i 12 LIZZIE MCGUIRE kl. 6 HOW TO LOSE A GUY... kl. 8 Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10 sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8.30, og 11 b.i. 14 ANGER MANAGEM... 5.30, 8 og 10.30 CHARLIE´S ANGELS 2 4, 6.30, 9, 11Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.30 POWERSÝN. Sýnd kl. 6.10, 7, 8.30, 9.30 og 10.50 SPIL Úrslitakvöld Carlsberg Foos- ball barmóts 11-unnar verður hald- ið í kvöld klukkan 20.00. Mikið hefur gengið á í mótinu til þessa. Stólar hafa fengið að fljúga, glös hafa brotnað og tönnum hefur verið gníst. Þau lið sem keppa eru: Sukkmaster Pro, The B.B. Kings, Double A Turbo, Cunts In The Kitchen, Vaxandi og Bútur FC. Hinn ofurhressi Stjáni Stuð ætl- ar að lýsa úrslitunum fyrir gestum staðarins. ■ Úrslit í foosball í kvöld: Fljúgandi stólar og brotin glös FOOSBALL Það verður hart barist í foosball á barnum 11 í kvöld. KVIKMYNDIR Leikarinn Nick Nolte hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinber- lega um þær persónulegu ástæður sem leiddu til handtöku hans í Kali- forníu á síðasta ári. Nolte, sem er 62 ára, var þá stöðvaður á bíl sínum eftir að hafa ekið ógætilega. Kókaín og leifar af eiturlyfinu GHB fundust síðar í blóði hans. Nolte, sem er um þessar mundir á leið í meðferð í annað sinn á skömmum tíma, segir að bar- átta sín við eiturlyfjafíknina hafi verið hreinasta helvíti. „Ég hef alltaf haldið því fram að ég eigi við fíkniefnavandamál að stríða. Það er eitthvað sem maður glímir við og það er hægt að hafa stjórn á því. Mér tókst að verða allsgáður þegar ég var 48 ára og hélt mér þannig í 10 ár. Eftir það var ég undir áhrif- um í þrjú ár og vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr því á ný. Þess vegna fór ég í meðferð.“ ■ NOLTE Nick Nolte var stöðvaður á bíl sínum í fyrra skömmu eftir að tökum lauk á myndinni The Hulk. Nick Nolte tjáir sig: Erfið barátta við fíkniefni KVIKMYNDIR Diskótröllið fyrrver- andi John Travolta segist hafa gert mikil mistök þegar hann ákvað að hafna aðalhlutverkinu í söngva- myndinni Chicago. Myndin sópaði að sér verðlaun- um á síðustu Óskarsverðalaunaaf- hendingu og hlaut m.a. verðlaun sem besta myndin. „Þið eruð að strá salti í sár mín,“ sagði Travolta í viðtali við þýska tímaritið Bunte. „Ég er enn reiður sjálfum mér fyrir að hafna hlutverki lögfræðingsins í Chi- cago sem Richard Gere hreppti síðan.“ Hann bætti því við að Gere hefði staðið sig frábærlega í dans- atriðum myndarinnar. „Ég vildi að ég hefði nýtt þetta tækifæri til að sýna þeim öllum hvað ég get í eitt skipti enn,“ sagði Travolta, sem er orðinn 49 ára gamall. Travolta segist hafa lést um rúm 15 kíló án þess að þurfa að fara í megrun. Hann hafi þess í stað einbeitt sér að stífri líkams- þjálfun. „Annars hefði ég ekki get- að leikið í opnunaratriðinu í mynd- inni Basic án þess að nota líkams- tvífara,“ sagði hann. Travolta seg- ist ekki trúa á megrunarkúra. „Þú átt ekki að hrófla við matar- og kynlífsvenjum þínum heldur áttu bara að sleppa fram af þér beisl- inu. Þegar kílóin fara að hrannast upp ferðu bara í líkamsræktarsal- inn.“ ■ John Travolta: Mistök að hafna Chicago TRAVOLTA Diskótröllið fyrrverandi átti frábæra endurkomu í myndinni Pulp Fiction eftir Quentin Tar- antino.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.